Jón á Bægisá - 30.09.2004, Blaðsíða 47
Fjöltyngdar bókmenntir: Útópía eSa vertdeiki?
ekki útópískt í eðli sínu. Öllu heldur eru tungumál skáldskaparins tæki til
að koma á samningum og taka margvíslegum sjálfsmyndum fagnandi, en
þar eð sjálfsmyndir sveima um samfélög í átökum geta þær bæði verið tæki
til drottnunar og andstöðu. Þessi sannindi eru í fullu gildi í Evrópu sam-
tímans, í heimi sem hefur skroppið saman með rafrænum samskiptum
fyrir tilstilli veraldarvefsins.
Og inn á þetta rökkursvið stíga þýðendurnir. Þeir eru meðalgöngu-
menn menninganna, víxlarar sjálfsmynda, oft hinir ósýnilegu þjónar twa
(eða mair) herra. Þeir hafa fjölmargar ástæður til að þýða og beita einnig
fjölskrúðugum aðferðum við þýðingar, aðlögun og útgáfu. En allir vinna
þeir að því að kveikja samræður milli tungumála og menninga og leggja
við það fram sinn skerf til að skilgreina sjálfið með því að sýna í sífellu fram
á annarleika annarra. Mig langar að líta á nokkrar leiðir til þess arna og vísa
enn og aftur í ríkulega hefð skáldskaparþýðinga í Skotlandi. Þýðingar hafa
myndað þungamiðju bókmennta í Skotlandi frá fornu fari - allt frá því
áður en Gavin Douglas þýddi Eneasarkviðu á öndverðri 16. öld - og þær
voru meginverkefni við hirð Jakobs 6. þrátt fyrir að Jakob varaði við þeim
í bók sinni Reulis and Cautelis. Rök Jakobs eru í grundvallaratriðum þau
að upprennandi skáld ættu að forðast þýðingar vegna þess að þær draga bit
úr sköpunarmætti þeirra; aðeins fulltíða skáld ættu að hætta sér til slíkra
starfa. Aðstæður á okkar póstmóderna tíma eru auðvitað aðrar en þýðend-
ur við hirð Jakobs stóðu frammi fyrir, en mörg álitaefnin lifa samt góðu lífi
enn eins og ég hef rakið og nú langar mig að kanna sum þeirra enn frekar.
Þýóing sem yfirtaka
Robin Fulton hefur þýtt „Margra ára“ reynslu Olavs H. Hauge með boga
og ör5 sem getur vel verið gagnlegt myndmál fyrir þýðingarferlið (meðal
annars).
It’s the black dot right
in the middle you’re to hit,
right there, where
the arrow will stand trembling!
But just there is where you don’t hit.
You’re close, closer, no,
not close enough.
So it’s off to pick the arrows up,
walk back, try again.
5 Peter France og Duncan Glen, ritstj. (1989). European Poetry in Scotland Edinborg:
EUP, bls. 164.
á .Satý/diá — Menninga(r)miðlun f LjÓÐI og verki
45