Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Blaðsíða 60
60 Fólk Áramótablað 30. desember 2014 H já mörgum er til siðs að strengja áramótaheit und- ir lok árs og nota þannig tímamótin sem marka nýtt ár til að lofa sjálfum sér bót og betrun. Á meðan sumir einblína á bætt heilbrigði kjósa aðrir að setja sér markmið um spennandi ævintýri á nýju ári. DV heyrði í fjórum þekkt- um Íslendingum og forvitnaðist um áramótaheit þeirra. Gott rauðvín og ostar „Já ég ætla að strengja áramótaheit eða áramótamarkmið eins og það ætti kannski frekar að kallast,“ seg- ir tónlistarkonan Steinunn Camilla úr hljómsveitinni The Charlies sem segist vanalega strengja áramóta- heit. „Ég set mér ýmis misströng markmið. Ég reyni að prófa eitthvað nýtt á hverju ári, gera eitthvað sem hræðir mig og ná þá að strika út af löngum „bucket“-lista sem ég hef verið að safna inn á í gegnum tíð- ina. Ég hef alltaf haldið mín heit en misvel samt. Árið 2013 ákvað ég að vakna snemma til að nýta daginn og kaupa blóm tvisvar í mánuði ásamt ýmsu öðru. Ég hef haldið því síð- an. Í ár vildi ég læra að skjóta, fara á fleiri söfn. Ég gerði hvort tveggja og annað misgáfulegt. Ég vildi til dæm- is drekka meira af góðu rauðvíni og borða oftar góða osta og hef staðið mjög vel við það.“ Steinunn Camilla lítur björtum augum fram á við. „Árið 2014 var tímamótaár á mörgum sviðum, bæði hvað varðar fjölskyldu og vinnu. For- gangsröðun mín og viðhorf breyttu- st mikið. Árið 2015 mun verða mjög spennandi og ég fer einstaklega ein- beitt inn í það ár og hlakka til að tak- ast á við þau verkefni sem ég hef sett mér.“ Strengir ekki áramótaheit Útvarpsleikhússtjórinn Viðar Egg- ertsson er ekkert að flækja hlutina þegar kemur að áramótaheitum. Viðar játar því að ætla að strengja áramótaheit í ár. „Já, að strengja ekki áramótaheit,“ segir hann og segist alltaf strengja það heit. „Mér tekst alltaf að halda þetta heit, sem ég strengi á hverju ári, að strengja ekki áramótaheit.“ Viðar segist hafa notið ársins sem nú er að líða. „Þetta var algjörlega splunkunýtt ár, með öllu ónotað. Ég naut þess í botn að háma það í mig. Það mun væntanlega taka 364 daga að klára það. Nú er ég að verða bú- inn með það, pakksaddur.“ Aðspurð- ur hvernig honum lítist á árið 2015 svarar hann: „Aldrei kynnst því áður. Hlakka óskaplega til að kynnast því smátt og smátt og vænti þess að það standi hinum fyrri ekki að baki!“ Magnaðasta ár lífs míns „Þetta árið ætla ég að lesa fleiri bæk- ur, búa mér til tíma fyrir lestur. Ég hef verið að fresta nokkrum bókum,“ segir dagskrár- og kvikmyndagerðar- konan Ragnhildur Magnúsdóttir sem strengir reglulega áramótaheit. „Þetta er orðin einhvers konar hefð hjá mér að endurskoða hlutina fyrir áramótin og pæla í því hvað er hægt að bæta og breyta. Eitt árið tók ég janúar fyrir og borðaði bara grænt út mánuðinn, sem sagt bara grænmeti og ávexti minnir mig. Svona einhvers konar detox,“ segir hún en bætir við að erfiðasta áramótaheitið hafi verið að ætla að hætta að blóta. „Því miður þá sprakk ég 1. janúar.“ Ragnhildur segir árið 2014 hafa verið frábært. „Í raun og veru var þetta magnaðasta ár lífs míns þar sem ég eignaðist frumburðinn, dóttur mína Stellu Lúnu. Lífið hef- ur auðvitað breyst mikið og algjör- lega til hins betra. Hún er skemmti- legur orkubolti, hress og kát,“ segir Ragnhildur sem líst vel á komandi ár. „Mjög vel. Mér finnst áramótin skemmtilegt tækifæri til að fram- kvæma breytingar, skipuleggja og setja sér markmið og nýjar áskoran- ir. En mest er ég þó spennt að eiga árið með Stellunni minni og fá að sjá hana þroskast og stækka.“ Erfitt súkkulaðibindindi „Ég er vaxin upp úr áramótaheitum, en held að sjálfsögðu til streitu þessu sígilda heiti sem ég set mér nánast hverjum degi: Að verða betri mann- eskja í dag en í gær, að standa með sjálfri mér og að vera til staðar fyrir fólkið mitt,“ segir fræðikonan Ólína Þorvarðardóttir og bætir við: „Ég hef farið ýmsar Bjarmalandsferðir með áramótaheitin að leiðarljósi gegn- um tíðina, til dæmis öll árin sem ég var að reyna að hætta að reykja. Eins þegar kílóunum fór að fjölga full mikið fyrir minn smekk,“ segir Ólína sem hefur tekist að halda alla- vega eitt áramótaheit. „Já, á endan- um tókst mér að hætta að reykja – en kílóin vilja koma aftur. Súkkulaði- bindindið fjarar alltaf út hjá mér – sömuleiðis er ég búin að gefast upp á líkamsræktarstöðvum.“ Ólína kveður árið 2014 með þak- klæti. „Þetta ár færði mér ýmislegt nýtt og skemmtilegt. Í byrjun ársins hlotnaðist mér mjög skemmtilegt verkefni, ritun bókar um Ísafjarðar- djúp sem ég fer nú að leggja loka- hönd á fljótlega. Ég stofnaði lítið gistiheimili í húsinu mínu á Ísa- firði sem hefur gengið vel, og verið skemmtileg reynsla fyrir mig. Þá hef ég átt þess kost að sinna fræðastörf- um, halda fyrirlestra, ferðast bæði utanlands og innan og vera með fólkinu mínu, sem er dýrmætast af öllu. Fyrirheit nýja ársins eru óræð eins og jafnan áður. Heimurinn er síst friðvænlegri við lok þessa árs en hann var í upphafi þess. Í lands- málunum er óeining og bágborið ástand í ríkisbúskapnum. Náttúru- öflin hafa verið að ræskja sig og við erum farin að finna fyrir meiri veður- öfgum en áður, þannig að ekkert er fast í hendi. Samt lít ég vongóðum augum til ársins 2015. Ég vonast til þess að geta nýtt mér nýfengið frelsi til skrifta og eigin atvinnureksturs, ætla að reyna að vera sjálfs míns herra og njóta þess.“ n Nýtt ár og Ný fyrirheit n Íslendingar sem strengja áramótaheit n Sumir vilja hætta að reykja Ólína Þorvarðardóttir Ólínu tókst að hætta að reykja með hjálp áramóta- heits. Mynd SiGtryGGur Ari indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is „Árið 2014 var tímamótaár á mörgum sviðum, bæði hvað varðar fjölskyldu og vinnu. Steinunn Camilla Tónlistarkonan Steinunn Camilla tekur á móti nýju ári með opnum örmum. Mynd MiCHEllE inGolfSSon Viðar Eggertsson Viðar hlakkar til að kynnast nýju ári. Mynd SiGtryGGur Ari ragnhildur Magnúsdóttir Ragnhildur eign- aðist frumburð sinn á árinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.