Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Blaðsíða 54
Áramótablað 30. desember 201454 Menning
var sagan sem við vissum ekki
hversu mikið við vildum upplifa,“
segir Ásgrímur Sverrisson, ritstjóri
kvikmyndavefritsins Klapptré.
Kristinn Sigmundsson sneri svo
aftur og tók þátt í óperuuppfærslu
hjá Íslensku óperunni í fyrsta sinn í
12 ár. „Sýning Óperunnar á Don
Carlos var eftirminnilegasta leik
sýningin. Loksins tókst að setja þar
upp óperu skammlaust. Sérlega
gaman auðvitað að sjá og heyra
Kristin Sigmundsson á sviðinu í
Hörpu,“ segir Jón Viðar Jónsson,
leikhúsgagnrýnandi og forstöðu
maður Leikminjasafns Íslands.
Feminísk
bylting
Rapphljóm
sveitin
Reykjavíkur
dætur sendi
frá sér sitt
fyrsta lag í des
ember 2013.
Hópurinn hefur farið eins og
stormsveipur um íslenskt popp
menningarlíf, fólki til mismikillar
ánægju. Ein umtalaðasta skáldsaga
jólabókaflóðsins var þá Kata eftir
Steinar Braga sem var lesin af
mörgum sem einhvers konar fem
inísk stríðsyfirlýsing höfundarins
gegn kynbundnu ofbeldi. Aðal
persónan er miðaldra kona í blóð
ugri hefndarferð. „Mér finnst
ósennilegt að út hafi komið forvitni
legra skáldverk á íslensku í ár og
kannski lengur. Það vantar hins
vegar að hún fái almennilegan
lestur, almennilega afbyggingu – að
einhver takist á við þá staðreynd að
íslensk skáldsaga, með höfundinn
á undan sér einsog stafnmey á ís
brjóti, hafi fengið hálfa þjóðina til
að byrja að hrópa áfram konu sem
er svo sturluð af sorg að hún vílar
ekki fyrir sér svívirðilegustu ofbeld
isverk,“ segir Eiríkur Örn Norðdahl,
rithöfundur og stofnandi menn
ingarvefritsins Starafugls.
Sinfónían á
BBC Proms
Í ágúst lék Sin
fóníuhljómsveit
Íslands í fyrsta
skipti á hinni
virtu tónlistar
veislu BBC Proms í
Royal Albert Hall í London.
Ivan Volkov stjórnaði hljómsveitinni
og á efnisskrá voru verk eftir Hauk
Tómasson, Schumann og Beethoven.
Tónleikunum var útvarpað beint í
breska ríkisútvarpinu BBC 3 og á Rás
1. Meðal annarra markverðra við
burða á sviði klassískrar tónlistar var
flutningur á píanóetýðum Philips
Glass í Hörpu. „Það var einstök upp
lifun að heyra þessar etýður svona
hverja á fætur annarri. Það gerði al
gjörlega útslagið að hafa tvo píanó
leikara og performansinn var ótrú
lega lipur og glæsilegur,“ segir Jórunn
Sigurðardóttir, dagskrárgerðarkona á
Rás 1.
Leikgerðavetur í
Þjóðleikhúsinu
Síðasta sýning leik
gerðar Þorleifs Arnar
Arnarssonar og Sím
onar Birgissonar
byggðri á Englum al
heimsins eftir Einar Má
Guðmundsson var sýnd í
beinni útsendingu á RÚV í lok
mars. 137 þúsund manns horfðu á
útsendinguna, en það er áhorf á við
mikilvægan landsleik í handbolta. Í
kjölfarið gaf Þjóðleikhúsið í og til
kynnti um íslenskan vetur á fjölun
um. Á dagskránni voru verk sem
byggja á sígildum og stórum ís
lenskum bókmenntaverkum áber
andi: Karítas, Konan við þúsund
gráður og Sjálfstætt fólk. Nokkur
umræða skapaðist um það hvort
leikgerðir ættu að teljast ný íslensk
leikverk og um gildi slíkra leikgerða.
Hönnunarverðlaun
Íslands veitt í fyrsta
skipti
Hönnunarmiðstöð veitti
Hönnunarverðlaun Íslands í fyrsta
skipti í nóvember. Verðlaun voru
veitt í einum almennum flokki,
fjórir voru tilnefndir en verkefnið
Designs from nowhere eða Austur
land: innblástursglóð hlaut verð
launin en Pete Collard og Karna
Sigurðardóttir áttu frumkvæði að
verkefninu. „Það var afar merkur
áfangi enda mikilvægt að verð
launa og vekja athygli á góðri
hönnun. Verðlaun sem þessi gegna
einnig því mikilvæga hlutverki að
auka skilning á gildi og vægi góðrar
hönnunar almennt,“ segir Laufey
Jónsdóttir, formaður Fata
hönnunarsambands Íslands og
meðlimur í dómnefndinni.
