Jón á Bægisá - 30.09.2004, Page 152
Christopher Whyte
Gegn sjálfs-þýöingum
Ég tók mér góðan tíma til að hugleiða hvernig ég gæti sem best nýtt þann
tíma sem mér var fenginn til umráða hér í dag. Sjálfs-þýðing er samkvæmt
mínum skilningi það að höfundur bókmenntatexta sem hann eða hún
hefur lokið við á einu tungumáli endurgerir hann á öðru tungumáli. Nýi
textinn líkist hinum fyrri nægilega mikið til að vera kallaður þýðing hans
þótt slík skilgreining krefjist að sjálfsögðu margvíslegra þýðingarmikilla
spurninga. Þótt áhugi minn beinist í þessu sambandi mest að ljóðagerð
þýða prósahöfundar líka eigin texta. Ég gæti nefnt katalónskan skáld-
sagnahöfund sem bjó til uppdiktaða persónu sem grímu fyrir sinn eigin
þátt í útgáfu bóka sinna á spænsku. Sjálfs-þýðing er, ef satt skal segja,
miklu algengara fyrirbæri en maður skyldi ætla. Eitt helsta og að margra
mati alræmdasta dæmi úr nútímanum er Nóbels-skáldið Joseph Brodsky.
Þegar hann hafði gripið óþyrmilega inn í þýðingar annarra á rússneskum
frumtextum sínum byrjaði hann að þýða þá sjálfur og bætti jafnvel inn
erindum í ljóðin þar sem honum þótti þurfa eða henta í þessum nýju
ensku gerðum. Brodsky hefur kallað Marinu Tsvetaevu mesta skáld á
rússneska tungu síðan Púskín var uppi. Hún orti epískt ljóð, „The Swain“
sem enn hefur ekki verið gefið út, og reyndi fyrst að þýða það en síðan að
endurvinna það á frönsku í París 1929. Árið 1933 bauð hún einnig
nokkrum frönskum tímaritum prósaverk sitt sem hún kallaði Les nuits
florentines til birtingar en það byggir á bréfum hennar til Abrams Vishniak
sem rak lítið útgáfufyrirtæki í Berlín þegar hún bjó þar.!
Katalónska skáldið Josep Carner var í utanríkisþjónustunni og staddur
erlendis þegar borgarastyrjöldin braust út og eyddi því sem hann átti
ólifað í sjálfskipaðri útlegð. Merkasta verk sitt, hið langa ljóð Nabí, gaf
hann út á kastillíönsku í Mexíkóborg 1939, ári áður en frumtextinn kom
1 Sjá Simon Karlinsky (1985). Marína Tsvetaeva: The Woman, Her World, Her Poetry.
Cambridge: Cambridge University Press, s. 207.
150
á .jOr/yr-i/i — Tímarit þýðenda nr. 8 / 2004