Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Blaðsíða 32
Áramótablað 30. desember 201432 Fréttir
aðskilnaðarsinnar að sölsa undir
sig alþjóðaflugvöllinn í Donetsk, án
árangurs. Um 50 aðskilnaðarsinnar
lágu í valnum.
Konungur afsal-
aði sér krúnunni
2. júní Juan Carlos
Spánarkonungur
tilkynnti að hann
hygðist afsala sér
krúnunni. Carlos
var konungur
Spánar í 39 ár og
kom það í hlut son-
ar hans, Felipe, að taka
við af honum. Skiptar skoðanir voru
meðal Spánverja um arfleifð Carlos;
af sumum var honum hrósað fyrir
að þátt sinn í að gera Spán að lýð-
ræðisríki á meðan aðrir gagnrýndu
hann og fjölskyldu hans fyrir að
eyða ótæpilega á erfiðum tímum,
ekki síst eftir efnahagsniðursveifl-
una 2008.
Assad
endurkjörinn
3. júní Bashar al-
Assad Sýrlandsfor-
seti var endur-
kjörinn í embætti
með yfirburðum,
hlaut hann 89
prósent atkvæða.
Framkvæmd kosn-
inganna var gagnrýnd,
ekki síst þar sem aðeins íbúar á
þeim svæðum þar sem sýrlensk yfir-
völd fara með stjórn fengu að kjósa.
Talíbanar
gerðu árás
9. júní Talíbanar gerðu hryðju-
verkaárás á Jinaah-alþjóðaflugvöll-
inn í Karachi í Pakistan með þeim
afleiðingum að 29 manns létust,
þar af 10 árásarmenn. Jinaah-flug-
völlur er stærsti flugvöllur landsins.
Talsmaður talíbana hótaði að frek-
ari árása væri að vænta, markmiðið
væri að valda pakistönskum stjórn-
völdum skaða.
ISIS stofnaði
kalífadæmi
1. júlí Íslamska ríkið, sem þar til 1.
júlí var þekkt undir nafninu ISIS,
tilkynnti um stofnun kalífadæmis
á stóru svæði sem teygði meðal
annars anga sína norður og vestur af
Bagdad, höfuðborg Íraks og til Sýr-
lands. Í kjölfarið hófu Írakar, undir
stjórn bandarískra ráðgjafa, að finna
leiðir til að vernda höfuðborgina
gegn ágangi samtakanna.
Ísrael og
Palestína í hart
– enn og aftur
2.–31. júlí Lík palestínsks
unglings fannst aðeins
degi eftir að þrír ísraelsk-
ir unglingar voru jarð-
settir. Ísraelsmönnunum
ungu hafði verið rænt og
þeir myrtir á fjallgöngu á
Vesturbakkanum í júnímánuði.
Bæði þessi atvik áttu stóran þátt
í að í brýnu sló á milli Ísralels og
Palestínu í júlímánuði og vatt mál-
ið upp á sig svo um munaði dagana
þar á eftir. Þann 9. júlí skutu upp-
reisnarhópar hundruð eldflauga
til Ísraels frá Gaza-ströndinni.
Ísraelsmenn svöruðu í sömu mynt
og bjuggu sig undir landhernað í
Palestínu. Fjölmargir Palestínu-
menn létust í árásum Ísraelsmanna.
Þann 16. júlí höfðu Ísraels-
menn skotið á yfir 60 skot-
mörk á Gaza þar sem um
200 Palestínumenn létust.
Palestínumenn svöruðu
með eldflaugaárásum. Það
sem eftir lifði júlímánaðar
áttu á annað þúsund eftir að
liggja í valnum, aðallega óbreyttir
borgarar í Palestínu.
Íslamska ríkið náði Mosul Meðlimir Íslamska ríkisins tóku öll völd í borginni Mosul í norðurhluta Íraks þann 11. júní. Föngum, súnní-múslimum, sem afplánað höfðu í
fangelsi borgarinnar, sem er næst fjölmennasta borg landsins, var sleppt af liðsmönnum samtakanna og þá frömdu þeir bankarán, tóku flugvöll borgarinnar á sitt vald auk stjórnarbygginga í
borginni. Um hálf milljón manna lagði á flótta frá borginni.Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, lýsti í kjölfarið yfir neyðarástandi í landinu og Ayatollah Ali Sistani, einn helsti trúarleiðtogi sjíta
í Írak, kallaði eftir því að Írakar berðust gegn liðsmönnum Íslamska ríkisins. Fjölmargir urðu við beiðninni en máttu síns lítils gegn þungvopnuðum sveitum Íslamska ríksins sem héldu áfram að
sölsa undir sig svæði í Írak og víðar. Þann 21. júní tilkynnti Barack Obama að hann hygðist senda 300 hernaðarráðgjafa til Íraks til að aðstoða þarlend stjórnvöld í baráttunni.
11.–21. júní
Farþegaþota skotin niður Malaysia Airlines komst aftur í heimsfréttirnar á árinu – og það ekki af góðu. Farþegaþota félagsins, með
flugnúmerið MH17, var skotin niður þegar henni var flogið yfir austurhluta Úkraínu, skammt frá landamærum Rússlands. 298 manns voru um borð, flestir Hol-
lendingar, og komst enginn lífs af. Átök höfðu verið á þessu svæði og beindust spjótin fljótlega að rússneskum aðskilnaðarsinnum sem þó neituðu aðild að málinu.
Talið er mögulegt að aðskilnaðarsinnar hafi talið að um úkraínska herflugvél hafi verið að ræða. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á ódæðinu en rannsókn er þó enn í gangi.
17. júlí