Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Blaðsíða 18
Áramótablað 30. desember 201418 Fréttir Allir sýknaðir í Aurum-málinu 5. júní Lárus Welding, Magnús Arnar Arn- grímsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Bjarni Jóhannesson voru allir sýknaðir í Aurum-málinu svo- kallaða. Málið snerist um sex milljarða króna lánveitingu út úr Glitni í maí 2008 og tengdist við- skiptum með skartgripaverslana- keðjuna Aurum. Ákærður fyrir tölvupóst 5. júní Íslenskur karlmaður á sjö- tugsaldri var ákærður fyrir brot á lögum um fjar- skipti vegna þess að hann áframsendi tölvupóst frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni fjárfesti sem hann fékk sendan fyrir slysni síðla árs 2012. Tölvupósturinn fjallaði um fjármögnun á rekstri Iceland-keðj- unnar á Íslandi. Lést eftir fall úr rússíbana 7. júní Andri Freyr Sveinsson lést í skelfilegu slysi í rússíbana í Terra Mítica-skemmtigarðin- um á Benidorm á Spáni. „Hann var einn af þeim flottustu,“ sagði móðir Andra í viðtali við DV. Nýr meirihluti 11. júní Dagur B. Egg- ertsson, Samfylkingu, Sigurður Björn Blön- dal, Bjartri framtíð, Sóley Tómasdóttir, Vinstri grænum og Halldór Auðar Svansson, Pírötum, kynntu samstarfs- sáttmálann sem flokkarnir höfðu gert með sér fyrir komandi kjör- tímabil borgarstjórnar í Reykjavík. Dagur er borgarstjóri en Sóley for- seti borgarstjórnar. Hundsar Ísland 11. júní Íslendingum var ekki boð- ið að taka þátt í ráðstefnunni „Our Ocean" eða „Hafið okkar“ sem utan- ríkisráðuneyti Bandaríkjanna stóð fyrir í Washington í júní. Ástæðan var sögð vera hvalveiðar Íslendinga. Harmleikur við Bleiksárgljúfur 13. júní Tvær konur létust við Bleiksár- gljúfur í Fljótshlíð. Konurnar, þær Pino Becerra og Ásta Stefáns- dóttir, höfðu dvalið í sumarbústað nærri gljúfrinu og hófst leit að þeim þegar þær skiluðu sér ekki til vinnu eftir hvítasunnuhelgina. Lík Pino fannst í gljúfrinu daginn sem leit hófst, en Ásta fannst ekki fyrr en 15. júlí eftir gríðarlega umfangs- mikla leit. Skýrslan um dauða Sævars 13. júní Skýrsla sem beðið hafði verið eftir í rúmt hálft ár og sneri að andláti Sævars Rafns Jónasson- ar í Hraunbæ í desember 2013 kom út. Þar var greint frá því að ríkissak- sóknari gerði engar athugasemdir við aðgerðir lögreglunnar í Hraun- bæ þar sem Sævar Rafn var felld- ur af vopnuðum lögreglumönnum. Fjölskylda Sævars gerði margar athugasemdir við skýrsluna og endurtók að kerfið hefði brugðist Sævari sem glímdi við erfiðan geð- sjúkdóm. Flytur Fiskistofu 30. júní Starfsmenn Fiskistofu lýstu yfir mik- illi reiði vegna áforma sjávarútvegsráðherra, Sigurðar Inga Jóhann- essonar, með flutn- inga stofnunarinnar frá Hafnarfirði og á Akureyri. „Falsað“ bréf 12. júlí Morgunblaðið hefur beðið lesend- ur sína afsökunar á rangfærslum sem birtust í Reykjavíkur- bréfi, pistli ritstjóra. Af einhverjum ástæð- um taldi ritstjóri Morgun- blaðsins að sendandinn væri Tryggvi Gunnarsson, umboðsmað- ur Alþingis og fyrrverandi nefndar- maður í rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið. Fjallað var um bréfið með þeim hætti í Reykja- víkurbréfi Morgunblaðsins. Reyndin var sú að um allt annan Tryggva var að ræða. Fundu Nathan 23. júlí Kennslanefnd ríkis- lögreglustjóra staðfesti að lík sem fannst við Háöldu suðvestur af Landmannalaugum væri af banda- rískum ríkisborgara, Nathan Samu- el Foley-Mendelssohn. Ekkert hafði spurst til hans frá 10. september 2013 er hann var staddur í Land- mannalaugum. Hætti vegna afskipta Hönnu Birnu af lögreglu- rannsókn 29. júlí DV greindi frá því að Stefán Eiríksson, lög- reglustjóri á höfuðborgar- svæðinu, hefði hætt störfum vegna undir- liggjandi hót- ana og ítrekaðra afskipta Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur innanríkis- ráðherra af störfum lög- reglunnar í tengslum við lekamálið. Hann tók við starfi á velferðarsviði Reykjavíkurborgar en í hans stað hjá lögreglunni kom Sigríður Björk Guðjónsdóttir. DV fjall- aði ítarlega um málið, en Stef- án vildi sjálfur ekki tjá sig um það heldur vitnaði til texta í bítlalagi og sagði: „She came in through the bathroom window.