Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Blaðsíða 6
6 Fréttir Áramótablað 30. desember 2014 Hugo Boss söluaðilar: Reykjavík: Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100 Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100 Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665 Meba Kringlunni s: 553-1199 Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Úra- o skartgripaversl n Heide Glæsibæ - s: 581 36 5 Í slenskir veitingastaðir standast ekki samkeppni við þá bestu á Norðurlöndum samkvæmt út­ tekt sem White Guide útgáfan birti fyrir jólin yfir 250 bestu veitinga­ staðina í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Íslandi, Finnlandi og Færeyjum. Ís­ lenski veitingastaðurinn sem þykir bestur er Dill í Reykjavík. Hann hafn­ ar í 98. sæti og telst engu að síður vera í flokki hágæðastaða. Samkvæmt út­ tekt White Guide er Noma í Kaup­ mannahöfn besti veitingastaðurinn á Norður löndum. Ísland nær ekki í úrvalsflokk White Guide veitir matargestum leiðbeiningar um gæði veitinga­ staða. Á árinu 2014 valdi White Guide alls 250 bestu veitingastaðina á Norðurlöndum og flokkaði þá eft­ ir gæðum. Á listanum eru 86 sænskir veitingastaðir, 71 danskur, 43 norskir, 38 finnskir, níu íslenskir, tveir færeysk­ ir og einn frá Svalbarða. Aðeins fimm af níu íslensku veitingastöðunum ná inn á lista 225 veitingastaða sem rað­ að er í sæti. Hinir fjórir hafna meðal þeirra 25 sem ekki komust á listann en White Guide mælir engu að síður með sem gæða veitingastöðum. Íslensku veitingastaðirnir fimm, sem ná sæti í ofangreindum flokkum, eru Dill í 98. sæti, Vox í 113. sæti, Kol í 133. sæti, Fiskmarkaðurinn í 182. sæti og Fiskfélagið í 221. sæti. Allir hafna þeir í hágæðaflokki sem er þriðji flokkur á eftir úrvalsflokki og alþjóð­ legum úrvalsflokki. Færeyingar hafa betur Athygli vekur að veitingastaðurinn Koks í Þórshöfn í Færeyjum hafnar í 32. sæti og þar með í úrvalsflokki. Það er langt fyrir ofan besta íslenska veitingastaðinn sem hafnaði í há­ gæðaflokki eins og áður segir. Hinn færeyski staðurinn, Barbara í Þórs­ höfn, er í 170. sæti og þar af leiðandi eru báðir færeysku staðirnir á lista White Guide ofar en sjö af níu íslensku veitingastöðunum. Veitingastaðurinn Huset í Long­ yearbyen á Svalbarða hafnaði í 104. sæti og telst þar með betri en átta af ís­ lensku veitingastöðunum níu. Íslensku veitingastaðirnir fjórir sem ekki var skipað í sæti eftir einkunnargjöf, en White Guide mælir engu að síður með sem gæða veitinga­ stöðum (4 flokkur), eru Grillið, Slipp­ barinn, Grillmarkaðurinn og Lava Restaurant í Grindavík. Lava er jafn­ framt eini íslenski veitingastaðurinn utan Reykjavíkur. Danir með toppeinkunn Í alþjóðlega úrvalsflokkinum er að finna 30 bestu veitingastaðina á öll­ um Norðurlöndum að mati White Guide. Athygli vekur að helmingur þeirra er danskur og stór hluti þeirra auk þess starfandi í Kaupmanna­ höfn. Þetta merkir að liðlega fimmt­ ungur dönsku veitingastaðanna var með toppeinkunn og hafnaði í alþjóð­ legum úrvalsflokki. Þótt 11 sænskir veitingastaðir falli í flokk þeirra þrjá­ tíu bestu eru þeir hlutfallslega færri en þeir dönsku eða 13,5 prósent af alls 86 sænskum stöðum á lista White Guide. Norræn matargerð í sviðsljósi Í fréttatilkynningu frá White Guide fyrir jólin segir meðal annars að áhugi á norrænni matargerðarlist sé mikill og alþjóðlegur og þörfin fyrir leiðbein­ ingar um gæði veitingahúsa fari þar af leiðandi vaxandi. Það eigi ekki aðeins við um veitingastaði í höfðuborgum Norðurlanda