Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Blaðsíða 20
Áramótablað 30. desember 201420 Fréttir Andra. Viðtalið birtist í DV í ágúst síðastliðnum. Var Sveinn Andri ósáttur við umfjöllun um „viðkvæm einkamálefni hans.“ Ritstjórn hafn- aði kröfu Sveins Andra og lögmanns hans. Sendiherrann sem hvarf 5. september Ma Jisheng, sendiherra Kína á Íslandi, er horfinn. Í ágúst- mánuði hafði ekkert til hans spurst í rúma sjö mánuði, og enn er á huldu hvert hann fór. Ma fór af landi brott þann 23. janúar síðastliðinn en hugð- ist snúa aftur í mars. Ekkert varð af heimkomu og engin svör fengust frá kínverska sendiráðinu um afdrif hans. Kínverskir fjölmiðlar greindu svo frá því nokkru síðar að Ma Jis- heng hefði verið handtekinn, grun- aður um að hafa lekið upplýsingum til stjórnvalda í Japan. Nýr ritstjóri DV 7. september Hallgrímur Thor- steinsson var ráðinn ritstjóri DV og Reynir Traustason leystur undan starfsskyldu sinni. Hækka virðis- aukaskatt á mat- væli og bækur 9. september Lægra þrep virðis- aukaskatts hækk- ar úr 7 prósentum upp í 12 prósent samkvæmt fjár- lagafrumvarpi ársins 2015 samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi. Þessi hækkun var svo samþykkt í desember þegar fjár- lagafrumvarpið var afgreitt. Viðurkenndi að hafa „danglað“ í barn 19. september Umboðsmaður barna vakti athygli á því að ríkis- saksóknari hefði ekki ákært í máli er varðaði starfsmann leikskólans 101 Reykjavík. Einn starfsmaður þar hafði viðurkennt að hafa „danglað“ í barnið vegna þess að það var óþekkt. Sagði umboðsmaður að bæði ríkislögreglustjóri og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefðu ekki túlkað íslensk lög rétt við rannsókn málsins. Kveikti á neyðarblysi í kennslustund 22. september Nemandi á yngsta stigi í Brekkubæjarskóla á Akra- nesi kveikti í neyðarblysi í miðri kennslustund. Drengurinn slasaðist mikið og samnemendum hans var mjög brugðið. Leitað að Christian 23. september Lögreglan á Vest- fjörðum, björgunar- sveitir og Landhelgisgæslan gerðu ítarlega leit að Christian Mathias Markus við Látrabjarg án árangurs. Leit stóð nokkuð lengi yfir en enn er Christian ófundinn. Mjólkursamsalan sektuð 23. september Samkeppnis- eftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Mjólkursam- salan beitti smærri keppinauta samkeppnishamlandi mismunun með því að selja þeim hrámjólk á 17% hærra verði en fyr- irtæki sem eru tengd MS greiddu. Er það mat Samkeppniseftirlitsins að verðmunurinn hafi verið til þess fallinn að veikja Mjólkurbúið Kú og stuðla að sölu á fyrirtækinu Mjólku til Kaupfélags Skagfirðinga á árinu 2009. Málið vakti mikla athygli og margir sniðgengu vörur MS vikurn- ar á eftir. Fannst látin 28. september Lögregla var kölluð að heimili ungra hjóna í Stelkshól- um í Breiðholti. Þar komu lögreglu- menn að ungri móður látinni. Eigin- maður konunnar, sem er 28 ára að aldri, var í haldi lögreglu grunaður um að hafa orðið henni að bana og síðan vistaður á geðdeild. Sagði sig frá málinu 2. október Ríkissak- sóknari sendi bréf til dómsmálaráðherra þar sem hann greindi frá því að hann væri ekki hæfur til að meta endur- upptöku á Guðmundar- og Geir- finnsmálunum sökum skyldleika við rannsóknaraðila. Örn Höskuldsson, fulltrúi yfirsakadómara, vann að rannsókn beggja málanna og stýrði rannsókn þeirra framan af en hann er kvæntur móðursystur Sigríðar. Erla Bolladóttir taldi einkennilegt hversu sein Sigríður var til að segja sig frá málinu, en það hafði verið á borði hennar í langan tíma. Fer í strætó í vinnuna 7. október Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnað- arráðherra, var ósáttur við um- fjöllun Kastljóss um tengsl og stjórnarstörf Ólafs Frið- rikssonar, skrifstofustjóra sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðuneytis. Ólafur, sem leiðir fyrir hönd ráð- herra störf nefnda um undanþágur frá tollum og verðlagningu mjólkur, hefur setið árum saman í stjórnum fjölda fyrirtækja með stjórnend- um Kaupfélags Skagfirðinga, sem er annar eigandi Mjólkursamsölunn- ar. „Hann hefur verið í 20 ár í ráðu- neytinu. Mér fannst, ef ég á að segja alveg eins og er, Helgi, að Kastljós hefði farið út á nýjar brautir í gær- kvöldi með því að ráðast á embætt- ismann sem kemur með strætó á hverjum degi í vinnuna,“ sagði Sig- urður Ingi. Fangi grunaður um smygl 9. október Fangi á Kvíabryggju grunaður um aðild að skipulagningu, fjármögnun og innflutningi á fíkniefnum til lands- ins. Maðurinn er 27 ára og við hús- leit sem tengdist rannsókn málsins lagði lögregla hald á hálft kíló af am- fetamíni, MDMA, stera og umtals- verða peningafjárhæð. ISNIC endurgreiðir Ríki íslam 13. október ISNIC, sem sér um skráningu léna með landsléninu .is, kemur til með að endurgreiða forsvarsmönnum vefsíðunnar Khilafah.is, skráningargjaldið sem greitt var við skráningu síðunnar. Vefsíðunni, sem var frétta- og upp- lýsingasíða fyrir Ríki íslam, var lok- að af ISNIC. Það var í fyrsta skipti í sögu internets á Íslandi sem fyrir- tækið grípur til þessa ráðstafana. Kæra leka 16. október Eimskipafélagið kærði leka á gögnum úr samkeppnis- eftirlitinu til lögreglunnar eftir um- fjöllun Kastljóss um meint samráð Eimskipa og Samskipa í flutningum hér á landi. Lögreglan vopn- ast með leynd 20. október DV greindi frá því að íslensk lögreglu- umdæmi hefðu fengið til afnota 150 vélbyssur, sem fengnar voru frá norska hernum. Vél- byssurnar komu hingað til lands eft- ir samning hersins við Landhelgis- gæsluna. Málið var afar umdeilt, enda hafði almenningur litla vit- neskju um vopnaburð lögreglunnar. Misvísandi upplýsingar ríkisstofn- ana leiddu til þess að lengi vel var óljóst hvort byssurnar hefðu verið gjöf eða hvort að íslensk stjórn- völd hefðu greitt fyrir þær. Eldgos í Holuhrauni Eldgos hófst um miðnætti í Holuhrauni norður af Dyngjujökli. Rúmlega eins kílómetra gossprunga opnaðist. Mikil skjálftavirkni hafði verið í Bárðarbungu í tæpan mánuð á undan eldgosinu. Gosinu lauk stuttu síðar, en þann 31. ágúst hófst stærra gos, sem gýs enn, og ekkert liggur fyrir um goslok er þessi annáll er skrifaður. Þá er enn óvíst hvort gos muni hefjast í Bárðarbungu, en eldgosið í Holuhrauni hefur verið hið mesta sjónarspil en með tilheyrandi gasmengun um land allt. 29. ágúst www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.