Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Blaðsíða 14
Áramótablað 30. desember 201414 Fréttir Gleðilegt ár... ...með kryddum og kryddblöndum frá Pottagöldrum Þrettán ára hringdi inn sprengjuhótun 12. febrúar Þrettán ára gamall drengur hafði samband við flug­ málayfirvöld og sagði að sprengju væri að finna í flugvél WOW air. Vél­ in var á leiðinni frá Gatwick í Lund­ únum með 145 farþega sem öllum var boðin áfallahjálp. Mikill við­ búnaður var vegna málsins og var prakkarastriki drengsins tekið mjög alvarlega. Skrítið að leyfa hvalabjór 12. febrúar Neytendasamtökin voru afar undrandi vegna ákvörðunar Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávar­ útvegs­ og landbúnaðarráðherra, að taka fram fyrir hendur Heilbrigð­ iseftirlits Vesturlands sem bannaði sölu á hvalabjór Steðja og þótti það undarlegt enda var á meðal hrá­ efna hvalamjöl sem er allt að fimm ára gamalt og er ekki til manneld­ is. Ráðherra heimilaði söluna en í október kom svo loks í ljós að ekki var heimilt að selja hvalabjór eftir allt saman. Viðtalið sem allir töluðu um 16. febrúar Við­ tal Gísla Marteins Baldurssonar, í þættinum Sunnu­ dagsmorgunn, við Sigmund Davíð Gunnlaugsson for­ sætisráðherra vakti mikla athygli og tókust bæði þáttastjórn­ andinn og viðmælandinn á í þættin­ um. Þegar viðtalinu var lokið og Gísli Marteinn hafði þakkað Sig­ mundi Davíð fyrir komuna gat for­ sætisráðherrann ekki á sér setið og skaut á Gísla. „Þú stóðst þig ágæt­ lega í að sanna að þú værir ekki að tala fyrir ríkisstjórnina,“ sagði Sig­ mundur við furðu lostinn Gísla sem lét nægja að segja: „Takk.“ Kvenfyrirlitning í MORFÍS 16.febrúar „Kvenfyrirlitning/ kynferðisleg áreitni/kynbund­ ið ofbeldi gagnvart konum er ósanngjarnt, óvelkomið og alltaf móðgandi. Þetta er mjög alvar­ legt samfélagsmein sem okkur ber að uppræta og ég tek umræðunni fagnandi,“ sagði Tinna Rut Bjarna­ dóttir Isebarn og mótmælti harð­ lega því sem hún sagði vera rótgróna kvenfyrirlitningu í MORFÍS, mælsku­ og rökræðukeppni framhaldsskól­ anna. Áður hafði Eyrún Björg Guð­ mundsdóttir lýst sinni reynslu af slíkri framkomu, en upp úr sauð eftir keppni Menntaskólans á Ísafirði við Menntaskólann á Akur eyri. Eyrún tilheyrði MA og hafði einn meðlimur liðs MÍ haft uppi ljót orð um Eyrúnu í keppninni. Fleiri konur stigu fram í kjölfarið og lýstu reynslu sinni Vilja slíta viðræðum 21. febrúar Þings­ ályktunartillaga um að draga til baka um­ sókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu var sett fram. Mikil umræða varð um tillöguna í samfélaginu sem skipti sér í tvær fylkingar, með og á móti. Gríðarleg­ ur fjöldi undirskrifta safnaðist til að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnar­ innar og vikulegir mótmælafundir voru haldnir í nokkurn tíma. Ríkis­ stjórnin lét þó ekki segjast og hélt til streitu umdeildri tillögunni. Barkaígræðslu- þegi látinn 27. febrúar Andemariam Teklesen­ bet Beyene er látinn. Hann starfaði hér á landi við Jarðhitaskóla háskóla Sameinuðu þjóðanna og stundaði nám í jarðeðlisfræði við Háskóla Ís­ lands. Hann greindist með alvarlegt krabbamein í barka. Þrátt fyrir erf­ ið veikindi stundaði Andemariam námið eftir megni og hlaut læknis­ meðferð hér á landi og síðar í Sví­ þjóð þar sem græddur var í hann plastbarki og var þar með brotið blað í sögu læknavísindanna. En þetta var í fyrsta sinn sem slíkt líf­ færi, framleitt á rannsóknarstofu en innsíað með stofnfrumum líffæra­ þegans sjálfs, var grætt í mann­ eskju. Tekin fyrir af Hildi 27. febrúar Tónlistar­ konan Hafdís Huld Þrastar dóttir leitaði til lögreglu vegna grófra ummæla sem Hildur Lilli­ endahl lét falla nafnlaust um hana á árunum 2009 til 2010, á vefsíðunni Bland.is. Ummælin voru öll látin falla undir notendanafninu Nöttz, sem er notendanafn Hildar. Kastljós greindi frá málinu sem vakti mikla athygli. Hildur sagði eiginmann sinn bera ábyrgð á hluta ummælanna og sagði þau hjónin skammast sín og báðust þau fyrirgefningar. Fólk ældi vegna ofáts 4. mars Ikea ákvað að hætta að bjóða upp á íslenska þjóðarrétt­ inn, saltkjöt og baunir, á tvær krón­ ur á sprengidag. Ástæðan var sú að ofát var farið að vera vandamál á veitingahúsi IKEA á sprengidag. „Fólk át allt of mikið og var orðið veikt hérna – það ældu nokkrir. En það er engin stemmning í því. Aukningin var orðin svo mikil að við náðum ekki að halda staðnum hreinum,“ sagði Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea, í samtali við DV. Þriggja ára numin á brott 7. mars Lögregla fékk tilkynningu um að þriggja ára stúlka hefði verið numin á brott af mexíkóskum föð­ ur hennar á Álftanesi snemma morguns. Stúlkan var á leið í skólann ásamt móður sinni í Garðabænum þegar faðir henn­ ar kom aðvífandi og hrifsaði hana með sér. Hafði hann kom­ ið gagngert til landsins til að sækja dóttur sína en foreldrar telpunn­ ar höfðu nýverið slitið samvistum. Maðurinn skilaði stúlkunni síðar sama dag. Framhaldsskóla- kennari dæmdur fyrir misnotkun og vændiskaup 7. mars Hæstiréttur dæmdi fram­ haldsskólakennara á sjötugsaldri í ársfangelsi fyrir kynferðisbrot gegn pilti sem var þá fjórtán ára. Dómurinn var skilorðsbundinn Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012. Evonia www.birkiaska.is Sigmundur veitti fimm milljóna styrk með SMS Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráð- herra og formaður Framsóknarflokksins, veitti Fljótsdalshéraði fimm milljóna króna styrk úr ríkiskassanum með SMS-skilaboðum til forseta bæjarstjórnarinnar, Stefáns Boga Sveinssonar. Styrkurinn, sem var fyrir veghleðslu, vakti athygli, enda hafði engin umsókn verið lögð inn fyrir honum. Fimm milljónirnar sem Fljótsdalshérað fékk eru hluti af 97 milljónum sem runnu til kjördæmis Sigmundar Davíðs í umræddum styrkveitingum. Ríkisendurskoðun var ósátt við þessi vinnubrögð og segir að með þessu hafi jafnræðis ekki verið gætt. 4. mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.