Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Blaðsíða 28
Áramótablað 30. desember 201428 Fréttir Fylgiskreppa Framsóknar og slök kosningaþátttaka Stjórnmálafræðingarnir Grétar Þór Eyþórsson og Svanur Kristjánsson fjalla um stjórnmál ársins 2014 Á stjórnmálasviðinu var árið 2014 ár mikilla svipt­ inga í landsmálunum og ár sveitarstjórnarkosninga, þar sem kjörsókn var lé­ legri en oftast áður. Árið var líka ár skuldaleiðréttingarinnar, átaka um aðildarumsókn að ESB, leka úr ráðuneyti og afsögn ráðherra, mat­ arskatts, fjármagnshafta og ár mik­ illa hremminga heilbrigðisþjón­ ustunnar og niðurskurðar á ýmsum sviðum svo stiklað sé á stóru. DV bað tvo stjórnmálafræðipró­ fessora, þá Grétar Þór Eyþórsson og Svan Kristjánsson, um að líta yfir farinn veg á árinu hér í upphafi ágrips um helstu stjórnmálavið­ burði ársins. Fylgiskreppa Framsóknarflokks „Eitt sjónarhorn á stjórnmálin á ár­ inu sem er að líða er að reyna að lesa í fylgi flokkanna í könnunum og svo úrslit sveitarstjórnarkosn­ inganna í lok maí,“ segir Grétar Þór Eyþórsson. „Ef við lítum fyrst á fylgiskannanir yfir allt árið blasir við að Framsóknarflokkurinn nær ekki flugi og heldur ekki eftir að kynnt var niðurfærsla skulda heimilanna síðla ársins. Fylgi flokksins hreyfist í kring um 11 prósent. Kannanir sýna að um helmingur þjóðarinnar er ánægður með skuldaniðurfærsl­ una en einhvern veginn er sem fólk tengi hana ekki við Framsóknar­ flokkinn. Þetta er þó það mál sem vann honum fylgi í þingkosningun­ um 2013. Þegar kom að þeim tíma­ punkti að heimilin fengu niður­ stöður leiðréttingarinnar í hendur hafði það engin áhrif. Fyrirfram hefði mátt halda að úrvinnsla máls­ ins hefði komið flokknum til góða. Á sama tíma heldur Sjálfstæðis­ flokkurinn stöðugu fylgi á bilinu 25 til 28 prósent og ekki er að sjá sér­ stakar breytingar þar. Lekamálið hafði engin áhrif á fylgi Sjálfstæð­ isflokksins hvorki fyrir né eftir af­ sögn innanríkisráðherra. Veikari staða ríkisstjórnarinnar skrifast því á Framsóknarflokkinn. En Sjálfstæðis­ flokkurinn nær sér heldur ekki upp úr liðlega fjórðungsfylgi sem hann hefur haft eftir hrun. Maður gæti sagt að öðruvísi mér áður brá. Um sveitarstjórnarkosningarn­ ar í lok maí má segja að Samfylk­ ingin náði góðri kosningu í Reykja­ vík og líklega er þar um að ræða æði persónulegan sigur Dags B. Egg­ ertssonar. Engin stór tíðindi voru í sveitarstjórnarkosningunum, en þó má segja að Björt framtíð hafi fest sig í sessi sem stjórnmálaafl með því að koma víða inn bæjarfulltrú­ um. Ég held ég muni það rétt að flokkurinn hafi alls fengið 11 full­ trúa kjörna sem er auðvitað ákveðin kjölfesta fyrir flokksstarf.