Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Blaðsíða 17
Áramótablað 30. desember 2014 Fréttir 17 Brátt fer daginn að lengja á ný og við fögnum birtunni sem fylgir hækkandi sól. Við hjá RARIK viljum þakka ykkur fyrir viðskiptin á árinu sem nú er senn liðið og sendum bestu óskir um gleðileg jól og heillarríkt komandi ár. Getur þú hugsað þér daglegt líf án rafmagns? 12 ára kveikti í Rimaskóla 29. apríl Það var tólf ára drengur sem var að fikta með eld sem kveikti bál í Rimaskóla þann 28. apríl sl. Færanlegar kennslustofur brunnu til kaldra kola en sem betur fer voru þær mannlausar og höfðu ekki verið í notkun um nokkurt skeið. Engan sakaði. Vann 84,5 milljónir 6. maí Einstæð móðir sem er 75 prósent öryrki eftir slys reyndist eiga báða vinningsmiðana í lottóinu eitt laugardagskvöld í byrjun maí. Sam­ tals hreppti hún því 84,5 milljónir í sinn hlut. Hún ku hafa haldið fyrir andlitið þegar starfsmenn Íslenskr­ ar getspár sögðu henni frá vinn­ ingnum, svo mikið kom á hana við fréttirnar. Kári safnar sýnum 8. maí Íslensk erfða­ greining sendi út tól til sýnatöku til valins úrtaks Ís­ lendinga og bauð Landsbjörg, Lands­ sambandi íslenskra björgunarsveita, að nýta verkefnið til fjáröflunar. Fyrir hvert sýni sem björgunarsveitarmenn sóttu fékk Landsbjörg greiðslu. Sýnatakan var afar umdeild og voru ekki allir á eitt sáttir um siðfræðileg álitaefni sem tengdust söfnuninni. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, stóð keikur og sagði sýnin vera samanburðarsýni fyrir gagnagrunn fyrirtækisins. Netníðingar óska eftir nauðg- unarmyndbandi 14. maí Myndband sem talið var sýna sext­ án ára stúlku beitta kynferðisofbeldi fór í dreifingu á vefnum. Á síðu þar sem netníð­ ingar óska eftir nektar­ myndum og hefndarklámi var óskað eftir myndbandinu og veltu níðingarnir fyrir sér hvernig mætti nálgast það. Skrifuðu undir 20. maí Grunnskólakennar­ ar skrifuðu undir nýjan kjara­ samning eftir verkfallsaðgerðir sem fólu í sér vinnustöðvun. Hallbjörn dæmdur 20. maí Hall­ björn Hjartarson, 79 ára tónlistar­ maður, var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðis­ brot gegn tveimur barnabörnum sínum. Dómari málsins kvað á um sérstaka refsiþyngingu vegna bréfs sem Hallbjörn skrifaði til annars brotaþola og dóttur sinnar þar sem hann reyndi að koma sökinni yfir á barnabarn sitt. Hjúkrunar- fræðingur ákærður 22. maí Ríkis­ saksóknari birti ákæru á hendur hjúkr­ unarfræðingi og Landspítala. Eru hjúkrunarfræðingur og Landspít­ ali ákærðir fyrir manndráp af gá­ leysi og hjúkrunarfræðingurinn að auki ákærður fyrir brot á hjúkr­ unarlögum með því að hafa í starfi sínu á kvöldvakt, sem hann vann í beinu framhaldi af dagvakt, á gjör­ gæsludeild Landspítala við Hring­ braut hinn 3. október 2012, láðst að tæma loft úr kraga barkaraufar­ rennu þegar hann tók sjúkling úr öndunarvél og setti talventil á bark­ araufarrennuna. Aðalmeðferð máls­ ins mun fara fram á næsta ári. „Við förum ekkert að sofa“ 1. júní Hún gekk afskap­ lega illa taln­ ing atkvæða í Reykjavík eftir borgarstjórnar­ kosningarnar. Það voru um 40 atkvæði sem erfiðlega gekk að gera grein fyr­ ir og komu niðurstöðurnar ekki fyrr en undir morgun daginn eftir. Sveinbjörg vill ekki að múslimar fái lóð Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir greindi frá því að hún vildi að lóð, sem Félagi múslima var úthlutað, yrði skilað. Vildi hún að lóðaúthlutunin yrði afturkölluð. „[...] fólkið í borginni, borgarbúar í Reykjavík, hafi um þetta mál að segja,“ sagði Sveinbjörg. Málið dró mikinn dilk á eftir sér og segja má að það hafi verið mál málanna í borgarstjórnar- kosningabaráttunni. Sveinbjörg þakkaði síðar kosningasigri Framsóknar og flugvallavina þessum ummælum. 23. maí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.