Jón á Bægisá


Jón á Bægisá - 30.09.2004, Side 54

Jón á Bægisá - 30.09.2004, Side 54
John Corbett myndir Pikta: Voru þeir keltneskir (og írskir og í rauninni kaþólskir) eða germanskir (og mótmælendatrúar í eðli sínu). Það er freistandi að sjá í þessum samslungnu sænsku og skosku línum í þýðingum Roberts Jamie- son eins konar tvöfalda málhvirfingu sem bindur skosku erfðafræðilega við hið skandinavíska norður og fjarlægir okkur óbeint hinum keltneska öðrum. Það hafa ekki verið gerðar margar þýðingar úr gelísku yfir á skosku en þær fáu sem til eru (eins og útgáfa Douglas Young á Sorley MacLean) má sjá sem endursköpun hugmyndafræðilegra bandalaga — að þessu sinni til að festa í sessi keltneska sjálfsmynd Skotlands, eða að minnsta kosti að binda Hálendinga og Láglendinga bræðraböndum. Önnur bandalög koma einnig til greina. Þýðingar Hughs MacDiarmid á texta Aleksanders Blok í The Drunk Man Looks at the Thistle sýna þessa þrá til að binda skoska ljóðlist við það sem hann taldi móderníska bylt- ingarmenningu kommúnista í Rússlandi þótt raunverulegar þýðingar eftir-byltingarverka þyrftu að bíða þar til Sydney Goodsir Smith þýddi „TheTwal“ eftir Blok, eða jafnvel þangað til Edwin Morgan þýddi „Wi the Haill Voice“ eftir Mayakovský yfir á gáskafulla skosku. I skoskri leiklist, einkum á áttunda og fram á tíunda áratuginn, leituðust rithöfundar við að tengja Skotland með þýðingum við upprunamenningar með svipað hugarfar: Þýddur titill hins róttæka ítalska höfundar, Darios Fo, Non si paga, non sipaga („Can’t Pay, Won’t Pay“ [Við borgum ekki, við borgum ekki\), varð slagorð þeirra sem börðust gegn sköttum á níunda áratugnum og leikskáldið Michel Tremblay frá Québec er orðinn einn afkastamesti rit- höfundur á skoska tungu síðustu tuttugu ára, þökk sé afbragðsþýðingum Bills Findlay og Martins Bowman. Nýting þýðinga til að leita bandamanna annars staðar felur svo aftur í sér skotspóninn og örina, bæði skilning og endurskilgreiningu á uppruna- menningunni og gestgjafamenningunni. Québec-fylki í Kanada verður einkum og sér í lagi spegill sem hægt er að sýna skoskt samfélag í: Tragi- kómedíur Tremblays virðast sýna að sú pólitík á sviði kynferðis, þjóðernis, trúarbragða og innanríkismála sem einkennir skoska menningu, er hvorki einstök né einstrengingsleg heldur sú að við eigum okkur sömu timbur- menn og aðrar menningar. Sá annarlegi er heimfærður að vissu marki á ný en þó er útlenskunin næg til að tryggja að sjálfið verður framandi. Þótt Findlay og Bowman skrifi gjarnan á nokkuð íhaldssamri leiksviðsskosku halda þeir hinu persónulega jafnt sem staðanöfnum hjá persónum Find- lays - þeir forðast algera heimfærslu og minna áhorfendur sína stöðugt á að þessir mjög svo kunnuglegu atburðir eigi sér stað í frönskumælandi Kanada en ekki á Skotlandi. Þegar jaðarmenning þýðir úr ríkjandi menningu getur hún tekið virð- inguna að láni, sé þýðingin vísvitandi skapandi eyðing. Þegar jaðarmenn- 52- á Æay/há — Tímarit þýðf.nda nr. 8 / 2004
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.