Jón á Bægisá


Jón á Bægisá - 30.09.2004, Page 7

Jón á Bægisá - 30.09.2004, Page 7
Ritstjórar hafa orðið mönnum. Hátíðin hélt síðan áfram með vinnustofum þar sem fyrirlesarar og almennir þátttakendur voru leiddir saman til að sinna hugðarefnum sínum á Borgarbókasafninu sem á mikla þökk skilda fyrir framtak sitt. Má segja að þátttakendur á vinnustofum hafi auðgað þýðingamátt sinn með samvinnu við fólk af ýmsum sviðum þýðingageira heimsins. Fluttu sumir fyrirlesarar stuttar tölur og í öðrum stofum unnu menn að þýðingum ákveðinna verka. Hefur árangur sumra þegar komið fyrir almennings- sjónir. Hér á eftir fara helstu fyrirlestrar og mörg þeirra ljóða sem þóttu fram- bærilegust af þýðingum. Verður að segja að árangur sé framúrskarandi því slíkt safn afbragðsþýðinga er sjaldgæft, hvort heldur er á Islandi eða annars staðar. Ljóðaþýðingar eru auðvitað margvíslegum vandkvæðum háðar, sem óþarfi er að tíunda hér, og geta ólíkar þýðingar sama ljóðs verið mikið rann- sóknarefni, en ekki síður tilefni til að skoða eigindir tungumálsins jafnt sem eðli ljóðlistarinnar. í síðasta hefti Jóns d Bœgisd voru birtar þrjár þýð- ingar sama ljóðs og sást vel að hver og ein hafði margt sér til ágætis þótt þær væru mjög ólíkar og drægju fram mismunandi stemmningar. Sú forna spurning hvenær þýðing túlki efni eða form birtist þar í nýju ljósi. Þær þýðingar sem hér eru prentaðar sýna mörg öndvegisskáld, bæði heims- bókmenntanna og íslenskra bókmennta, í þýðingum, á eða af íslensku. Það er von okkar gestaritstjóra Jóns d Btzgisá að nú hafi tekist að draga fram marga kosti þess að þýða ljóð á nýtt tungumál. I ritinu koma margir önd- vegisþýðendur fram og er það von okkar að flestar eða allar þýðingarnar nái að laða fram ást lesenda á ljóðum, en það er vafalaust tilgangur allra þýðenda fagurbókmennta, svo notað sé flokkunarheiti frá Rithöfunda- sambandinu. Ritstjórum þykir nauðsynlegt að benda á að einn erlendu höfundanna er svo mikill Islandsvinur að hann hefur leyft Jóni d Bœgisá að frumbirta nokkur ljóða sinna sem urðu til vegna komu hans til Islands. Er þarna á ferðinni Manfred Peter Hein með ljóðin „Blackbox der Geister", „Ein Spiel ein Steinwurf1 og „Uberm Meer der Gehángte". Vegna þess að um frumbirtingu er að ræða var ákveðið að birta þessi ljóð bæði á frummáli (þýsku) og í íslenskri þýðingu, sem Gauti Kristmannsson annaðist. Ritstjórar vilja þakka aðstoðarmanni sínum, Torfa Leóssyni, fyrir vel unn- in störf við að slá inn þýðingarnar og halda utan um nöfn höfunda og þýðenda. Garðar Baldvinsson og Gauti Kristmannsson L á .JSayriiá - Menninga(r)miðlun f ljóði og verki 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.