Aldrei fleiri íslenskar
myndir í bíó
Undir lok árs voru sjö íslenskar kvik
myndir í sýningu í kvikmyndahús
um. Aldrei hafa fleiri íslenskar mynd
ir verið í sýningu á sama tíma. Þetta
voru Borgríki 2, Afinn, París norð
ursins, Vonarstræti, Grafir og bein og
Algjör Sveppi og Gói bjargar málun
um. Góðærisdramað Vonarstræti
eftir Baldvin Z hlaut góða dóma
meðal annars hjá yfirlýsingaglöðum
kvikmyndarýni Fréttablaðsins sem
útnefndi hana bestu kvikmynd Ís
landssögunnar. Ásgrímur Sverris
son, ritstjóri kvikmyndavefritsins
Klapptré, segir myndina hafa náð til
fólks: „persónur voru áhugaverðar
og sögufléttan náði snertingu við
tímana auk þess sem þetta var fram
sett af sannfæringu.“
Listamenn (hóta
að) yfirgefa mið-
bæinn og
Breiðholtið
blómstrar Umræða
um ferðamannavæðingu
miðbæjarins hefur
haldið áfram í
höfuðborginni.
Vinnurýmið
Algera stúdíó
sem er
staðsett uppi á Höfða hefur vakið
athygli og Nýlistasafnið er flutt í
Breiðholtið. „Húsnæðismál
Nýlistasafnsins hljóta að vera
ofarlega í huga þeirra sem fylgst hafa
með píslargöngu safnsins á árinu
sem er að líða. Ég vil þó leyfa mér að
vera bjartsýn og spá því að safninu
verði bjargað af kraftmiklum hópi
ungra kvenna sem hika ekki við að
fara óhefðbundar leiðir í leit
að lausn á húsnæðis
vandanum,“ segir
Margrét Elísabet
Ólafsdóttir
listfræðingur. Í
nokkurn tíma
hefur verið talað
um Breiðholtið
sem það borg
arhverfi sem muni
laða til sín skapandi
hópa fólks, en fjárfestar eru
þó komnir á bragðið og virðast ætla
að græða á hinni lífrænu borgarþró
un. Reykjavíkurborg greiddi fyrir
nokkur stór vegglistaverk í hverfinu í
ár, meðal annars eftir Erró, Ragnar
Kjartansson, Theresu Himmer og
Söru Riel. Sólveig Ásta Sigurðardótt
ir, meistaranemi í bókmenntafræði,
nefnir Fjöðrina eftir Söru sem eitt af
eftirminnilegustu verkum ársins:
„Bæði er verkið einstaklega fallegt,
en það er samsett úr 43 fuglum, en
svo er staðsetning þess í Asparfell
inu, einu fjölmennasta fjölbýlishúsi
á Íslandi, frábær. Fjöðrin er hluti af
spennandi þróun í aukningu
götulistar á höfuðborgarsvæðinu þar
sem slík verk eru farin að fá meira
rými, bæði á veggjum borgarinnar
en líka í menningarumfjöllun, sem
er mjög jákvætt.“
Benedikt í flokk
þeirra bestu
Sigurför Benedikts Erlingssonar og
Hross í oss hélt áfram á árinu og
hlaut hún fyrst íslenskra mynda
Kvikmyndaverðlaun Norðurlanda
ráðs. „Þetta eru stórtíðindi og setja
Benedikt í flokk með evrópskum
stórmeisturum á borð við Lars von
Trier, Thomas Vinterberg, Aki
Kaurismäki (Finnland vann
fyrstu verðlaunin), Roy Anders
son, Pernilla August og Ruben
Östlund. Og það fyrir fyrstu
mynd! Hann bætti um betur
með því að senda stjórn
völdum tóninn í verð
launaræðunni sinni,“ segir
Atli Bollason, fjöllista
maður og einn skipu
leggjenda kvikmyndahá
tíðarinnar RIFF.
Umræðan færist út á
netjaðrana
Nokkur sérhæfð menningarvefrit
hafa litið dagsins ljós á árinu og að
einhverju leyti bætt í það gat sem
stærri miðlar hafa skilið eftir í
menningarumfjöllun. Kvikmynda
vefritinu Klapptré var komið á
laggirnar á seinni hluta árs 2013 og
stimplaði sig hresslega inn sem
umræðuvettvangur þegar Friðrik
Erlingsson skrifaði umdeilda
ádrepu um sjónvarpsþættina
Hraunið og skort á gæðum í
íslensku sjónvarpi. Á sviðs
listavefnum Reykvélin hafa
farið fram líflegar umræð
ur, á riti og í hljóðvarpi.
