Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Blaðsíða 50
Áramótablað 30. desember 201450 Sport Ár Garðbæinga og strákanna okkar n Brasilíumenn grétu á heimavelli n Gerrard brást á ögurstundu n Stjörnumenn stálu senunni n Krísuvíkurleið á heimsmeistaramót í handbolta KR flugeldaR KR Heimilinu Frostaskjóli Opið til kl.22 í dag Og til kl.16 á gamlársdag  Allt undir í Kaplakrika Örlögin höguðu því þannig að í lokaumferðinni mætt- ust tvö efstu liðin í Pepsi-deild karla. FH og Stjarn- an mættust á Kaplakrikavelli í leik sem verður lengi í minnum hafður. Fyrir troðfullum stúkum sýndu leik- menn sínar bestu og verstu hliðar. Ólafur Karl Finsen reyndist hetja Stjörnumanna þegar hann skoraði sig- urmarkið, annað mark sitt í leiknum, á lokamínút- unni. Stjörnumenn höfðu þá leikið einum færri í hálf- tíma, eftir rautt spjald Veigars Páls Gunnarssonar. Allt ætlaði um koll að keyra í Garðabænum, enda fyrsti Ís- landsmeistaratitillinn í hús. Stjörnukonur létu ekki sitt eftir liggja og unnu tvöfalt í Pepsi-deild kvenna.  Fimmta sæti á EM Strákarnir okkar náðu góðum árangri á EM í hand- bolta í upphafi árs. Minni væntingar voru gerðar til liðsins en oft áður, enda margir leikmenn tæpir vegna meiðsla. Liðið náði þriðja sætinu í riðlinum, eftir sigur gegn Noregi og jafntefli við Ungverja, í riðli þar sem Spánverjar voru í sérflokki og unnu allt. Danir og Spánverjar fóru örugglega upp úr milliriðli Íslands og komust í undanúrslit en strák- arnir okkar tryggðu sér leik um fimmta sætið eft- ir að hafa unnið bæði Austurríki og Makedóníu. Í spennuþrungnum leik gegn Pólverjum skoraði Rúnar Kárason sigurmarkið þegar 20 sekúndur voru eftir og þriðji besti árangur Íslands á EM frá upphafi staðreynd. Rós í hnappagat Arons Krist- jánssonar þjálfara sem undirbýr liðið nú af kappi fyrir HM í Katar.  Hrun Brasilíumanna Knattspyrnuunnendur vissu vart hvaðan á þá stóð veðrið þann 8. júlí. Þá fór fram stórleikur heimamanna og Þjóðverja á HM í Brasilíu. Án sóknarmannsins Neymars og fyrirliðans í vörninni, Thiagos Silva, voru Brasilíumenn höfuðlaus her. Þjóðverjar sýndu heima- mönnum ekki nokkra miskunn og röðuðu inn mörk- unum, bókstafelga. Á sjö mínútna kafla í fyrri hálf- leik skoraði liðið fjögur mörk og Brasilíumenn grétu á vellinum. Leikurinn endaði með 7–1 sigri Þjóðverja sem unnu Argentínumenn í framlengdum úrslitaleik. Brasilíumenn voru heillum horfnir og töpuðu 3–0 fyrir Hollendingum í leiknum um þriðja sætið.  Hamilton ók hraðar en Vettel Breski ökuþórinn Lewis Hamilton varð heimsmeistari í Formúlu 1 í nóvember og stöðv- aði þannig taumlausa sigurgöngu Sebastians Vettel, sem hafði unnið fjögur ár í röð. Hamilton er 29 ára og varð einnig heimsmeistari 2008.  Eyjamenn Íslandsmeistarar Handboltalið ÍBV varð Íslandsmeistari í karlaflokki í maí, eftir hreinan úr- slitaleik gegn Haukum að Ásvöllum. Eyjamenn unnu leikinn óvænt 29–28 og lönduðu sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli.  Aron bestur Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson, liðsmaður Kiel, var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar í Meistaradeild Evrópu þann 1. júní. Aron var markahæstur þegar Kiel tapaði úrslitaleiknum gegn Flensburg 30–28. Aron gengur til liðs við Vezprem í Ungverjalandi eftir yfirstandandi leiktíð.  Gerrard féll fyrir Chelsea Fáir íþróttaáhugamenn voru svekktari en stuðningsmenn Liverpool þegar flautað var til leiksloka í ensku úrvals- deildinni í vor. Liðið var frábært á tímabilinu með Luiz Suarez í broddi fylkingar. Liðið var á toppnum þar til í blá- lokin þegar Manchester City skaust fram úr. Þar munaði miklu um afdrifarík mistök fyrirliðans Stevens Gerrard, sem missti fótanna við miðjan völlinn í mikilvægum leik gegn Chelsea – með þeim afleiðingum að Chelsea skor- aði. Atvikið markaði vendipunkt í titilbaráttunni og ef til vill á ferli þessa frábæra leikmanns. Hann fær væntanlega ekki betri séns á að verða enskur meistari.  Dramatískur slagur Grannaliðin Atletico og Real Madrid léku til úrslita í Meist- aradeild Evrópu í vor. Atletico, sem hafði komið á óvart og tryggt sér spænska titilinn, komst yfir í fyrri hálfleik. Þegar uppbótartíminn var langt kominn, og liðin höfðu leikið í 92 mínútur virtist sigurinn vera í höfn. Sergio Ramos, varnar- maður Real, var ósammála því og skallaði hornspyrnu í netið á ögurstundu. Í framlengingunni tóku stjörnurnar öll völd á vellinum og skoruðu þrjú mörk til viðbótar. m y n d f a ce b o o k s tj ö r n u n n a r Árið 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.