Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Blaðsíða 50
Áramótablað 30. desember 201450 Sport
Ár Garðbæinga og strákanna okkar
n Brasilíumenn grétu á heimavelli n Gerrard brást á ögurstundu n Stjörnumenn stálu senunni n Krísuvíkurleið á heimsmeistaramót í handbolta
KR flugeldaR
KR Heimilinu Frostaskjóli
Opið til kl.22 í dag
Og til kl.16 á gamlársdag
Allt undir í Kaplakrika
Örlögin höguðu því þannig að í lokaumferðinni mætt-
ust tvö efstu liðin í Pepsi-deild karla. FH og Stjarn-
an mættust á Kaplakrikavelli í leik sem verður lengi í
minnum hafður. Fyrir troðfullum stúkum sýndu leik-
menn sínar bestu og verstu hliðar. Ólafur Karl Finsen
reyndist hetja Stjörnumanna þegar hann skoraði sig-
urmarkið, annað mark sitt í leiknum, á lokamínút-
unni. Stjörnumenn höfðu þá leikið einum færri í hálf-
tíma, eftir rautt spjald Veigars Páls Gunnarssonar. Allt
ætlaði um koll að keyra í Garðabænum, enda fyrsti Ís-
landsmeistaratitillinn í hús. Stjörnukonur létu ekki sitt
eftir liggja og unnu tvöfalt í Pepsi-deild kvenna.
Fimmta sæti á EM
Strákarnir okkar náðu góðum árangri á EM í hand-
bolta í upphafi árs. Minni væntingar voru gerðar
til liðsins en oft áður, enda margir leikmenn tæpir
vegna meiðsla. Liðið náði þriðja sætinu í riðlinum,
eftir sigur gegn Noregi og jafntefli við Ungverja, í
riðli þar sem Spánverjar voru í sérflokki og unnu
allt. Danir og Spánverjar fóru örugglega upp úr
milliriðli Íslands og komust í undanúrslit en strák-
arnir okkar tryggðu sér leik um fimmta sætið eft-
ir að hafa unnið bæði Austurríki og Makedóníu.
Í spennuþrungnum leik gegn Pólverjum skoraði
Rúnar Kárason sigurmarkið þegar 20 sekúndur
voru eftir og þriðji besti árangur Íslands á EM frá
upphafi staðreynd. Rós í hnappagat Arons Krist-
jánssonar þjálfara sem undirbýr liðið nú af kappi
fyrir HM í Katar.
Hrun Brasilíumanna
Knattspyrnuunnendur vissu vart hvaðan á þá stóð
veðrið þann 8. júlí. Þá fór fram stórleikur heimamanna
og Þjóðverja á HM í Brasilíu. Án sóknarmannsins
Neymars og fyrirliðans í vörninni, Thiagos Silva, voru
Brasilíumenn höfuðlaus her. Þjóðverjar sýndu heima-
mönnum ekki nokkra miskunn og röðuðu inn mörk-
unum, bókstafelga. Á sjö mínútna kafla í fyrri hálf-
leik skoraði liðið fjögur mörk og Brasilíumenn grétu
á vellinum. Leikurinn endaði með 7–1 sigri Þjóðverja
sem unnu Argentínumenn í framlengdum úrslitaleik.
Brasilíumenn voru heillum horfnir og töpuðu 3–0 fyrir
Hollendingum í leiknum um þriðja sætið.
Hamilton
ók hraðar
en Vettel
Breski ökuþórinn
Lewis Hamilton varð
heimsmeistari í Formúlu
1 í nóvember og stöðv-
aði þannig taumlausa
sigurgöngu Sebastians
Vettel, sem hafði unnið
fjögur ár í röð. Hamilton
er 29 ára og varð einnig
heimsmeistari 2008.
Eyjamenn Íslandsmeistarar
Handboltalið ÍBV varð Íslandsmeistari í karlaflokki í maí, eftir hreinan úr-
slitaleik gegn Haukum að Ásvöllum. Eyjamenn unnu leikinn óvænt 29–28
og lönduðu sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli.
Aron bestur Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson,
liðsmaður Kiel, var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar í Meistaradeild
Evrópu þann 1. júní. Aron var markahæstur þegar Kiel tapaði úrslitaleiknum
gegn Flensburg 30–28. Aron gengur til liðs við Vezprem í Ungverjalandi eftir
yfirstandandi leiktíð.
Gerrard féll fyrir Chelsea
Fáir íþróttaáhugamenn voru svekktari en stuðningsmenn
Liverpool þegar flautað var til leiksloka í ensku úrvals-
deildinni í vor. Liðið var frábært á tímabilinu með Luiz
Suarez í broddi fylkingar. Liðið var á toppnum þar til í blá-
lokin þegar Manchester City skaust fram úr. Þar munaði
miklu um afdrifarík mistök fyrirliðans Stevens Gerrard,
sem missti fótanna við miðjan völlinn í mikilvægum leik
gegn Chelsea – með þeim afleiðingum að Chelsea skor-
aði. Atvikið markaði vendipunkt í titilbaráttunni og ef til
vill á ferli þessa frábæra leikmanns. Hann fær væntanlega
ekki betri séns á að verða enskur meistari.
Dramatískur slagur
Grannaliðin Atletico og Real Madrid léku til úrslita í Meist-
aradeild Evrópu í vor. Atletico, sem hafði komið á óvart og
tryggt sér spænska titilinn, komst yfir í fyrri hálfleik. Þegar
uppbótartíminn var langt kominn, og liðin höfðu leikið í 92
mínútur virtist sigurinn vera í höfn. Sergio Ramos, varnar-
maður Real, var ósammála því og skallaði hornspyrnu í
netið á ögurstundu. Í framlengingunni tóku stjörnurnar öll
völd á vellinum og skoruðu þrjú mörk til viðbótar.
m
y
n
d
f
a
ce
b
o
o
k
s
tj
ö
r
n
u
n
n
a
r
Árið 2014