heldur einnig í minni bæjum á landsbyggðinni. Listi White Guide sé til þess fallinn að veita vax­ andi fjölda ferðamanna og matgæð­ inga leiðbeiningar sem stuðlað geti að upplýstu vali, ekki aðeins milli þekkt­ ustu útvals veitingastaðanna heldur einnig milli síður þekktra veitinga­ staða sem oft er erfiðara að finna. White Guide hefur sérhæft sig í útgáfu á efni um veitingastaði og hefur starf­ að síðan 2004 í Svíþjóð en nú einnig í Danmörku. White Guide hefur áður fjallað um eina 800 veitingastaði í þessum tveimur löndum en hefur nú fært út kvíarnar með útgáfu á leiðar­ vísi um 250 bestu veitingastaðina á Norðurlöndum. n Íslensk matargerð ekki í úrvalsflokki n Stöndumst bestu norrænu veitingastöðunum ekki snúning Alþjóðlegi úrvalsflokkurinn Einkunnagjöf White Guide; heildareinkunn frá 0–100/sérstök einkunn fyrir mat einvörðungu frá 0–40 1) Noma, Kaupmannahöfn, Danmörku – 96/39 2–4) Geranium, Kaupmannahöfn, Danmörku – 94/39 Fäviken Magasinet, Järpen, Svíþjóð – 94/39 Esperanto, Stokkhólmi, Svíþjóð – 94/39 5) Maaemo, Ósló, Noregi – 93/39 6–7) Mathias Dahlgren – Matsalen, Stokkhólmi, Svíþjóð – 94/38 Oaxen Krog, Stokkhólmi, Svíþjóð – 94/38 8–9) Daniel Berlin Krog í Tranås/Skáni, Svíþjóð – 92/38 Restaurant Frantzén, Stokkhólmi, Svíþjóð – 92/38 10–12) Studio, Kaupmannahöfn, Danmörku – 91/38 Gothia Towers Upper House, Gautaborg, Svíþjóð – 91/38 Gastrologik, Stokkhólmi, Svíþjóð – 91/38 13) Operakällaren, Stokkhólmi, Svíþjóð – 93/37 14) Frederikshøj, Árósum, Danmörku – 91/37 15–16) Kong Hans Kælder, Kaupmannahöfn, Danmörku – 89/37 PM & Vänner, Växjö, Svíþjóð – 89/37 17) Ruths Gourmet Restaurant, Skagen, Danmörku – 86/37 18) Søllerød Kro, Holte, Danmörku – 90/36 19–21) AOC, Kaupmannahöfn, Danmörku – 89/36 Kadeau Copenhagen, Kaupmannahöfn, Danmörku – 89/36 Mielcke & Hurtigkarl, Frederiksberg, Danmörku – 89/36 22) Kadeau Bornholm, Åkirkeby, Danmörku – 88/36 23) Amass, Kaupmannahöfn, Danmörku – 87/36 24–25) Marchal, Kaupmannahöfn, Danmörku – 86/36 Relæ, Kaupmannahöfn, Danmörku – 86/36 26) Falsled Kro, Millinge, Danmörku – 85/36 27) Ylajali, Osló, Noregi – 83/36 28) Hotell Borgholm, Borgholm, Svíþjóð – 82/36 29-30) Olo, Helsinki, Finnlandi – 81/36 Restaurang Vollmers, Malmö, Svíþjóð – 81/36 Jóhann Hauksson johannh@dv.is Fyrsta sæti Veitingastaðurinn Noma í Kaupmannahöfn er besti norræni veitingastaðurinn samkvæmt úttekt White Guide. Dill í Reykjavík þykir besti íslenski staðurinn en er þó nærri hundrað sætum neðar. MyND Jose MoraN Moya MyND Jose MoraN Moya Börn geta kafnað á gormi í snuðhaldara Lindex hefur innkallað snuð­ haldara frá Esska sem uppfyll­ ir ekki gæða­ og öryggisskilyrði. Samkvæmt Neytenda stofu er ástæða innköllunarinnar sú að gormur sem er í snuðhaldaranum kann, undir ákveðnum kringum­ stæðum, að losna og getur fest í hálsi barna með tilheyrandi köfn­ unarhættu. Í tilkynningu segir að Lindex biðji viðskiptavini sína, sem keypt hafa umræddan snuðhaldara, að skila vörunni inn í næstu verslun og fá endurgreitt að fullu. Strætó leggur fyrr af stað Þann 4. janúar 2015 mun ný vetraráætlun Strætó taka gildi á höfuð borgarsvæðinu. „Töluverðar úrbætur hafa verið gerðar á leiða­ kerfinu og má þá helst nefna að allur akstur mun hefjast tveimur tímum fyrr á sunnudögum, eða um kl 9:30. Tíðni aksturs eykst og verður á 15 mín fresti í stað 30 mín á annatíma í öllum helstu hverfum. Sumir vagnar munu breyta um númer og einhverjar akstursleiðir munu breytast,“ segir í tilkynningu frá Strætó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.