Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Blaðsíða 57

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Blaðsíða 57
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 85. árg. 2009 53 Ritrýnd fræðigrein Mynd 2. Tímasetning allra óvæntra innlagna á gjörgæsludeild og fjöldi sjúklinga. eða tæplega 35% allra óvæntra innlagna á gjörgæsludeild LSH. Sjúklingar dvöldu að meðaltali þrjár klukkustundir á bráðamóttöku, með miðgildið tvo tíma og tuttugu og fimm mínútur áður en þeir voru lagðir á gjörgæsludeild. Stysti tími sjúklings á bráðamóttökudeild var tuttugu mínútur en lengsti tíminn var rúmar tíu klukkustundir. Tafla 1. Ástæða óvæntra innlagna á gjörgæsludeildir frá legudeildum. Ástæða innlagnar – vandamál Fjöldi (n) Hlutfall (%) Öndunarbilun 24 37% Sýklasótt 13 20% Hjartabilun 8 12% Anemía/blæðing 7 11% Lungnabólga 3 5% Hjartastopp 3 5% Lágur blóðþrýstingur 2 3% Annað 5 7% Alls: 65 100% Lífeðlisfræðileg gildi og stigun bráðveikra sjúklinga á legudeild við óvænta innlögn á gjörgæsludeild Ekki var hægt að reikna stigun bráðveikra sjúklinga (SBS) hjá sjúklingum í rannsókninni út frá síðustu skráðu lífeðlisfræðilegum gildum fyrir innlögn á gjörgæsludeild þar sem skráning var ófullnægjandi. Meðaltalsfjöldi lífeðlisfræðilegra þátta, sem nota átti til þess að reikna stigun bráðveikra sjúklinga í rannsókninni, var rúmlega þrír þættir af sex mögulegum þáttum. Hjá sex sjúklingum var enginn þáttur SBS-mælitækisins skráður. Þá voru tveir sjúklingar með fimm þætti skráða og enginn með alla sex þætti SBS-mælitækisins skráða. Sjá nánar mynd 3. Þá kom fram að hjá 13 sjúklingum á legudeild (20%) var síðasta mæling á súrefnismettun (SpO2) fyrir óvænta innlögn á gjörgæsludeild lægri en 90%. Lægsta skráða súrefnismettun NIÐURSTÖÐUR Á rannsóknartímabilinu voru alls 152 óvæntar innlagnir á gjörgæsludeildir LSH samkvæmt skilgreiningu rannsóknarinnar. Safnað var gögnum 132 sjúklinga sem féllu undir skilgreiningu fyrir þátttöku í rannsókninni og er það 87% þátttaka. Ekki reyndist unnt að ná í sjúkraskrár 20 sjúklinga vegna þess að þeir útskrifuðust eða létust skömmu eftir komu á gjörgæsludeild. Skipting óvæntra innlagna milli gjörgæsludeilda Landspítala var þannig að 76 innlagnir (58%) voru á gjörgæsludeild í Fossvogi og 56 innlagnir (42%) á gjörgæsludeild við Hringbraut. Tæplega 60% sjúklinganna voru karlar (n=78) og rúmlega 40% konur (n=54). Meðalaldur sjúklinga var 59 ár (spönn: 18–90 ára). Flestir sjúklinganna voru lagðir á gjörgæsludeild frá klukkan 16:00 til 24:00 (kvöldvakt) eða alls 59 sjúklingar (44%). Þar á eftir kemur morgunvakt frá klukkan 8:00 til 16:00, alls 39 sjúklingar, og sjaldnast á næturvakt með alls 34 innlagnir frá klukkan 24:00 til 8:00. Þegar horft er á óvæntar innlagnir á gjörgæsludeild frá legudeildum LSH, þá voru flestar óvæntar innlagnir á morgunvakt (42%). Þar á eftir kvöldvakt (37%) og að lokum næturvakt (21%). Sjö sjúklingar lögðust á gjörgæsludeild LSH innan tveggja sólarhringa frá útskrift af gjörgæsludeild (endurinnlögn) og eru það 5,3% af heildarfjölda óvæntra innlagna á gjörgæsludeildir LSH. Innlagnir frá bráðamóttökum LSH voru flestar á kvöldvakt (49%), þar á eftir næturvakt (31%) og svo morgunvakt (20%). Legudeildir og ástæður óvæntra innlagna á gjörgæslu Tæplega helmingur sjúklinga eða 65 sjúklingar (49%) komu frá legudeildum LSH. Þar af komu 43 sjúklingar (66%) frá lyflækningadeildum LSH og 22 sjúklingar frá skurðlækningadeildum LSH (34%). Þá var algengasta ástæða óvæntra innlagna á gjörgæsludeild öndunarbilun. Sjá nánar í töflu 1. 67 sjúklingar (51%) komu frá bráðamóttökum LSH. Þar af komu flestir sjúklingar frá slysa- og bráðadeildinni í Fossvogi 12 10 8 6 4 2 0 8.01-9.00 10.01-11.00 12.01-13.00 14.01-15.00 16.01-17.00 18.01-19.00 20.01-21.00 22.01-23.00 24.01-01.00 2.01-3.00 4.01-5.00 6.01-7.00 9.01-10.00 11.01-12.00 13.01-14.00 15.01-16.00 17.01-18.00 19.01-20.00 21.01-22.00 23.01-24.00 1.01-2.00 3.01-4.00 5.01-6.00 7.01-8.00 Fjöldi sjúklinga Tími
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.