Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Side 57

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2009, Side 57
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 85. árg. 2009 53 Ritrýnd fræðigrein Mynd 2. Tímasetning allra óvæntra innlagna á gjörgæsludeild og fjöldi sjúklinga. eða tæplega 35% allra óvæntra innlagna á gjörgæsludeild LSH. Sjúklingar dvöldu að meðaltali þrjár klukkustundir á bráðamóttöku, með miðgildið tvo tíma og tuttugu og fimm mínútur áður en þeir voru lagðir á gjörgæsludeild. Stysti tími sjúklings á bráðamóttökudeild var tuttugu mínútur en lengsti tíminn var rúmar tíu klukkustundir. Tafla 1. Ástæða óvæntra innlagna á gjörgæsludeildir frá legudeildum. Ástæða innlagnar – vandamál Fjöldi (n) Hlutfall (%) Öndunarbilun 24 37% Sýklasótt 13 20% Hjartabilun 8 12% Anemía/blæðing 7 11% Lungnabólga 3 5% Hjartastopp 3 5% Lágur blóðþrýstingur 2 3% Annað 5 7% Alls: 65 100% Lífeðlisfræðileg gildi og stigun bráðveikra sjúklinga á legudeild við óvænta innlögn á gjörgæsludeild Ekki var hægt að reikna stigun bráðveikra sjúklinga (SBS) hjá sjúklingum í rannsókninni út frá síðustu skráðu lífeðlisfræðilegum gildum fyrir innlögn á gjörgæsludeild þar sem skráning var ófullnægjandi. Meðaltalsfjöldi lífeðlisfræðilegra þátta, sem nota átti til þess að reikna stigun bráðveikra sjúklinga í rannsókninni, var rúmlega þrír þættir af sex mögulegum þáttum. Hjá sex sjúklingum var enginn þáttur SBS-mælitækisins skráður. Þá voru tveir sjúklingar með fimm þætti skráða og enginn með alla sex þætti SBS-mælitækisins skráða. Sjá nánar mynd 3. Þá kom fram að hjá 13 sjúklingum á legudeild (20%) var síðasta mæling á súrefnismettun (SpO2) fyrir óvænta innlögn á gjörgæsludeild lægri en 90%. Lægsta skráða súrefnismettun NIÐURSTÖÐUR Á rannsóknartímabilinu voru alls 152 óvæntar innlagnir á gjörgæsludeildir LSH samkvæmt skilgreiningu rannsóknarinnar. Safnað var gögnum 132 sjúklinga sem féllu undir skilgreiningu fyrir þátttöku í rannsókninni og er það 87% þátttaka. Ekki reyndist unnt að ná í sjúkraskrár 20 sjúklinga vegna þess að þeir útskrifuðust eða létust skömmu eftir komu á gjörgæsludeild. Skipting óvæntra innlagna milli gjörgæsludeilda Landspítala var þannig að 76 innlagnir (58%) voru á gjörgæsludeild í Fossvogi og 56 innlagnir (42%) á gjörgæsludeild við Hringbraut. Tæplega 60% sjúklinganna voru karlar (n=78) og rúmlega 40% konur (n=54). Meðalaldur sjúklinga var 59 ár (spönn: 18–90 ára). Flestir sjúklinganna voru lagðir á gjörgæsludeild frá klukkan 16:00 til 24:00 (kvöldvakt) eða alls 59 sjúklingar (44%). Þar á eftir kemur morgunvakt frá klukkan 8:00 til 16:00, alls 39 sjúklingar, og sjaldnast á næturvakt með alls 34 innlagnir frá klukkan 24:00 til 8:00. Þegar horft er á óvæntar innlagnir á gjörgæsludeild frá legudeildum LSH, þá voru flestar óvæntar innlagnir á morgunvakt (42%). Þar á eftir kvöldvakt (37%) og að lokum næturvakt (21%). Sjö sjúklingar lögðust á gjörgæsludeild LSH innan tveggja sólarhringa frá útskrift af gjörgæsludeild (endurinnlögn) og eru það 5,3% af heildarfjölda óvæntra innlagna á gjörgæsludeildir LSH. Innlagnir frá bráðamóttökum LSH voru flestar á kvöldvakt (49%), þar á eftir næturvakt (31%) og svo morgunvakt (20%). Legudeildir og ástæður óvæntra innlagna á gjörgæslu Tæplega helmingur sjúklinga eða 65 sjúklingar (49%) komu frá legudeildum LSH. Þar af komu 43 sjúklingar (66%) frá lyflækningadeildum LSH og 22 sjúklingar frá skurðlækningadeildum LSH (34%). Þá var algengasta ástæða óvæntra innlagna á gjörgæsludeild öndunarbilun. Sjá nánar í töflu 1. 67 sjúklingar (51%) komu frá bráðamóttökum LSH. Þar af komu flestir sjúklingar frá slysa- og bráðadeildinni í Fossvogi 12 10 8 6 4 2 0 8.01-9.00 10.01-11.00 12.01-13.00 14.01-15.00 16.01-17.00 18.01-19.00 20.01-21.00 22.01-23.00 24.01-01.00 2.01-3.00 4.01-5.00 6.01-7.00 9.01-10.00 11.01-12.00 13.01-14.00 15.01-16.00 17.01-18.00 19.01-20.00 21.01-22.00 23.01-24.00 1.01-2.00 3.01-4.00 5.01-6.00 7.01-8.00 Fjöldi sjúklinga Tími

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.