Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Blaðsíða 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Blaðsíða 46
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 85. árg. 200942 fyrir margs konar áföllum og ofbeldi alla tíð eftir þetta og hjá sumum var það enn til staðar þegar viðtölin fóru fram. Allar konurnar hafa leitað faglegrar aðstoðar í heilbrigðiskerfinu, ein þeirra frá barnsaldri, sumar frá unglingsaldri og aðrar á fullorðinsaldri. Þær hafa leitað til heimilislækna, sérfræðinga, hjúkrunarfræðinga, presta, geðlækna og sálfræðinga en ekki fengið viðeigandi aðstoð. Sumar þeirra höfðu nýverið hjá læknum þegar viðtölin fóru fram og þær fengu engar skýringar á margþáttuðum einkennum sínum. Gagnasöfnun og gagnagreining Tekin voru tvö viðtöl við hverja konu, samtals 14 viðtöl. Tíminn milli viðtals eitt og tvö var einn til sex mánuðir. Viðtölin fóru fram þar sem konurnar óskuðu. Allar konurnar höfðu faglegan bakstuðning þegar viðtölin fóru fram. Fyrri höfundur tók öll viðtölin. Þar sem fyrir lá að allar konurnar höfðu orðið fyrir sálrænum áföllum vegna kynferðislegs ofbeldis í bernsku voru viðtalsspurningarnar eftirfarandi: 1. Getur þú sagt mér frá því hvers konar áföllum þú varðst fyrir í bernsku og hvenær það byrjaði? 2. Getur þú sagt mér frá upplifun þinni að hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi, manstu hvernig þér leið eftir að þetta gerist fyrst? Síðan fóru spurningarnar eftir því hverju konan svaraði og hvernig samtalið þróaðist. Réttmæti Í rannsókninni var um samþættingu rannsakanda að ræða (researcher triangulation) þar sem sérfræðisvið beggja rannsakenda hefur samlegðaráhrif. Annar rannsakandinn er sérfræðingur í efninu og hinn í aðferðinni. Þetta er talið auka réttmæti. Áhersla var lögð á að sannreyna niðurstöður jafnóðum sem felur í sér að vera stöðugt með spyrjandi hugarfar gagnvart öllum eigin túlkunum og velta fyrir sér hvort allt sé rétt skilið og hver sé í raun rauði þráðurinn í því sem sagt var. Hvert ritað samtal var unnið ofan í kjölinn í gagnagreiningunni og áhersla lögð á að meta stöðugt á gagnrýnan hátt gæði gagnasöfnunar, gagnagreiningar og framsetningu niðurstaðna. Þrep 7, 9, og 11 í Vancouver-skólanum eru sérstaklega til þess fallin að auka réttmæti rannsóknar. Að lokum má nefna að gagnasöfnun var haldið áfram þar til báðir rannsakendur voru sammála um mettun. Siðfræði Tilskilin leyfi voru fengin hjá Vísindasiðanefnd, tilvísun: VSNb2005030020/03-7 og rannsóknin tilkynnt til Persónuverndar, tilvísun: S2478/2005/EB/-. Þar sem um auðsæranlegan hóp kvenna er að ræða var gaumgæfilega ígrundað hvernig best væri að standa að rannsókninni siðfræðilega. Allar konurnar fengu ítarlega kynningu á rannsókninni og allar veittu óþvingað samþykki sitt. Fyrri höfundur, sem tók öll viðtölin, hefur langa reynslu af því að vinna með þessum hóp kvenna og hafði langan tíma milli viðtala svo að konurnar gætu haft tækifæri til að melta viðtölin og að hætta í rannsókninni ef þær þess óskuðu. Engin þeirra valdi það. Leiðir til persónuverndar voru m.a.: • Enginn fékk að vita hverjar væru í úrtakinu nema fyrri höfundur. • Fjallað er um konurnar undir dulnefni í ræðu og riti í kynningu á rannsókninni. • Hljóðupptökum var eytt um leið og afritun hvers samtals var lokið. • Allt persónugreinanlegt var tekið úr rituðum samræðum. NIÐURSTÖÐUR Meginniðurstaða rannsóknarinnar er að þegar kemur að sálrænum áföllum vegna kynferðislegs ofbeldis í bernsku á hið íslenska máltæki ekki við að tíminn lækni öll sár. Tíminn læknar ekki öll sár ef sárið orsakast af kynferðislegu ofbeldi í bernsku. Í rannsókninni lýstu konurnar sjö mikilli þrautagöngu sem enn sér ekki fyrir endann á. Þjáning þeirra er djúp á öllum sviðum mannlegs lífs og hefur einnig mikil áhrif á líf ástvina þeirra þótt þær hafi allar leitað sér faglegrar aðstoðar, sumar allt frá barnæsku. Konurnar urðu allar fyrir endurtekinni kynferðislegri misnotkun nákominna aðila fyrir 12 ára aldur og af fleiri en einum aðila, fimm ólust einnig upp við heimilisofbeldi og þrjár við alkóhólisma. Fjórar lentu í einelti og fjórum var nauðgað síðar á lífsleiðinni. Fjórar hafa átt maka sem áttu við áfengisvandamál að stríða og beittu þær einhvers konar ofbeldi. Á fullorðinsárum hafa þær verið þjakaðar af margs konar líkamlegum og geðrænum einkennum, fimm greindar með vefjagigt og fimm eru öryrkjar. Þær höfðu allar þjáðst af langvinnum og útbreiddum verkjum. Höfðu allar átt við þunglyndi að stríða og áttu allar í erfiðleikum með að mynda náin tengsl. Þær eiga allar erfitt með að treysta öðrum og losna aldrei við skuggann sem fylgir þeim. Frá barnæsku hafa þær leitað mjög mikið til heilbrigðisþjónustunnar en ekki fengið viðunandi aðstoð. Tafla 3 gefur yfirlit yfir svarið við rannsóknarspurningunni um langvarandi áhrif kynferðislegs ofbeldis í bernsku á þær íslensku konur sem tóku þátt í rannsókninni. Upplifun af áfallinu Upplifun kvennanna af því að verða fyrir kynferðislega ofbeldinu er mismunandi, sumar hafa munað það alla tíð en aðrar lokuðu á það og mundu ekkert fyrr en mörgum árum seinna. Konurnar hafa allar glímt við sjálfsásakanir, töldu sig hafa gert eitthvað rangt og upplifðu mikinn tilfinningalegan sársauka. Helga sagði: „Ég upplifði þetta sem sálarþjófnað. Þegar maður verður fyrir misnotkun þá er sársaukinn svo gífurlegur og svo gífurlegt álag, svo ofboðsleg örvænting að það sem maður upplifir getur ekki verið annað en að hafa dáið, kvölin er svo mikil ... að maður skuli halda áfram að anda ... þetta er svo mikil kvöl það eru engin orð til. Þetta er svo ofboðslegt (klökknar), þetta er eins og að upplifa sálardauða ... þá deyr allt, deyr öll öryggiskennd, deyr sjálfsvirðing og sjálfsumhyggja og trú á það að maður sé einhvers virði.“ Konurnar voru alltaf á varðbergi eins og Kata segir: „Maður svaf aldrei heila nótt ... og maður var alltaf með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.