Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Blaðsíða 2
2 Fréttir Áramótablað 30. desember 2014 Útgáfa DV næstu daga Útgáfu DV yfir áramótin verður þannig háttað að næsta tölublað, vikublað, kemur út þriðjudaginn 6. janúar. Ekkert helgarblað kemur því út á fimmtudag, 2. janúar. Á DV.is verður hins vegar áfram öflug fréttaþjónusta. DV óskar lesendum og öðrum velunnurum DV gleðilegs árs, með þökk fyrir samfylgdina á ár­ inu sem er að líða. Forsendur bókar Björg- ólfs Thors trúnaðarmál n Bókin í aðra prentun í Bretlandi n Fyrirspurnir um þýðingar á önnur tungumál B jörgólfur Thor hóf vinnu við ritun bókarinnar með Andrew Cave og leitaði í framhaldinu til nokkurra útgefenda um útgáfu. Fljót­ lega náðust samningar við Profile Books um útgáfu hennar, en bókin var þá enn í frumvinnslu. Efni þeirra samninga er trúnaðarmál, en þeir eru vart mjög frábrugðnir mörg­ um öðrum samningum af svipuð­ um toga,“ segir Ragnhildur Sverris­ dóttir, talskona Björgólfs Thors Björgólfssonar athafnamanns, að­ spurð um tilurð bókarinnar Billions to bust and back: How I Made, Lost and Rebuilt a Fortune sem fjallar um feril hans í fjárfestingum. Erfitt að segja til Bókin kom út í Bretlandi þann 9. desember síðastliðinn en hafði ver­ ið kynnt hér á Íslandi fyrir þann tíma og var eintökum bókarinn­ ar dreift til fjölmiðla af almanna­ tengslafyrirtækinu KOM. Bókin er á ensku og hefur hlotið ágætis dóma á Íslandi þrátt fyrir að vera sannar­ lega útgáfa og uppgjör Björgólfs Thors á eigin ferli. Þannig sagði ritdómari vefmið­ ilsins Kjarnans, Þórður Snær Júlí­ usson, að í bókinni væri dregin upp stíliseruð mynd af Björgólfi Thor. „Sjálfsævisaga hans er um margt stórfróðleg. Hún er afar vel skrifuð af Andrew Cave og mjög skemmti­ leg aflestrar. Ég fékk reyndar aldrei á tilfinninguna að ég væri í frásögn sem Björgólfur Thor væri að segja, heldur einhver stílfærðari og púss­ aðri útgáfa af þeim manni sem hann vill að aðrir haldi að hann sé.“ Ýmsir hafa hins vegar velt því fyrir sér á hvaða forsendum bókin er gefin út; hvort um sé að ræða út­ gáfu sem fjárfestirinn kostar frá A til Ö eða hvort forlagið sem gefur hana út hafi séð möguleika í verkinu og því ákveðið að gefa það út. Ekki er hægt að svara þeirri spurningu út frá því sem Ragnhildur segir. Fyrsta upplagið er búið Bókin virðist hins vegar hafa farið ágætlega í lesendur í Bretlandi ef marka má viðtökurnar við henni sem Ragnhildur greinir frá og er hún til sölu ansi víða. Að sögn hennar hefur verið ráðist í aðra prentun á bókinni en fyrsta upp­ lagið var 5 þúsund. „Fyrsta upp­ lag bókarinnar var 5 þúsund ein­ tök. Í síðustu viku var ráðist í aðra prentun, vegna góðrar eftirspurn­ ar þegar kynning á henni var hafin í Bretlandi. Sú kynning fór 1–2 vik­ um síðar af stað en hér á Íslandi, enda opinber útgáfudagur í UK 9. desember. Bókin var reyndar komin í einhverjar verslanir fyrir þann tíma, t.d. í margar verslanir WHSmith á Heathrow, Gatwick og á lestarstöðvum í London. Bókin hefur einnig verið seld í verslunum Waterstones,“ sagði Ragnhildur í skriflegu svari í tölvupósti við fyrir­ spurn DV um bókina þann 22. des­ ember síðastliðinn. Fyrirspurnir um þýðingar Ragnhildur segir að verslanir á Ís­ landi hafi sjálfar pantað bókina hingað til lands – Björgólfur Thor er ekki milliliður í dreifingunni – og að bókin hafi einnig selst ágæt­ lega hér á landi. „Verslanir á Íslandi hafa sjálfar pantað og flutt bókina inn, mér er kunnugt um Pennann­ Eymundsson og Nettó. Mér sýnist hún hafa gengið vel, hefur a.m.k. verið mest selda „erlenda“ bókin hjá Eymundsson undanfarið.