Jón á Bægisá - 30.09.2004, Blaðsíða 7
Ritstjórar hafa orðið
mönnum. Hátíðin hélt síðan áfram með vinnustofum þar sem fyrirlesarar
og almennir þátttakendur voru leiddir saman til að sinna hugðarefnum
sínum á Borgarbókasafninu sem á mikla þökk skilda fyrir framtak sitt. Má
segja að þátttakendur á vinnustofum hafi auðgað þýðingamátt sinn með
samvinnu við fólk af ýmsum sviðum þýðingageira heimsins. Fluttu sumir
fyrirlesarar stuttar tölur og í öðrum stofum unnu menn að þýðingum
ákveðinna verka. Hefur árangur sumra þegar komið fyrir almennings-
sjónir.
Hér á eftir fara helstu fyrirlestrar og mörg þeirra ljóða sem þóttu fram-
bærilegust af þýðingum. Verður að segja að árangur sé framúrskarandi því
slíkt safn afbragðsþýðinga er sjaldgæft, hvort heldur er á Islandi eða annars
staðar. Ljóðaþýðingar eru auðvitað margvíslegum vandkvæðum háðar, sem
óþarfi er að tíunda hér, og geta ólíkar þýðingar sama ljóðs verið mikið rann-
sóknarefni, en ekki síður tilefni til að skoða eigindir tungumálsins jafnt
sem eðli ljóðlistarinnar. í síðasta hefti Jóns d Bœgisd voru birtar þrjár þýð-
ingar sama ljóðs og sást vel að hver og ein hafði margt sér til ágætis þótt
þær væru mjög ólíkar og drægju fram mismunandi stemmningar. Sú forna
spurning hvenær þýðing túlki efni eða form birtist þar í nýju ljósi.
Þær þýðingar sem hér eru prentaðar sýna mörg öndvegisskáld, bæði heims-
bókmenntanna og íslenskra bókmennta, í þýðingum, á eða af íslensku.
Það er von okkar gestaritstjóra Jóns d Btzgisá að nú hafi tekist að draga fram
marga kosti þess að þýða ljóð á nýtt tungumál. I ritinu koma margir önd-
vegisþýðendur fram og er það von okkar að flestar eða allar þýðingarnar
nái að laða fram ást lesenda á ljóðum, en það er vafalaust tilgangur allra
þýðenda fagurbókmennta, svo notað sé flokkunarheiti frá Rithöfunda-
sambandinu.
Ritstjórum þykir nauðsynlegt að benda á að einn erlendu höfundanna er
svo mikill Islandsvinur að hann hefur leyft Jóni d Bœgisá að frumbirta
nokkur ljóða sinna sem urðu til vegna komu hans til Islands. Er þarna á
ferðinni Manfred Peter Hein með ljóðin „Blackbox der Geister", „Ein
Spiel ein Steinwurf1 og „Uberm Meer der Gehángte". Vegna þess að um
frumbirtingu er að ræða var ákveðið að birta þessi ljóð bæði á frummáli
(þýsku) og í íslenskri þýðingu, sem Gauti Kristmannsson annaðist.
Ritstjórar vilja þakka aðstoðarmanni sínum, Torfa Leóssyni, fyrir vel unn-
in störf við að slá inn þýðingarnar og halda utan um nöfn höfunda og
þýðenda.
Garðar Baldvinsson og Gauti Kristmannsson
L
á .JSayriiá - Menninga(r)miðlun f ljóði og verki
5