Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Blaðsíða 38
Áramótablað 30. desember 201438 Fólk Viðtal É g er fullur tilhlökkunar og ætla að gera mitt besta til að gera hér alþýðlegt leikhús. Hér er rík krafa og metnaður um gott leikhús og hefur alltaf verið. Ég kem ekki með látum held- ur hlustandi. Ég ætla að búa hérna, vinna hérna og hefja hér nýtt skeið í lífi mínu,“ segir leikarinn og leikstjór- inn Jón Páll Eyjólfsson, nýráðinn leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar. Úr 101 í 600 Jón Páll er kvæntur tveggja barna fað- ir. Eiginkona hans er Íris Eggertsdótt- ir myndlistakona og fatahönnuður en dæturnar tvær heita Embla Sól og Sóley Úa og eru 13 ára og 11 ára. Fjöl- skyldan hefur um árabil búið í mið- borg Reykjavíkur en ætlar nú að rífa sig upp með rótum og flytja norður. „Við erum búin að búa í 13 ár í 101. Við fluttum á Hverfisgötuna þegar enginn vildi búa þar og höfðum lag- að til íbúð á tveimur hæðum. Þetta er lítil íbúð á frábærum stað en er orðin of lítil. Miðbærinn hefur breyst og við höfum breyst, væntingar okkar til lífsins eru aðrar. Við vorum tilbúin til að skipta um rytma og höfðum talað um að fara miklu meira afskekkt og höfðum fundið okkur stórt hús úti í sveit með bílskúr og öllu. Ég er úti- vistarmaður, veiði og fer á skíði og síðasta sumar fór ég í sjóveiði á kajak við Siglufjörð. Og svo hef ég loksins látið verða af því að fá mér hund.“ Ævintýri og áskorun Hann segir eiginkonuna einnig spennta fyrir breytingunum. „Hún lítur á þetta sem nýja byrjun. Hún hafði rekið verslun í miðborginni í nokkur ár og ætlar núna finna sér og sínum hugðarefnum vinnustofu. Við erum mjög spennt. Þetta er heilmik- ill viðsnúningur fyrir stelpurnar, sem hafa í rauninni aldrei flutt svo þetta verður heilmikið ævintýri og áskor- un fyrir þær,“ segir hann en viður- kennir að svona umskiptum fylgi alls kyns tilfinningar. „Stelpurnar hafa sínar skoðanir en þær verða bara að treysta mér og mömmu sinni til að taka bestu ákvarðanir fyrir okkur öll. Þær voru þó fegnar að við vær- um að fara til Akureyrar en ekki eitt- hvert lengst út í sveit eins og upp- haflega stóð til. Sú yngri er mikið á skautum og báðum finnst gaman að hestamennsku og hér er skautasvell og kunningi okkar er hér með hesta.“ Þekkir bæinn Jón Páll er kunnugur Samkomuhús- inu en hann dvaldi á Akureyri fyrir tíu árum þegar söngleikurinn Óliver Tvist var settur á svið. „Þetta var mik- il og stór sýning og þá kom öll fjöl- skyldan, mamma, pabbi og allt geng- ið í heimsókn yfir jólin. Svo varð ég áfram og leikstýrði tveimur verkum. Ég er því kunnugur húsinu. Ég átti Ekki lau við rEiðina Jón Páll Eyjólfsson er nýráðinn leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar. Jón Páll hefur ásamt fjölskyldu sinni búið um árabil í miðborginni en söðlar nú um og sest að á Akureyri. Indíana Ása Hreinsdóttir hitti Jón Pál á kaffihúsi og spjallaði við hann um flutningana, fjölskylduna, reiðina, áhugamálin og leiklistina sem hann gafst næstum því upp á. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is „Það fannst mér erfitt enda er heimilið þar sem fjölskyldan er Útivistarmaður Jón Páll lét draum rætast og fékk sér hund. MyndIr SIgtryggur ArI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.