Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Blaðsíða 56
56 Lífsstíll Áramótablað 30. desember 2014 Þ að var ekkert lát á upp- finningasemi þetta árið og tækninýjungarnar, eða endurbæturnar mátti finna á hverju strái. DV leitaði á snoðir hins alvitra internets og tók saman nokkrar uppfinningar sem féllu í grýttan jarðveg. Fire-síminn Amazon hugðist fylgja eftir óstöðv- andi vinsældum lestölvanna Kindle og Kindle Fire og sendi frá sér snjall- síma á árinu. Við tók rándýr kynn- ingarherferð sem fór þó ekki bet- ur en svo að síminn náði sjaldan meira en einnar stjörnu dómum frá græjurýnum. Það sem þótti einna helst vera vandamál var stuttur líf- tími rafhlöðunnar auk þess sem tæk- ið á það til að ofhitna eftir örstutta notkun. Enginn var hrifinn og end- ar tækið því í raftækjakirkjugörðum eftir árið. Mother Lítill krúttlegur róbóti sem minnir þig á að bursta tennurnar, borða kál- ið þitt og skipta um sokka. Fyrirtæk- inu Sen.se gekk eflaust gott eitt til þegar ráðist var í framkvæmd þessar- ar furðuveru sem var auðvitað nefnd „Mamma.“ Lífið er erfitt án skipulags og með gervigreindarmömmu við höndina ættu þér að vera allir vegir færir, eða ekki. Tækið skrásetur daglega hegð- un þína nákvæmlega með hjálp hreyfiskynjara sem festur er við heimilistæki og aðrar nauðsynjar og lætur þig vita hvenær hegðun þín er komin úr fyrir ákveðin mörk. Fyrir fólk sem er einmana og hræðist ekki NSA er þetta kannski í lagi en okkur þykir þetta bara „krípí.“ Threwgrip-lyklaborðið Þetta óvenjulega lyklaborð vakti nokkra athygli fyrir framúrstefnu- lega lögun sem minnir einna helst á harmóniku. En til þess er leikurinn gerður, borðið var hannað með fingrasetningu harmónikuleikara í huga og getu þeirra við að spila á takkaborðið eftir tilfinningu. Borðið tengist Bluetooth og hengir sig við símann þinn eða spjaldtölvuna og með því vildu framleiðendurn- ir meina að þér væru allir vegir vél- ritunar færir, og meira. Það dugði þó ekki til. Name Tag-smáforritið Hvar á maður að byrja? Snillingarn- ir á bak við þetta Google Glass-smá- forrit héldu því fram að fólk kærði sig um hnýsni náungans. Name Tag virkar þannig að manneskja með Google Glass, tekur af þér andlits- mynd hvar sem henni dettur í hug. Hvort sem það er úti á götu eða inn- andyra og getur svo tengt andlitið á þér við internet sjálfið þitt; með þessu fær hún upp Facebook-reikn- inginn þinn og í raun allar upplýs- ingar sem viðkomandi vill og finn- ast af þér á netinu. Þetta hugsuðu hönnuðirnir svona sem fyrirmynd- ar stefnumótasmáforrit, eða leið til þess að kynnast nánar. Já, kannski ef þú ert eltihrellir. Tao Well Shell Þessi skrítna litla skjaldbökuskel átti að geta hjálpað þér við æfinga- prógrammið. Þú einfaldlega setur hana á milli læranna og kreistir af alefli, eins oft og þér þykir nauðsyn. Litla skjaldbakan reiknar svo út fyr- ir þig upplýsingar um þitt eigið afl og sendir í snjallsímann þinn í þar til gert forrit. Hvað þú átt svo að gera við þessar upplýsingar er hins vegar ekki alveg ljóst svo þessi fer rakleiðis á uppfinningaruslahaugana. Ipad-skurðar- brettið og Ipad-kló- settrúllustandurinn Þetta slitsterka bambusskurðarbretti er bara nokkuð falleg hönnun. Á því er standur fyrir hnífana þína og, eins og nafnið gefur til kynna, líka Ipad-spjald- tölvuna. Spurningin er hins vegar; hvenær þarf maður að horfa á spjald- tölvuna á meðan maður sker lauk? Fá- ránleg hugmynd og allt of dýrt spaug. Þá fer klósettrúllustandurinn sömuleið- is á haugana. Í alvöru, hver þarf þetta? iTOi Periscope Einhverjir uppfinningamenn voru leiðir á því að geta ekki horft al- mennilega í augu vina sinna á Skype. Þeir hönnuðu því þessa gríðarsmíð sem átti að gera tölvusamskiptin nánari og augnsambandið raun- verulegra. Það sem þeir klikkuðu þó á var að græjan, sem er eins og eitt- hvað sem augnlæknirinn þinn set- ur þig í, er asnaleg og afar ópraktísk í útliti. Intel Smart-bollinn Þetta er fyrir þau sem vilja snjall- væða heiminn. Þessi bolli gerir fátt annað en venjulegur bolli fyrir utan að á hann má prógramma skilaboð sem birtast í LED-ljósi framan á. Það er alveg smá krúttlegt en það getur þó valdið magasári að þurfa í sífellu að hafa áhyggjur af því að einhver setji hann í uppþvottavélina. ChefJet-sykurprentarinn Það hefur orðið sveifla á þrívíddar- prentaramarkaðinum undanfarin tvö/þrjú ár. Nú erum við að horfa fram á líffæraprentara, vopna- prentara og hvað eina. En hvers vegna ekki matarprentara? Nú þegar hafa nokkrir matarprentarar ruðst fram á sjónarsviðið og hug- myndin, skulum við viðurkenna, er heillandi. Í stað þess að þurfa að fylgja uppskriftum má skella þeim í prentarann og voila! út kemur maturinn. ChefJet-prent- arinn þykir af mörgum skara fram úr fyrir nákvæmni en vandinn er að hann prentar aðeins úr sykri. Hvenær þarf maður einhvern tím- ann listilega skrautskorna sykur- skúlptúra? n n Það má deila um notagildi flestra nútímahluta n Við tókum saman þennan lista tíu furðuverka Tíu furðulegustu uppfinningar ársins Mother róbótinn Minnir þig á að bursta tennurnar. iTOi Periscope Raunverulegra augn- samband. ChefJet-sykurprent- arinn Listilega skraut- skornir sykurskúlptúrar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.