“ Slök kosningaþátttaka áhyggjuefni „Athyglisvert við sveitarstjórnar­ kosningarnar var að kosningaþátt­ taka, einkum ungs fólks, var mjög lítil. Það er svolítið þversagnar­ kennt,“ segir Svanur Kristjáns­ son. „Samfélagsmiðlarnir hafa að mörgu leyti aukið umræðu og sjálf­ sagt skrifar ungt fólk meira en áður og tjáir sig um alls konar mál. Ég gef ekki mikið fyrir það að umræðan á samfélagsmiðlunum sé lágkúru­ leg og illa upplýst. Ég minni á um­ ræðu í dagblöðum á Íslandi fyrr og síðar. En það vekur vissar áhyggjur að einkum ungt fólk skuli láta sér nægja þátttaka í umræðu á samfé­ lagsmiðlunum. Það er eins og ein­ hver sagði, að láta „læka“ koma í staðinn fyrir að „kjósa“. Þannig er þetta ekki. Það að „læka“ hefur ekki áhrif á valdakerfið en það hafa kosningar.“ Nýjar áherslur Svanur lét til sín taka í kosningabar­ áttunni í Reykjavík sem kosninga­ stjóri Pírata. Eftir kosningarnar í lok maí var myndaður meirihluti Sam­ fylkingar, Bjartrar framtíðar, VG og Pírata Í Reykjavík. Þar voru með­ al annars lýðræðismál og gagnsæi sett á oddinn í stefnuyfirlýsingu. „Ég man ekki eftir öðrum hliðstæðum um að setja slík mál í forgang. For­ málinn að stefnuskrá þessara flokka er mjög samhljóða formálanum að breytingunum á stjórnarskránni sem þjóðin samþykkti á sínum tíma. Þessar áherslur eru líka áberandi í Hafnarfirði, í Kópavogi, Horna­ firði og á Ísafirði þar sem kominn er meirihluti andstæðinga kvótakerfis­ ins. Þetta undirstrikar að lýðræðið er ekki bara hægri­ og vinstrimál. Þarna eru sem sagt mismunandi samsettir meirihlutar sem leggja áherslu á lýð­ ræðismálefni og gagnsæi.“ Ill meðferð valdsins „Þessi þróun finnst mér vera í mót­ sögn við það sem er að gerast í stjórnmálum á landsvísu,“ segir Svanur. „Ég ætla að fullyrða að nú sé við völd versta ríkisstjórn í sögu lýð­ veldisins að því er varðar meðferð valdsins. Það birtist meðal annars í lekamáli innanríkisráðherrans sem varð að segja af sér. Auk þess var að­ stoðarmaður ráðherra dæmdur fyr­ ir að vega að réttindum manns sem leitaði á náðir okkar Íslendinga. Það var enginn sem tók ábyrgð á því. Forsætisráðherrann talaði um inn­ anríkisráðherrann sem fórnarlamb. Fyrirhugaður flutningur á Fiski­ stofu var með eindæmum rudda­ legur með hliðsjón af meðferð valds og góðrar stjórnsýslu. Svo undir lok ársins leggur nefnd til að fjöldi ríkis stofnana verði fluttur í eitt kjör­ dæmi. Þar er engin hugsun og engir kostnaðarútreikningar heldur að­ eins lagt til að efla skuli skagfirska efnahagssvæðið. Nefna má yfirlýs­ ingu forsætisráðherra um að flytja hvalbein til Húsavíkur og það er ekki einu sinni til húsakostur fyr­ ir þau. Menningarstyrkjum var út­ hlutað á grundvelli SMS­skilaboða sem forsætisráðherrann gerði líka. Þetta er ill meðferð valdsins. Sá sem staðið hefur sig nokkuð í stykkinu og tekið ábyrgð er Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæð­ isflokksins. En samt má minnast ummæla Geirs H. Haarde í rann­ sóknarskýrslu Alþingis um ríkis­ stjórnarmyndunina 2003. Þá voru sjálfstæðismenn sannfærðir um að kosningaloforð Framsóknarflokks­ ins um 90 prósenta húsnæðislán hefðu verið rugl en menn hefðu kyngt því til að komast í ríkisstjórn. Það er auðvitað ábyrgðarlaust að gangast inn á efnahagsaðgerð­ ir sem menn hafa enga