“ Í kjölfarið kallaði umboðsmað- ur Alþingis eftir svörum frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkis- ráðherra, Stefáni Eiríkssyni og Sig- ríði Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara. Niðurstöðu í frumkvæðisathugun umboðsmanns er að vænta árið 2015. Stefán staðfesti síðar að Hanna Birna hefði haft afskipti af rannsókninni og kvartað yfir því að hún tæki of langan tíma. Gísli Freyr ákærð- ur – Hanna Birna hættir sem dóms- málaráðherra 15. ágúst Greint var frá því að ríkis- saksóknari hygð- ist ákæra Gísla Frey Valdórsson, pólitískt skipaðan aðstoðarmann inn- anríkisráðherra, fyrir að leka trúnaðarupplýsingum um ní- geríska hælisleitendur til fjölmiðla. Ráðherra leysti Gísla frá störfum, en að hennar sögn hafði hann tjáð henni að hann væri saklaus. Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráð- herra, óskaði eftir því við forsætis- ráðherra að þau málefni sem undir hana heyra og hafa með dóms- mál og ákæruvald að gera færist tímabundið til annars ráðherra. Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson for- sætisráðherra tók við embættinu af Hönnu Birnu. Ákærður fyrir uppflettingar 19. ágúst Lög- reglumaðurinn Gunnar Schev- ing Thorsteins- son var ákærður fyrir óeðlileg- ur uppflettingar í LÖKE-kerfinu annars vegar og hins vegar sakaður um að hafa sent félaga sínum upplýs- ingar úr kerfinu í gegnum Facebook. Alls fletti Gunnar upp 45 konum á tímabilinu 7. október 2007 til 16. nóvember 2013 sem ríkissaksóknari segir að hafi ekki tengst starfi hans sem lögregluþjóns og hann hafi því misnotað stöðu sína til að afla sér upplýsinga um konurnar. Mikael rekinn 25. ágúst Mikael Torfasyni var sagt upp störfum sem aðalritstjóra 365 miðla. Kristín Þorsteinsdóttir, sem áður gegndi stöðu útgefanda 365 miðla, var sett í hans stað. Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, sagði upp stuttu síðar, en áður en hann gerði það skrifaði hann grein þar sem hann fjallaði meðal annars um eigendur fjölmiðla sem réðu til sín starfsfólk sem væri náið og handgengið eigendum. Stakk kærustu sína 28. ágúst Daníel Andri Kristjáns- son réðst með fólskulegum hætti að 22 ára gamalli sambýliskonu sinni með hnífi. Daníel var í október dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir árásina. Vill 10 milljónir frá DV vegna viðtals 2. september Lögmaðurinn Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson hefur fyrir hönd lögmannsins Sveins Andra Sveinssonar krafið Reyni Traustason, ritstjóra DV, Viktoríu G. Hermannsdóttur, blaðamann DV og DV. ehf. um tíu milljónir króna vegna viðtals við stúlku sem kveðst vera barnsmóðir Sveins Rjúkandi rúst Húsakynni efnalaugarinnar Fannar og BT/Griffils voru gjörónýt eftir stórbruna í Skeifunni í Reykjavík. Miklar skemmdir urðu á húsum og lausafé í brunanum en illa gekk að eiga við hann. Fjöldi fólks fór til að fylgjast með aðgerðum slökkviliðsins og björgunarstörfum og truflaði slökkvistarf fyrir vikið. 6. júní KR flugeldaR KR Heimilinu Frostaskjóli Opið til kl.22 í dag Og til kl.16 á gamlársdag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.