Jón á Bægisá - 30.09.2004, Blaðsíða 23
Jaðarheimsbókmenntir
sína). Kafka sjálfur notar „smábókmenntir11 um hræringar í bókmennta-
kerfum sem eru utan „stórþjóða“ og aðrir hafa orðið til að þróa hugtakið
í slíku samhengi.11 En hugtakið virðist einnig eiga vel við um þýðingar.
Þær sitja raunar alla jafna í lægra sessi en frumsamdar bókmenntir en eru
þeim þó stöðug áskorun; koma að þeim úr ýmsum áttum og ýmsum
tímum, úr ýmsu samhengi, sem ekki tengist menningarkerfi samfélagsins
á eins skýran hátt og þær bókmenntir sem spretta af tilverknaði höfunda
„á staðnum“. Þýðing er yfirleitt verk tveggja höfunda, hvors á sínum stað,
því þýðandinn er að sjálfsögðu höfundur lesmálsins í hinu þýdda verki.
Fyrir kemur að frumsamin skáldverk gangast opinskátt við nærveru þýð-
inga í menningunni. Gott dæmi um slíkt er skáldsaga Gyrðis Elíassonar,
Svefhhjólið (1990), þar sem sögumaður segir m.a. af lestri sínum á tveimur
þýddum verkum, Ódysseifskviðu Flómers og Myllunni d Barði eftir Kazys
Boruta.12 Segja má að verk Gyrðis verði hér vettvangur þar sem verk er
telst til heimsbókmennta í skilningi hins vestræna hefðarveldis (Ódysseifi-
kviða er auðvitað lykilverk þar) mætir verki sem fellur undir heimsbók-
menntahugtakið í skilningi hinnar víðari en „hógværari“ heimsmyndar
sem rædd var hér að framan. Myllan á Barði var þýdd úr litháísku árið 1976
af Jörundi Hilmarssyni. Vafalaust hafa ýmsir lesið þessa þýðingu en ekki
fór mikið fyrir verkinu í íslensku bókmenntalífi fyrstu árin. Hún beið
greinilega á jaðrinum eftir lesendum sínum, opin fyrir ýmsum tengslum,
eins og sannast þegar hún hittir fyrir lesandann í Svefnhjólinu.
Bandaríski bókmenntafræðingurinn Sarah Lawell segir í upplýsandi
umfjöllun sinni um heimsbókmenntir að í meðferð hugtaksins, sem og í
bókmenntakennslu sem fram fer undir merkjum þess, sé nauðsynlegt að
huga að stöðu lesandans. I sjálfu hugtakinu heims-bókmenntir sé lögð
áhersla á tengsl heims og lestrar. Hlutskipti þess sem les heimsbókmenntir
er ekki aðeins að innbyrða ákveðna úrvalstexta, heldur að lesa heiminn, að
fást á skapandi hátt við heimsmynd verks sem kann að eiga uppruna sinn
í fjarlægu heimshorni. Lawell bendir á að það búi mikið „fyrirheit“ í hug-
takinu og margir hugsi í því sambandi fyrst og fremst til kynna sinna af
„meistaraverkum“. En hver er „heimurinn“ í „heimsbókmenntum“? spyr
hún og bendir á að mjög oft takmarkist hann við Vesturlönd, enda búi oft
í heimsmynd Vesturlandabúa tvenndarhyggja sem stundum er kennd við
„the West and the rest“; þ.e. annarsvegar eru Vesturlönd, og þau þá talin
þekkt stærð, hinsvegar afgangur heimsins. Þessa „rest“ má einnig líta á sem
11 Sbr. David Lloyd: Nationalism and Minor Literature. James Clarence Mangan and the
Emergence of Irish Cultural Nationalism. Berkeley: University of California Press 1987.
12 Um textatengsl Svefiihjólsins og Myllunnar á Barði hef ég fjallað í greininni „Myllu-
hjólið. Um lestur og textatengsl11, Umbrot. Bókmenntir og nútími (sbr. nmgr. 10),
bls. 402—416.
á jföœpÁtá - Menninga(r)miðlun í ljóði og verki
21