Jón á Bægisá - 30.09.2004, Blaðsíða 107
6 MOSKO+PASKA HAISTA+maan
MOSKO+SCHEISSE RIECHen gehen
Frá hjali til tals
Til grundvallar 6. ljóðlínu liggur finnska orðtakið „haista paska“ (nokkurn
veginn orðrétt þýðing væri: „Hnusaðu af skítnunT; sbr. kannski „Farðu í
rass og rófu“ á íslensku), rustalegt máltæki sem þjónar því hlutverki að
segja einhverjum á afdráttarlausan hátt að halda sér saman eða hypja sig.
Þetta orðtak er aðeins notað í boðhætti í finnsku, og er í 6. ljóðlínu sett í
„illatívus“ (sem táknar hreyfingu eða stefnu inn í e-ð) nafnháttar III, þann-
ig að ef þýtt væri myndan fyrir myndan yrði útkoman í þessa veru:
„Moskóskít þefa að fara“. Á viðbrögðum föðurins sést líka að hann er
agndofa: „Mistá se on tuollaista oppinut“ (8. lína; „Hvar hefur það lært
annað eins?“). ,Aíþér“, svarar móðirin eilítið stutt í spuna svo að leiða má
líkur að því að faðirinn noti orðtakið „haista paska“ líka heima í viðurvist
barnsins. Þess skal bara getið í framhjáhlaupi að gróft tungutak af þessu
tagi heyrir engan veginn til undantekninga, allra síst í hinu félagslega um-
hverfi fmnsku öreigastéttarinnar, og að jólaföstuatriðið í ljóðinu „(1905)“
hlýtur að gerast í verkamannafjölskyldu.
Fjórða setning barnsins er annað fimlega samsett hljóðlistaverk, nánar
tiltekið „spooner-ismi“ [staðaldæmi: The queer old dean - the dear old
queen] eða hljóðavíxl. Með því að víxla upphafssamhljóðunum p og t í
„pukki tulee“ (14. lína; „Jólasveinninn kemur“) verður til hið spaugilega en
jafnframt merkingarlausa „tukki pulee“ (16. lína; „trjástofiT + merkingar-
laus sögn).
Þegar skáldskapartækni ljóðsins „(1905)“ er athuguð sést að tæknin
byggist einkum á umsköpun á listrænu hjali og tali barna. Ljóðið sýnir í
mjög samþjöppuðu formi „hvernig barnið tileinkar sér samtímis tungu-
málið og grunnatriði skáldskaparins“. Rússneski fræðimaðurinn Kornej
Cukovskij (1882-1969), sem fékkst einkum við máltöku barna, staðhæfir
m.a.s. að „barninu þyki allt rím einkar skemmtilegt“ og að „rímmyndun á
þriðja aldursári [sé] reglubundinn áfangi í málþróun okkar. Þau börn, sem
ekki fara í gegnum slíkar málæfmgar, eru ekki eðlileg eða þá veik“ (tilvitn-
un frá Jakobson 1986: 239).
4. Menningarsamhengið (2)
Þar sem hinni ljóðrænu tækni er beitt á barnsröddina verður að meta allar
þýðingar á þessu finnska ljóði fyrst og fremst eftir því hvernig til tekst á
þessu sviði listrænnar málbeitingar. Menningarsamhengi frumtextans ætti
hins vegar ekki að vera mikið vandamál við þýðingu á þýsku, þar sem
töluverð samsvörun er þar á milli. Það er einnig siður í Þýskalandi að faðir,
á — Menninga(r)miðlun í ljóði og verki
105