“ Hún segir jafnframt vita til þess að erlend forlög – ekki í enskumæl­ andi löndum – hafi spurst fyrir um bókina til þýðingar hjá breska for­ laginu en íslensk þýðing verður gef­ in út í byrjun næsta árs. „Ég hafði af því spurnir í síðustu viku að fyrir­ spurnir hefðu borist til forlagsins um þýðingar á önnur tungumál, þau mál skýrast líklega betur í byrj­ un næsta árs. Stefnt er að íslenskri útgáfu snemma næsta árs.“ n „Efni þeirra samn- inga er trúnaðar- mál, en þeir eru vart mjög frábrugðnir mörgum öðrum samningum af svipuðum toga. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Ágætar viðtökur Viðtökur bókar Björgólfs Thors um fjárfestingar sínar hafa verið ágætar í Bretlandi og er búið að panta aðra prentun. Bar við klaufaskap „Hann hafði samband við okkur í morgun og baðst afsökunar á þessu. Hann talaði um að það hefði verði klaufalegt að fara svona til hliðar,“ segir Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, en seinni maðurinn sem ók yfir leiði í Gufuneskirkjugarðinum og olli nokkrum skemmdum, gaf sig fram við lögreglu í kjölfar frétta­ flutnings af málinu. Þórsteinn segir að maðurinn hafi fyrst gefið sig fram við lög­ reglu en svo hringt í sig í morgun og beðist afsökunar á athæfi sínu. Eins og fram hefur komið var tveimur bílum ekið yfir leiði í kirkjugarðinum á Þorláksmessu og aðfangadag. Annar ökumað­ urinn hefur þegar gefið sig fram, en mynd náðist af bíl hans og fór hún víða á Facebook og mörgum blöskraði athæfið. Aðspurður hvort aðstæður hefðu réttlætt aksturslag mannanna með einhverjum hætti, svarar Þórsteinn því til að vegirnir hefðu verið vel ruddir og færið gott. „Þetta var bara ákveðið dómgreindarleysi.“ Hann segir að báðir aðilar viðurkenni að þeir séu bóta­ skyldir en það taki nokkurn tíma að átta sig á því hversu miklar skemmdirnar eru. É g man það ekki alveg í augna­ bilkinu. En það bara taxtinn frá ríkinu. Skólinn hefur heldur ekki leyfi til að hagnast á leigu á húsnæði,“ segir Hallur Birkir Reynis­ son, skólameistari í Framhaldsskól­ anum á Laugum, aðspurður hversu háa leigu Valgerður Gunnarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sem er í fimm ára leyfi frá störfum sem skólameistari á Laugum, greiðir í leigu á húsi á skólalóðinni sem ætlað er fyrir starfsmenn skólans. DV greindi frá því í síðustu viku að Valgerður leigi húsið áfram á sömu kjörum og þegar hún var skólameist­ ari á Laugum. Hallur Birkir segir að leiga Valgerðar á húsinu hafi ekki sætt gagnrýni innan skólans eða í byggðarlaginu. „Það var í sjálfu sér voðalega lítil umræða um það eða gagnrýni. Þetta var bara ákvörðun sem var tekin og það hefur ekki verið sett fram nein gagnrýni á þetta.“ Val­ gerður er í fimm ára leyfi frá störfum sem skólameistari og nýtir sér því fimm ára regluna svokölluðu sem gildir fyrir starfsmenn hins opinbera sem setjast á þing. Á heimasíðu Alþingis kemur fram að þingmenn utan Reykjavíkurkjör­ dæmanna og Suðvesturkjördæmis fái fasta upphæð í hverjum mánuði til að standa undir húsnæðis­ og dvalarkostnaði í Reykjavík. Búi þing­ maður í Reykjavík fái hann sams konar greiðslu til að standa undir kostnaði við að halda heimili í kjör­ dæmi sínu. Valgerður er skráð til heimilis í símaskránni bæði í hús­ inu á Laugum og í Reykjavík og held­ ur hún því heimili á báðum stöðum. Leigan á húsnæðinu á Laugum er hins vegar hagstæð þar sem um er að ræða gæði í eigu ríkisins sem eyrna­ merkt eru starfsfólki Framhaldsskól­ ans á Laugum. n ingi@dv.is Leigir á sama verði Laugaskóli má ekki hagnast á framleigu 1 matsk. safieða 1 hylki. F æ s t í a p ó t e k u m , h e i l s u b ú ð u m , F j a r ð a r k a u p o g K r ó n u n n i . Jafnvægi og vellíðan lifestream™ nature’s richest superfoods Samkvæmt reglum Þingmenn sem starfa hjá hinu opinbera geta nýtt sér fimm ára regluna svokölluðu og gerir Valgerður Gunnarsdóttir það í starfi sínu sem skóla- meistari á Laugum. Mynd BragI Þór JóSEFSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.