Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Blaðsíða 10
10 Fréttir 13. febrúar Í umræðum á Alþingi hafna Hanna Birna og Bjarni Benediktsson því að ráðuneytið sæti sakamálarannsókn. Sú reyndist hins vegar vera raunin. Áramótablað 30. desember 2014 n Ljótur pólitískur leikur endaði með afsögn n Lekamálið gert upp Lygar og LaumuspiL 2013 Minnisblaði um Tony Omos, sem inniheldur persónuupplýsingar um hann og fleiri nafngreinda einstaklinga, er lekið úr innanríkisráðuneytinu til fjölmiðla. Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, og aðstoðarmenn hennar, þau Þórey Vilhjálmsdóttir og Gísli Freyr Valdórsson, þvertaka fyrir að gögnunum hafi verið lekið úr ráðuneytinu. Hanna Birna endurtekur slíkar skýringar á Alþingi sem og fyrir stjórn- skipunar- og eftirlitsnefnd. Þá bendlar hún Rauða krossinn við lekann og skammast í þingmönnum sem spyrjast fyrir um málið. 10. janúar DV greinir frá því að ráðherra og starfsmenn innanríkisráðuneytisins hafi verið kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars fyrir ærumeiðingar, brot á þagnarskyldu og ranglæti við úrlausn máls. Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarkona Hönnu Birnu, heldur því fram að ráðherra hafi ekki verið kærður til lögreglu þvert á orð lögreglu og lögmanns. 11. janúar Reykjavík Vikublað greinir frá því á forsíðu að ríkissak- sóknari hafi óskað eftir upplýsingum úr innanrík- isráðuneytinu vegna lekamáls- ins. Í svari Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn DV kemur fram að fyrirspurnin hafi verið send 10. desember. 12. janúar Innanríkisráðuneytið birtir tilkynningu þar sem fullyrt er að „athugun ráðu- neytisins og rekstrarfélags Stjórn- arráðsins staðfesti að trúnaðargögn vegna umrædds máls hafa einungis farið til þeirra aðila sem samkvæmt lögum eiga rétt á þeim“. 17. janúar Þórey situr fyrir svörum í morgun- útvarpi Rásar 2. Hún segir að það sé „raunverulega búið að taka fyrir það að þessi gögn hafi farið, eða einhver gögn er varða þessa hælisleitendur hafi farið úr gögnum ráðuneytis- ins“. Hún vísar til sömu athugunar ráðuneytisins og rekstrarfélags Stjórnarráðsins. 31. janúar Embætti ríkissaksóknara fer fram á frek- ari upplýsingar frá innanríkisráðuneytinu vegna lekamálsins. 7. febrúar Ríkissaksóknari mælir fyrir um lögreglu- rannsókn á innanríkisráðuneytinu og starfsmönnum þess. Hanna Birna segist ekki ætla að víkja meðan rannsóknin fer fram. 21. febrúar DV fjallar um áhyggjur sem lögreglumenn hafa af þeirri stöðu sem upp er komin. Bróðir og mágur Hönnu Birnu starfa hjá lögreglunni og er ráðherrann æðsti yfir- maður lögreglumála í landinu. 25. febrúar DV greinir frá því að minnisblaðið sé til á málaskrá innanríkisráðuneytisins og að örfáir starfsmenn ráðuneytisins hafi haft vitneskju um skjalið þegar því var lekið, meðal annars ráðherra og aðstoðarmenn. Jafnframt er greint frá því að setningu hafi verið skeytt aftan við skjalið áður en 365 miðlar fengu það í hendur. 26. febrúar Hanna Birna er gagnrýnd harðlega á Alþingi fyrir að skorast undan því að svara skriflegri fyrirspurn um lekamálið og skjalið sem barst úr ráðuneytinu. 20. janúar Innanríkisráðuneytið svarar fyrirspurn ríkissaksóknara á miðnætti þann 20. janúar, eða sex vikum eftir að hún var lögð fram. 27. janúar Framkvæmdastjóri rekstrarfélags Stjórnarráðsins neitar að staðfesta hvort nokkur athugun á vegum félagsins hafi farið fram. Sama dag fer fram sérstök umræða um málið á Alþingi þar sem ráðherra heldur reiðilestur yfir þingheimi og fullyrðir að ekkert bendi til þess að trúnaðargögn hafi verið send aðilum sem ekki eigi rétt á þeim. Jafnframt segir hún að skjalið sem fjölmiðlar hafi vitnað til sé „ekki sambærilegt við nein gögn í ráðuneytinu.“ Tímalína lekamálsins johannp@dv.is / jonbjarki@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.