Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Blaðsíða 36
Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 36 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjóri: Hallgrímur Thorsteinsson Fréttastjóri: Jóhann Hauksson • Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Áramótablað 30. desember 2014 Mun alltaf sakna Íslands Þetta er gaman, en þetta er líka erfitt Ég er búinn að fyrirgefa honum Frá forneskju til framtíðar Shady Owens gerir upp hljómsveitarárin á Íslandi. – DV Gerður G. Bjarklind hefur lesið jólakveðjur fyrir landsmenn í fjóra áratugi. – DVÁrni Viljar Skjóldal stóð andspænis nauðgara sínum. – DV F yrirheitin voru fögur í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- ar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks þegar hún tók við stjórnartaumunum í fyrrasumar. Megináherslurnar þar voru bættur hagur heimilanna, efl- ing atvinnulífsins „með aukinni verðmætasköpun í þágu almanna- hags“ og aukin samheldni og sam- staða þjóðarinnar. Um þessi áramót, þegar við nálgumst miðbik kjörtímabils ríkis- stjórnar Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar, er veruleikinn hins vegar svo gjörólíkur grundvallar- stefinu sem slegið var í upphafi að stefnuyfirlýsingin er næsta innan- tóm. Þessar setningar úr upphafi hennar hljóma núna eins og öfug- mæli: „Ríkisstjórnin mun leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tor- tryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfé- laginu um nokkurt skeið … Með að- gerðum sínum hyggst ríkisstjórnin einnig eyða þeirri pólitísku óvissu sem hefur verið of áberandi þáttur í íslensku þjóðlífi á undanförnum árum. Unnið verður að víðtækri sátt við aðila vinnumarkaðarins um þróun vinnumarkaðar og upp- byggingu til framtíðar.“ Eins og nú horfir stefnir í að eini samtakamátturinn sem þessari ríkis stjórn tekst að virkja með þjóð- inni á nýju ári verði fjöldaaðgerðir á vinnumarkaði til að knýja á um bætta afkomu heimilanna sem lof- að var. Tónninn í verkalýðshreyf- ingunni er þannig núna að líklega mun fólkið sjálft ákveða að sækja sér sanngjarnari „hlutdeild í þeirri verðmætasköpun sem Ísland og ís- lenska þjóðin getur af sér,“ eins og stefnuyfirlýsingin orðar það. Ein- hvers konar þjóðarsátt 2.0 eins og stjórnarliðar tala um er hvergi í sjónmáli. Og ekki verður heldur sagt að ríkisstjórninni hafi tekist það meginætlunarverk sitt að eyða póli- tískri óvissu í meginmálum. Þvert á móti hefur óvissan í þeim sjaldan verið meiri. Það er hvergi hrein- ar línur að sjá. Ríkisstjórnin slær úr og í með formleg slit á aðildar- viðræðum við ESB, sem hún vildi fara í en var gerð afturreka með á árinu. Fjármögnun 80 milljarða skuldaleiðréttingarinnar er ekki að öllu leyti trygg, gæti farið í bak- lás og var með allt öðrum hætti en talað hafði verið um. Margboðuð aflétting fjármagnshaftanna er enn að mestu óskrifað blað þó Lands- bankabréfið sé frá í bili og mismun- andi áherslur stjórnarflokkanna í þessu risamáli valda öryggisleysi og óvissu sem allir vildu vera án. Veiði- gjöld í kvótakerfinu halda áfram að lækka og ólíklegt er að nokkur sátt náist um þá nýju útfærslu kerfis- ins sem er í burðarliðnum. Í ferða- þjónustunni hefur enn ekki tekist að lenda fjármögnunarleið til að tryggja ferðamannastaðina gegn ágangi. Og síðast en ekki síst þá er heilbrigðiskerfið, sómi og skjöldur íslenska velferðarríkisins, enn á heljarþröm án þess að bjargir séu í sjónmáli. Það er því sama hvert litið er: Óvissa, öryggisleysi og átök blasa alls staðar við í stað stjórn- festu og sáttfýsi. Ríkisstjórnin birtist fólki önug og afundin eins og margoft sást í framgöngu forsætisráðherrans og ekki síður í lekamálinu, þar sem DV stóð vaktina. Hún skammast út í fjölmiðla og vegur beinlínis að þeim eins og í tilfelli RÚV. Lausnir hennar og aðgerðir virka andlausar og gamaldags með fáeinum undan- tekningum og raunverulega frekar sniðnar að þröngum sérhagsmun- um til sjós og lands frekar en hags- munum heildarinnar, jafn fáránlegt og það er að þurfa að segja