Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Blaðsíða 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Blaðsíða 32
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 85. árg. 200928 Hjúkrunarfræðingar aðstoða sjúklinga daglega við að fara fram úr, setjast í stól, fara á snyrtingu og svo framvegis. Slíkir hversdagslegir atburðir eru ekki hættulausir eins og eftirfarandi dæmi sannar. Hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk þarf ávallt að hafa varann á, nota réttu vinnustellingarnar og forðast að vinna einir síns liðs eins og hægt er. Eftirfarandi atvik gerðist á legudeild. Annar hjúkrunarfræðingur á vaktinni bað hjúkrunarfræðinginn, sem um er rætt, að fara og sinna bjöllukalli sjúklings á deildinni. Hann fór einn að sinna sjúklingnum sem var aldraður maður. Hjúkrunarfræðingurinn sagðist fyrir dómi engar upplýsingar hafa fengið um ástand sjúklingsins. Sjúklingurinn bað hjúkrunarfræðinginn að aðstoða sig við að fara fram úr rúmi í hjólastól. Sjúklingurinn stóð í báða fætur og hélt báðum höndum um hjúkrunarfræðinginn sér til stuðnings þegar hann skyndilega missti mátt í vinstra fæti og féll við. Hjúkrunarfræðingurinn tók fallið af sjúklingnum og varð undir honum. Við fallið lenti hann á náttborði sem stóð við rúmið og fékk við það högg á bakið auk þess að fá á sig mikinn slink vegna þunga sjúklingsins. Hjúkrunarfræðingurinn leitaði á slysa- og bráðadeild einum sólarhring síðar vegna bakverkja og hefur síðan haft viðvarandi verki í mjóbaki. Fimm árum seinna var gert örorkumat og var varanleg læknisfræðileg örorka hjúkrunarfræðingsins metin vera 12%. Hjúkrunarfræðingurinn höfðaði í framhaldi mál gegn Landspítala þar sem hann krafðist skaðabóta og að málskostnaður yrði greiddur. Rök hans, eins og þau koma fram í dómnum, voru að „vinnuaðstæður og aðbúnaður stefnanda á vinnustað stefnda hafi verið óforsvaranlegur, og að stefndi hafi vanrækt að tryggja stefnanda öruggt og heilsusamlegt umhverfi eins og honum hafi borið skylda til samkvæmt lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum“. Landspítali hafnaði þessu algjörlega. Héraðsdómur sýknaði Landspítala af öllum kröfum og segir í dómnum að það „verði að telja að slysið verði alfarið rakið til óhappatilviks sem enginn beri sök á“. Cecilie Björgvinsdóttir, verkefnastjóri kjaramála hjá FÍH, segir að hún hafi heyrt um dóminn fyrst eftir að hann féll og að hjúkrunarfræðingurinn hafi ekki leitað til félagsins. „Ég hefði viljað sjá hann tala við sinn trúnaðarmann sem í framhaldinu hefði getað vísað þessu til félagsins,“ segir Cecilie. „Það er mikilvægt fyrir okkur að fá að vita um aðstæður á vinnustöðum. Við hefðum svo getað ráðlagt viðkomandi og rekið málið fyrir hans hönd ef við hefðum metið það líklegt til árangurs.“ Erna Guðmundsdóttir, lögfræðingur Bandalags háskólamanna (BHM), segir að bandalagið taki að sér að reka mál sem teljist gefa fordæmi. Slík mál fari fyrir laganefnd BHM. Ef laganefndin telur málið ekki gefa fordæmi séu mál stundum rekin af einstökum stéttarfélögum innan BHM. Málarekstur getur verið mjög kostnaðarsamur en í þessu tilviki fékk Christer Magnusson, christer@hjukrun.is ÞAÐ GERÐIST Á AUGABRAGÐI Í lok október sl. féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem hjúkrunarfræðingur hafði krafist skaðabóta vegna vinnuslyss sem hann varð fyrir á Landspítala í Fossvogi í júlí 2002. Dómurinn er athyglisverður þar sem hann fjallar um óæskileg atvik en þau eiga sér stað daglega á heilbrigðisstofnunum og hafa stundum langtímaafleiðingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.