Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Blaðsíða 11
Fréttir 11Áramótablað 30. desember 2014 2. maí Úrskurðir Hæstaréttar og héraðsdóms birtast á vef dómstólanna og staðfesta að ráðherra og aðstoðarmenn fullyrtu gegn betri vitund að engum trúnað- argögnum um hælisleitandann Tony Omos hefði verið lekið úr innanríkis- ráðuneytinu. Lögreglan telur einsýnt að skjalið hafi borist þaðan og að því hafi verið lekið til að sverta mannorð hælisleitandans. 6. maí Hart er sótt að Hönnu Birnu á Alþingi en hún segir málið vera ljótan pólitískan leik. „Ég hef aldrei logið að þingheimi,“ segir ráðherrann. 18. júní Upplýsingar úr úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur og Hæstaréttar varpa enn frekara ljósi á málið. Fjallað er um „starfsmann b“ sem er með réttarstöðu grunaðs manns, en ráðuneytið tekur til varna fyrir hann á vef sínum og gagnrýn- ir málatilbúnað lögreglu harðlega. 20. júní DV greinir frá því að báðir aðstoðarmenn ráðherra séu með réttarstöðu grunaðs manns. Ranglega er fullyrt í DV að Þórey Vilhjálmsdóttir sé sá starfsmaður ráðu- neytisins sem kallaður er „starfsmaður b“ í greinargerð lögreglu, en á hádegi er þetta leiðrétt og upplýst að Gísli Freyr, hinn aðstoðarmaðurinn, sé maðurinn. 1. júlí DV greinir frá því að Hanna Birna hafi skammað undirmenn sína á starfs- mannafundi þar sem lekamálið bar á góma. Hafi hún kallað eftir meiri liðsanda og sett út á að starfsmenn væru „með fýlusvip“. 3. júlí Katrín Oddsdóttir, lögmaður Evelyn Glory Joseph, gagnrýnir innanríkisráðu- neytið harðlega vegna tilkynningar sem birtist á vef þess nokkru áður. Þar var Evelyn ranglega sögð „eftirlýst“. Í kjölfarið breytir innanríkisráðuneytið tilkynningu sinni en biður Evelyn ekki afsökunar. 24. júlí Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglu- stjóri á Suðurnesjum, er færð til að frumkvæði Hönnu Birnu og skipuð lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu án auglýsingar. 29. júlí DV greinir frá því að Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafi hætt störfum eftir stöðugan þrýsting og afskipti Hönnu Birnu af störfum lögreglunnar í tengslum við lekamálið. Sigurður Líndal lagapró- fessor segir réttast að Hanna Birna víki. 30. júlí Umboðsmaður Alþingis ræðir við ríkissaksóknara og lögreglustjórann um málið. Í kjölfarið sendir hann Hönnu Birnu bréf og biður hana um upplýsingar um samskipti hennar við lögreglustjóra í tengslum við rannsókn lekamálsins. 1. ágúst Hanna Birna viðurkennir í svarbréfi til umboðsmanns Alþingis að hafa rætt við lögreglustjóra um rannsóknina. Hún gagnrýnir seinagang við rannsóknina en svarar ekki hvenær fundirnir með Stefáni hafi farið fram, hvert tilefni þeirra hafi verið og hver hafi átt frum- kvæði að þeim. 2. ágúst Stefán Eiríksson staðfestir opinberlega að Hanna Birna hafi gagnrýnt störf lögreglu við rannsókn innanríkisráðu- neytisins og að hann hafi komið þeirri gagnrýni á framfæri við ríkissak- sóknara. Valtýr Sigurðsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, segir síðustu forvöð fyrir Hönnu Birnu að víkja tímabundið úr ráðherraembætti. Í kvöldfréttatím- um RÚV og Stöðvar 2 segist Hanna Birna vera fórnarlamb „ljóts pólitísks leiks“. 3. ágúst Hanna Birna fullyrðir í viðtali á Sprengisandi að skjalið um nígerísku hælisleitendurna hafi „dúkkað upp“ á seinni stigum lekamálsins og ekki fundist þegar sett var af stað athugun í innanríkisráðuneytinu með hjálp rekstrarfélags Stjórnarráðsins. Á þessum tímapunkti hafði þegar komið fram í dómskjölum að Hönnu Birnu, að- stoðarmönnum hennar og ráðuneytis- stjóra barst skjalið í tölvupósti þann 19. nóvember. 