Jón á Bægisá


Jón á Bægisá - 30.09.2004, Side 21

Jón á Bægisá - 30.09.2004, Side 21
Jaðarheimsbókmentitir En hvað er Wellek að flengjast svona fram og aftur milli Nýja-Sjálands og Islands? Það er sem þessi lönd séu látin ramma inn heimskort bók- menntanna (þ.e. á táknrænan hátt, því að ekki gengur þetta upp land- fræðilega). Ég tel að einnig skipti máli í þessu sambandi að eyþjóðir þessar og fyrrverandi nýlendur eru í ákveðinni jaðarstöðu í þeirri vestrænu heimsmynd sem Wellek hefur í huga. I þessum löndum býr að mestu „vestrænt" fólk en eyþjóðirnar eru samt táknmyndir fjarlægðar og fram- andleika og sem slíkar geta þær vísað í senn til ystu marka vestrænnar menningar og til þeirrar víðáttu sem við blasir jafnskjótt og litið er burt frá þröngt skilgreindu vestrænu hefðarveldi.9 Og Wellek óar við því að missa hugtakið út í þessa víðáttu, þetta „óþarflega tilkomumikla“ svið, þar sem hætta er á að það leysist upp, verði merkingarlaust vegna þess að það vísi hreinlega til allra heimsins bók- mennta og þá í öllum þeirra fjölbreytileika, hvernig svo sem fer um sam- hljóminn. En ég held að Wellek hafi rétt fyrir sér þegar hann tilgreinir þetta sem einn af merkingarþáttum hugtaksins. Þessi skilningur á heims- bókmenntum er greinilega í andstöðu við hið afmarkaða hefðarveldi sem „vel lesinn“ einstaklingur getur komist yfir með markvissri viðleitni. Engin ein manneskja kemst yfir að lesa allar heimsins bókmenntir en hún getur vitað af þeim á sinn hátt; þær eru áskorun til hennar að kynnast lífi og hugsun fólks á þessum hnetti. Til þess þarf að horfa út fyrir þann bók- menntagarð sem er manni næstur og aðgengilegastur. I þessum skilningi fela heimsbókmenntir í sér býsna opið kerfi, víða veröld, þar sem leiðir liggja ekki aðeins út fyrir þjóðarbókmenntir hvers lesanda, heldur líka út fyrir heimshluta hans og þær hefðir sem þar kunna að ríkja. Enginn vafi leikur á því að gildi heimsbókmenntahugtaksins felst öðrum þræði í heildarhyggju og alþjóðlegri yfirsýn. Sú yfirsýn getur hins- vegar tekið til mismunandi þátta, allt eftir áherslum. Hún getur einskorð- að sig við „stór“ samfélög en hún getur líka skimað sérstaklega eftir því sem þykir framandlegt eða „exótískt“. Hún kann að leggja sig eftir menn- ingarfjölhyggju hvað varðar kynþætti og tungumál; slík fjölhyggja hefur verið mjög á döfinni í bókmenntafræði undanfarið. Auk þess hlýtur við- leitnin til heildarsýnar að örva marga til hugsunar um þá jaðra sem um- lykja heimssýn þeirra. Þeir sem á annað borð eru að skyggnast í fjarskann vilja ekki missa af þeim turnum sem standa á „heimsenda“, svo ég nýti mér bókarheiti Færeyingsins Williams Heinesen, höfundar sem sómir sér vel undir merkjum heimsbókmenntanna. 9 Þetta á auðvitað sérstaklega við um Maóríana á Nýja-Sjálandi, þótt vafasamt sé að ganga langt í getgátum um það sem Wellek býr í huga er hann sdllir löndunum tveimur upp á þennan hátt. á> Jföayáiá - Menninga(r)miðlun í ljóði og verki 19
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.