Jón á Bægisá - 30.09.2004, Page 48
John Corbett
The black dot teases you.
Until you understand the arrow
that stands there trembling:
here too is a mid-point.
Ég þekki reyndar ekki frumgerð ljóðsins svo ég get ekkert sagt um ná-
kvæmni Fultons við að finna jafngildi í ensku við norska textann. Engu að
síður get ég sett fram almennar hugleiðingar um lokagerðina.
I fyrsta lagi er hún skrifuð á venjulegri staðalensku, á tiltölulega óform-
legu málsniði sem gefur til kynna hversdagslega minningu sem verður að
eins konar zenísku spakmæli. I ljósi ljóðlistar milli menninga mætti túlka
þetta svo að maður skilji ekki það sem svo klaufalega nefnist „mark“-
menning fyrr en þú skilur það sem þú leggur til hennar: „örina“ sem skotið
er frá „heima“-menningunni og stendur þarna „titrandi“ og varnarlaus,
nákvæmlega þar sem menningarnar mætast. Spakmælið mælist til sjálfs-
hugleiðinga og samræðna.
Þýðingin ber þó engin merki um uppruna sinn. Að formi og efni gæti
þetta verið frumsamið ljóð á ensku. I bókum sínum eins og The Trans-
lator’s Invisibility og The Scandals of Translation6 lítur Lawrence Venuti,
svo sem frægt er orðið, á hina löngu hefð fyrir þýðingum á lipra
staðalensku sem eina gerð bókmenntalegrar heimsvaldastefnu: Óseðjandi
enskumælandi menning nærist á veikri jaðarmenningu og tekur
bókmenntir hennar upp í ríkjandi hefðarveldi sitt. Á þennan hátt er allt
eins líklegt að Hauge (og örugglega hið mikla gelíska skáld, Sorley Mac-
Lean) sé miklu meira lesinn á ensku en á upphaflega málinu. Ensku-
mælandi menning auðgast við það að taka upp ljóðlist á jaðarmálinu með
þýðingum; jaðarmálið fær hins vegar litla vegsemd fyrir vikið. Hið „annar-
lega“ verður undir í þessari „heimfærslu“, þessari þýðingu á staðalafbrigði
af heimsmáli.
Svo er það einnig hneyksli að í bókmenntum er í raun mun minna þýtt
á ensku en af ensku. Það er næsta auðvelt að ná sér í eintak af La Terra
Desolata eftir T.S. Eliot í ítalskri bókabúð; það er mun erfiðara að finna
lykilverk eftir nútíma skáld frá Noregi, Islandi, Króatíu eða Finnlandi í
breskri bókabúð.
Einstakar þýðingar eru sem sagt hugsanlega lofsverðar. En líklega eru
þær samt í valdavenslum þar sem enskumælandi menningin (a) tekur upp
ljóðlist frá jaðarmenningu með þýðingu yfir á staðalensku og (b) kaffærir
jaðarmenninguna með þýðingum úr ensku en þiggur ósköp lítið til baka.
6 Lawrence Venuti (1995). The Translator’s Invisibility: A History ofTranslation. London:
Routledge; Lawrence Venuti, (1998). The Scandals ofTranslation. London: Routledge.
46
á Tffiayreiiá - Tímarit týðenda nr. 8 / 2004