6. ágúst Umboðsmaður Alþingis sendir Hönnu Birnu aftur bréf og ítrekar spurn- ingar sínar þar sem fyrri svör þóttu ekki fullnægjandi. Ráð- herra svaraði því til að mynda ekki hvenær fundir hennar og Stefáns fóru fram, hvert tilefni þeirra var og hver átti frumkvæði að þeim. 15. ágúst Ríkissaksóknari ákveður að gefa út ákæru á hendur Gísla Frey Valdórs- syni, þáverandi aðstoðarmanni Hönnu Birnu, fyrir að leka trúnaðarupplýs- ingum um nígeríska hælisleitendur til fjölmiðla. Hann segir ákæruna valda honum og hans nánustu „sárum von- brigðum“ enda hafi ítarleg rannsókn lögreglu ekkert leitt í ljós. Hanna Birna leysir Gísla Frey frá störfum og óskar þess að málefni dómstóla og ákæruvalds verði færð til annars ráð- herra í ríkisstjórn á meðan dómsmálið stendur yfir. 8. ágúst Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, segist í samtali við DV trúa Hönnu Birnu þótt orð hennar gangi í berhögg við það sem fram kom í dómskjölum lekamálsins. Þá viðurkenndi Bjarni að hann hefði ekki lesið dómskjölin. 16. ágúst Hanna Birna segist í samtali við Vísi trúa því að Gísli Freyr sé saklaus. „Það liggja engar sannanir fyrir um að hann hafi gert þetta,“ sagði ráðherra og bætti við að hún hefði „engar forsendur til annars“ en að trúa Gísla. 26. ágúst Umboðsmaður Alþingis hefur frumkvæðisathugun á samskiptum innanríkisráð- herra og lögreglustjóra. Í þriðja bréfi hans til Hönnu Birnu er vitnað til orða Stefáns Eiríkssonar um að ráðherra hafi „ýtt á eftir“ lögreglunni, sett á hana tímapressu, kvartað undan umfangi rannsóknarinnar, deilt á einstakar rannsóknarathafnir lögreglu, beðið um að flýta yfirheyrslum og lýst því yfir að rannsaka þyrfti rannsókn lögreglu og ríkissaksóknara. Sama dag tekur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson við dómsmálunum af Hönnu Birnu. 16. september Gísli Freyr lýsir yfir sakleysi sínu við þingfestingu dómsmálsins á hendur honum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Í greinargerð sinni gagnrýnir Gísli lögreglu og ákæruvald fyrir að hafa ekki rannsakað ferðir ræstingafólks og annarra. 1. október Munnlegur málflutningur um frávísunarkröfu Gísla Freys vegna lekamálsins fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. 9. október Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur, stefnir blaðamönnum DV og krefst ýtrustu refsingar fyrir að hafa ranglega kallað hana „starfsmann b“ í frétt sem birtist í DV þann 20. júní og var leiðrétt samdægurs. 10. október Frávísunarkröfu Gísla Freys er hafnað í Héraðs- dómi Reykjavíkur. 11. nóvember Aðalmeðferð í máli Embættis ríkissaksóknara gegn Gísla Frey er frestað eftir að ríkissaksóknari leggur fram ný gögn í málinu. Síðar um daginn játar Gísli Freyr á sig glæpinn og er leystur alfarið frá störfum. Hanna Birna fullyrðir að hún hafi ekki vitað um sekt hans fyrr en þennan dag. Gísli er gestur Kastljóssins um kvöldið og segist hafa verið einn að verki. 12. nóvember Aðalmeðferð í lekamálinu fer fram og vegna játningar Gísla eru engin vitni leidd fyrir dóminn. Saksóknari greinir frá því að Gísli hafi játað á sig glæpinn eftir að ný gögn komu fram sem vörpuðu ljósi á sekt hans. Þau gögn fundust í tölvu Gísla, en Hanna Birna hafði lagst sérstaklega gegn því að lögreglan tæki af honum tölvuna og rann- sakaði hana. Saksóknari veitir fjölmiðlum viðtal og segir ljóst að lekamálið hafi ekki verið „ljótur pólitískur leikur“. Þá hafi gagnrýni ráðherra á haldlagningu tölvunnar hans Gísla verið tilhæfulaus. 13. nóvember Lagt er blátt bann við því í innanríkisráðuneytinu að starfsmenn þess tali við fjölmiðla meðan upplýsingafulltrúi er í fríi. 17. nóvember Krafist er afsagnar ráðherra á fjölmennum kröfufundi á Austurvelli. 