Jón á Bægisá - 30.09.2004, Blaðsíða 52
John Corbett
menningarinnar. Undirgefnin gefur einnig til kynna ójöfn tengsl milli þess
sem veitir og þess sem þiggur, en sýnilegar þýðingar — þýðingar sem með
skapandi hætti bæði eyða upphaflega textanum og byggja hann upp —
viðurkenna þannig beinlínis tilveru slíkra samskipta, gera um leið ráð fyrir
að tengslin sem til verða komi báðum til góða.
Þýðingar yfir á skosku eru háðar sögunni. Á merkum tímapunktum í
skoskri bókmenntasögu hafa rithöfundar snúið sér að þýðingum til að víkka
út og upphefja þjóðarmálið og auka sjálfstraust þess. Ef hægt er að þýða
Eneasarkviðu, Óði Hórasar, Ódysseifskviðu, verk eftir Racine, Rostand,
Aleksander Blok, Mayakovský og fjölda annarra yfir á skosku þá hlýtur að
vera hægt að taka skosku alvarlega sem bókmenntalegan miðil. í heildina
tekið fær maður ekki fólk til að þýða Robert Henryson, Robert Burns,
Walter Scott, Robert Louis Stevenson, Hugh MacDiarmid eða Edwin
Morgan t.d. yfir á frönsku eða grísku til að sýna að það þurfi að taka þessi
tungumál alvarlega. En þýðing yfir á skosku er yfirleitt gerð af samþykkjandi
fullorðnu fólki sem viðurkennir þar með skuld sína við aðrar menningar —
og þýðingar, sem eyða á skapandi hátt og endurbyggja bókmenntalega, fá
það besta úr tveimur heimum: Þær sýna upprunatextanum virðingu og
víkka út heimamenninguna án þess að niðurlægja hana. Eins og Cronin
segir þá er þýðing án breytinga ekki annað en tilvitnun.
Phaedra Morgans tekur þátt í skapandi eyðingu leikritsins eftir Racine.
Urvalsstéttir þess mæla kannski fram ljóð á tungumáli lágstétta samtímans
sem kann að gefa til kynna heilbrigða lýðhylli skoskra bókmennta; sam-
félagið sem sýnt er ólgar engu að síður af ofbeldi, bælingu og miklum kvíða,
einkum um „óeðlilegar“ eða „skrímslislegar“ kynferðislegar ástríður. Ef
þessi þýðing á 17. aldar klassísku verki yfir á ljóð á nútímaskosku ber vitni
um menningarlegt sjálfstraust vekur mynd þess af samfélaginu óþægilegar
spurningar um samfélag þar sem fyrsta stóra pólitíska álitamálið í nýju
þingi Skota var rætin umræða um að endurvekja lög sem bönnuðu að
hvetja til samkynhneigðar í skólum.
Þýðingar sem bandalag
Þýðingar hafa einnig annað notagildi. Margar þýðingar á skosku leita, eins
og við höfum séð, í smiðju klassískra höfunda til að upphefja stöðu bók-
menntalegrar miðlunar. Einnig er löng hefð fyrir því á skosku að leita
bandalags í gegnum ljóðlist og binda sig ekki við virðulega heimsborgara-
menningu í Grikklandi, á Italíu og í Frakklandi heldur við aðrar jaðar-
menningar. Á nítjándu og tuttugustu öld var talsvert um þýðingar á
skandinavískum ballöðum yfir á skosku, einkum eftir Alexander Gray þótt
hefðin liggi allt aftur til Roberts Jamieson og Roberts Buchanan á önd-
50
þfón á Jföœyr/isá - Tímarit þýðenda nr. 8 / 2004