Meðal annars var deilt um
heimóttarskap í íslensku leik
húsi og hlutverk stofnanaleik
húsanna. Rithöfundurinn Eiríkur
Örn Norðdahl stofnaði alhliða
menningarvefritið Starafugl í febr
úar (lokaði því reyndar um stund
vegna deilu um ljósmynd af einka
þjálfaraskáldinu Sölva Fannari,
sem var kallaður „hættulegasta
skáld á Íslandi“ í lofræðu á vefn
um). Íslensku myndlistarsenuna
skortir áþreifanlega slíkan sér
hæfðan vettvang, en myndlistar
umfjöllun hefur ekki verið sinnt
sem skyldi af stærri miðlum. „Það
er áberandi lítið fjallað um mynd
list á opinberum vettvangi á Íslandi
nema með upphrópunum eða
undir neikvæðum formerkjum.
Það virðist ennþá gilda að upp
hefðin verður að koma að utan og á
það ekki aðeins við um Ólaf Elías
son heldur einnig Ragnar Kjartans
son, Egil Sæbjörnsson, Katrínu Sig
urðardóttur og Rúrí – svo nokkur
dæmi séu nefnd,“ segir Margrét
Elísabet Ólafsdóttir listfræðingur.
Aukinn áhugi á
borgarfræðum
Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur var
samþykkt í ár og var gefið út af bóka
útgáfunni Crymogea. Nokkrar aðrar
bækur um borgir og borgarþróun
komu út á seinni hluta ársins og bera
vott um aukinn áhuga á efninu.
Reykjavík sem ekki varð sló í gegn
meðal almennings, bók um verk
arkitektsins Gunnlaugs Halldórs
sonar kom út, íslenskt fræðirit,
Borgir og borgarskipulag, rit um
tengsl hins byggða umhverfis og
hrunsins og svo framvegis. „Ríkuleg
uppskera á bókaútgáfu og fræða
starfi í arkitektúr og hönnun var
verulegt gleðiefni nú í lok árs. Til
hennar var sáð upp úr hruni, þar
sem arkitektastéttin missti lífsviður
væri sitt svo að segja frá einum degi
til annars og bæði ákváðu stjórnvöld
að veita fjármagni til rannsóknar
verkefna og eins myndaðist ákveðið
næði fyrir þá sem þannig voru
þenkjandi til að afla styrkja og kafa
dýpra í fræðilegri hugðarefni sín.
Það er ansi sláandi hve hratt þetta
hefur skilað sér í stóraukinni útgáfu
og miðlun bæði til fagsins en ekki
síður almennings,“ segir Hildigunn
ur Sverrisdóttir, fagstjóri við
hönnunar og arkitektúrdeild Lista
háskóla Íslands.
Myrkrið tekur yfir
Í jaðarrokktónlist varð stemmingin
myrkari og drungalegri en undan
farið. Börn, Kvöl, Kælan Mikla, M
Band, Pink Street Boys, Shades of
Reykjavík voru með því áhugaverð
asta sem gerðist á árinu og svart
málmssenan blómstraði sem
aldrei fyrr.
Baráttan
um menn-
inguna
Þrátt fyrir að
framlög til
menningarmála
hafi aukist í krónum
frá síðasta ári hefur fjárlagafrumvarp
ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2015
vakið hörð viðbrögð í nánast öllum
kimum menningarheimsins. Hækk
un á virðisaukaskatti á bækur, lægri
framlög en kvikmyndagerðarmenn
gerðu ráð fyrir og sísmækkandi
Myndlistarsjóður hafa vakið hörð
ustu viðbrögðin. Benedikt Erlings
son gagnrýndi ráðamenn í þakkar
ræðu á kvikmyndaverðlaunahátíð
Norðulanda, myndlistarmenn buðu
Vigdísi Hauksdóttur á hitafund í
Iðnó og létu í sér heyra í ræðu og riti
á meðan rithöfundar mótmæltu á
Alþingi. Þá fóru tónlistarkennarar í
fimm vikna verkfall til að knýja fram
betri laun. n
Sölvi veldur
deilum
Ein af ördeilum
menningarársins
var milli Eiríks
Arnar Norðdahl,
stofnanda
menningarvefrits-
ins Starafugl, og
Myndstefs sem
rukkaði rithöfundinn
fyrir notkun á mynd
af einkaþjálfaranum
og ljóðskáldinu Sölva
Fannari. Eiríkur bar fyrir
sig „Fair-use“ notkun á
myndinni en var þó
að lokum gert
að greiða
uppsett
verð.
Góðærið gert upp Góðærisdramað Vonarstræti eftir Baldvin Z er komið ofarlega á lista SMÁÍS yfir mest sóttu íslensku kvikmyndirnar
frá árinu 1995, þá er myndin framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna á næsta ári.
Myrkur og drungi
Drungapönksveitin
Börn gaf út sína fyrstu
plötu á árinu en hún
er í fararbroddi nýrrar
myrkrar bylgju í ís-
lenskri jaðarrokktónlist.