18. nóvember DV greinir frá því að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fyrr- verandi lögreglustjóri á Suðurnesjum og núverandi lögreglustjóri á höf- uðborgarsvæðinu, hafi átt í ítrekuðum samskiptum við Gísla Frey um málefni Tonys Omos þann 20. nóvember. Sigríður hafi hringt í hann úr óskráðum síma að morgni dags, hann hafi hringt til baka og fengið rannsóknargögn frá lögreglunni á Suðurnesjum send í tölvupósti. 19. nóvember Kastljós greinir frá því að Hanna Birna hafi kvartað undan aðför lögreglu þegar hún var yfirheyrð vegna leka- málsins. Fram kemur að athugun rekstrarfélags Stjórnarráðsins hafi hvorki verið ítarleg né umfangsmikil, en einungis hafi verið leitað í „subject“i tölvupósts með leitar- orðunum Tony Omos og Evelyn Glory Joseph. 20. nóvember DV og Kastljós greina frá því að framkvæmdastjóri rekstrarfélags Stjórnarráðsins hafi sent ráðuneytisstjóra tölvupóst og kvartað undan rangfærslum Þóreyjar Vilhjálmsdóttur um athugun rekstrarfélagsins. Þá hafi rekstrarfélagið boðist til að framkvæma ítarlegri rannsókn á lekanum í samráði við Persónuvernd en ráðuneytið ekki þegið það. Persónuvernd kallar eftir upplýsingum um samskipti Sigríðar Bjarkar og Gísla Freys. 21. nóvember Hanna Birna Kristjánsdóttir segir af sér sem innanríkisráðherra. Hún er sjötti ráðherra fullveldissögunnar sem víkur úr embætti vegna umdeildra embætt- isfærslna. 24. nóvember Greint er frá því að Hanna Birna sé farin í frí til útlanda. Þórey Vilhjálms- dóttir gerir slíkt hið sama. Stjórn Lögreglustjórafélagsins sendir út yfirlýsingu til varnar Sigríði Björk. 25. nóvember DV greinir frá því að Þórey og Gísli hafi tvisvar talað saman í síma að morgni dags þann 20. nóvember árið 2013. Þá hafi Þórey rætt við blaðamann 365 miðla en Gísli talað við fréttamann RÚV og ritstjóra Morgunblaðsins þennan sama morgun. Símasamskipti Þóreyjar og Gísla áttu sér stað um sama leyti og þau ræddu við fjölmiðla. Þannig þurfti Gísli til að mynda að slíta símtali við Þóreyju til að svara fréttamanni RÚV en Þórey svaraði blaðamanni 365 miðla tveimur sekúndum síðar. Allir þessir miðlar fengu minnisblað innanríkisráðuneyt- isins í hendur dagana 19. og/eða 20. nóvember. 28. nóvember DV greinir frá því að Hanna Birna hafi fengið sérmeðferð við rannsókn lekamálsins og símanotkun hennar hafi ekki verið rannsökuð. Vararíkis- saksóknari segir í tölvupósti til DV að rannsakendur hafi ekki viljað ganga nærri stöðu ráðherra. 2. desember DV greinir frá því að yfirlýsing Lög- reglustjórafélagsins til varnar Sigríði Björk hafi verið samin í vinnutölvu nánasta samstarfsmanns hennar til margra ára, Öldu Hrannar Jóhanns- dóttur, setts aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Alda Hrönn er ekki í stjórn Lögreglustjórafélags- ins. Hún og formaður félagsins gefa þá skýringu að stjórnin hafi fengið tölvuna lánaða. 3. desember Sigríður Björk afhendir Persónuvernd athugasemdir vegna beiðni um gögn er varða samskipti hennar við Gísla Frey. Þá sendir núverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum Persónuvernd greinar- gerð um rannsókn lögreglunnar á Tony Omos í tölvupósti þótt beðið hefði verið um að upplýsingarnar bærust í ábyrgðarpósti eða með boðsendingu. 4. desember Ólöf Nordal, lögfræðingur og fyrrverandi vara- formaður Sjálf- stæðisflokksins, er skipuð innanríkisráð- herra. Gengið er framhjá þeim þingmönnum flokksins sem sóst höfðu eftir embættinu. Hanna Birna lætur ekki sjá sig á ríkisráðs- fundi á Bessastöðum. 12. desember Útlendingastofnun og íslenska ríkið er sýknað af kröfu Tony Omos um ógildingu ákvörðunar Útlendinga- stofnunar um að taka hælisumsókn hans ekki til efnislegrar meðferðar. Tony heldur til á götum Mílanó og betlar sér til matar. 30. desember DV greinir frá því að innanríkis- ráðuneytið hafi beðið fórnarlömb lekamálsins afsökunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.