sannfær­ ingu fyrir. Vilhjálmur Bjarnason lét þau orð falla um tillögur nefnd­ ar um flutning stofnana til Norður­ lands vestra að þetta væri einhver skemmtinefnd á vegum Þórólfs Gíslasonar, kaupfélagsstjóra á Sauðárkróki. Stjórnvöld lækkuðu líka veiðigjöld útgerðanna, eins og á HB Granda, sem var með fimmt­ ung veltu í hagnað. Ég held að fátt hafi grafið meira undan ríkisstjórn­ inni en þessi purkunarlausa þjónk­ un, sérstaklega eftir að afkomutölur þessara fyrirtækja lágu fyrir.“ Æ brýnna að breyta stjórnarskránni „Ég hef djúpa sannfæringu fyrir því að það þurfi að breyta leikreglunum. Í stjórnarskránni er heimilað að láta atkvæðavægi muna allt að helmingi eftir kjördæmum. Við þetta hafa verið gerðar athugasemdir af al­ þjóðlegum eftirlitsstofnunum. Auk þess hef ég litið svo á að grunnur­ inn að deilunum um stjórnarskrána hafi verið auðlindaákvæðið. Það er alveg rétt áhersla hjá Pírötum að það á ekkert að ráðast í tæknilega útfærslu á fiskveiðstjórnunni fyrr en búið er að festa auðlindaákvæðið í stjórnarskrá. Eins var það gegn lýð­ ræðinu þegar ríkisstjórnin ætlaði að slíta viðræðunum við Evrópusam­ bandið þvert á loforð um að bera framhald málsins undir þjóðarat­ kvæði. Voru menn þar ekki áfram að þjóna skagfirska efnahagssvæð­ inu og hagsmunum útgerðarvalds­ ins? Það þarf að breyta leikreglun­ um og þetta var allt í tillögunum um breytingar á stjórnarskrá og þjóð­ in hafði samþykkt. Nú fara fram samtöl milli fólks að í forsetakosn­ ingunum 2016 verði lögð áhersla á að frambjóðendur, og sá sem kos­ inn verður, verði traustur liðsmaður breytinga á stjórnarskránni.“ n Jóhann Hauksson johannh@dv.is Grétar Þór Eyþórsson „Framsóknar- flokkurinn nær ekki flugi og heldur ekki eftir að kynnt var niðurfærsla skulda heimilanna síðla ársins.“ Svanur Kristjánsson „En það vekur viss- ar áhyggjur að einkum ungt fólk skuli láta sér nægja þátttaka í umræðu á samfélags- miðlunum. Það er eins og einhver sagði, að láta „læka“ koma í staðinn fyrir að „kjósa“.“ Leiðin til vinsælda er vandrötuð Í lok ársins 2014 hefur stuðningur við ríkisstjórnina fallið niður í 30 til 40 prósent sem fyrst og fremst má rekja til fylgishruns Framsóknarflokksins í könnunum. Sigurvegarinn Dagur B. Eggertsson þótti hafa unnið persónulegan sigur þegar talið var upp úr kjörkössunum í borgarstjórnar- kosningunum í lok maí. Samfylkingin hlaut nærri 32 prósent atkvæða og fimm menn kjörna af fimmtán í borgarstjórn. Að kjósa eða „læka“ Umræðan er ef til vill meiri og betri með tilkomu samfélagsmiðla en það dugar ekki þegar kemur að því að veita umboð til að fara með vald. Þá verða menn að fara í kjörklefann og kjósa segir Svanur Kristjánsson. MyNd SHuttErStocK „En Sjálfstæðis- flokkurinn nær sér heldur ekki upp úr liðlega fjórðungsfylgi sem hann hefur haft eftir hrun. „Það vekur vissar áhyggjur að einkum ungt fólk skuli láta sér nægja þátttaka í umræðu á samfélags- miðlunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.