það. Völva DV spáir að þessu sinni velheppnuðum aðgerðum í efna- hagslífi þjóðarinnar. Það væri ósk- andi að það rættist en við þurfum ekki lengur á þeim forneskjulegu vinnubrögðum að halda sem hafa einkennt þessa ríkisstjórn, við þurf- um nýjar grundvallarreglur og stjórnarskrá, nýja sýn og nýja hag- stjórn. Við þurfum einfaldlega nýtt fólk sem áttar sig á því hvaða ár er að ganga í garð. n Gleðilegt ár 2015! Straumur við stýrið Það sætti tíðindum í fjár- málaheiminum í gær þegar Jakob Ásmundsson forstjóri Straums tilkynnti að Straumur hefði náð tökum á 58% hluta í Íslenskum verðbréfum. Með þessu hefur Straumur tekið sér aðalhlutverk í enn frekari sameiningu minni fjármálafyrirtækja í keppninni við þá stóru, sérstaklega Arion banka. Keppnin um Íslensk verðbréf stóð á milli Straums og MP banka og Straumur þykir nú í lykilsstöðu í að taka yfir MP banka, eitthvað sem margir telja að gerist í framhaldinu. Hvað gerir Sigmundur Davíð? Lítið hefur farið fyrir þreifingum um afnám fjármagnshaftanna milli jóla og nýárs og engin áber- andi næturljós hafa sést loga á lykilskrifstof- um. Í hópi þeirra sem fylgjast með málinu er þó enn rætt um þá tog- streitu um leið- ir í afnámi hafta sem ríkt hef- ur milli foringja ríkisstjórnar- flokkanna, um það hvort eigi að fara samningaleið Bjarna Ben eða þrotaleið Sigmundar Davíðs. Þó svo að samkomulagið sem náðist í byrjun desember um greiðslur til kröfuhafa í þrota- bú gamla Landsbankans bendi frekar til þess að áherslur Bjarna séu ofan á í málinu, er ekki búið að afskrifa þann möguleika að forsætisráðherra hafi ekki gefist upp og beiti sér á einhvern hátt fyrir sinni leið sem átti að færa Íslandi mörg hundruð milljarða á silfurfati. Í því sambandi er einna helst beðið eftir áramóta- ávarpi Sigmundar Davíðs kl. 20.00 á gamlárskvöld. Af Jómfrúnni í Stjórnarráðið Ráðherrar Sjálfstæðisflokks- ins munu enn vera að klóra sér í kollinum yfir ríkisstjórnarfund- inum föstudaginn 12. desember sem Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son forsætisráð- herra boðaði til með ótrúlega skömmum fyrir- vara. Sagan segir að Bjarni Bene- diktsson, Illugi Gunnarsson, Jón Gunnarsson og Svanhildur Hólm hafi setið að snæðingi á Jóm- frúnni í hádeginu þennan um- rædda laugardag og etið þar vel og drukkið í lok strembinnar þingviku og orðið hvumsa þegar sms hafi komið frá forsætisráð- herra þar sem hann boðaði til ríkisstjórnarfundar kl. 17 þann sama dag. Á ríkisstjórnarfundin- um hafi Sigmundur Davíð síðan tilkynnt um eitt mál á dagskrá, skýrslu norðvesturnefndar um að RARIK færi á Sauðárkrók og rekstur skipa Landhelgisgæsl- unnar í Skagafjörð o.fl. og hvort þetta væri ekki bara samþykkt. RÚV orðaði það þannig í fréttinni daginn eftir að tillögurnar hafi fallið í grýttan jarðveg hjá ráð- herrum Sjálfstæðisflokksins, sem var víst vægt til orða tekið. Tillög- ur norðvesturnefndar hafa enn ekki verið birtar. G uðni Ágústsson, fyrrver- andi ráðherra, framsóknar- formaður, rithöfundur, og framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, er tvímælalaust einn af mönnum ársins á Íslandi árið 2014. Ekki að Guðni hafi gert eitthvað sérstaklega merkilegt eða sögulegt sjálfur á árinu: Hann er hins vegar varðmaður og tákn- menni þeirra valdaafla sem heldur betur sýndu tennurnar á árinu sem er að líða; aflanna sem ráða svo miklu á Íslandi. Þessi valdaöfl – sérstaklega Kaupfélag Skagfirðinga sem er risi á landbúnaðarmarkaðnum, í fisk- veiðum, verslun með olíu og sem teygir sig nú einnig inn í orkugeir- ann – eru í grunninn efnahagsleg en sækja svo líka styrk sinn til stjórn- málanna þegar Framsóknarflokk- urinn kemst í ríkisstjórn og magnast þá að mætti. Að ráða bæði yfir fjár- magni og pólitískum völdum, með- al annars því að geta komið að því að stýra opinberum stofnunum og fjármagni í ákveðnar áttir og hlut- ast til um opinbera stefnumörkun, er auðvitað kröftug blanda. Guðni hafði að mestu legið í dvala frá því að hann hætti í stjórnmálunum en á árinu sem er að líða sýndi hann í pólitísku tennurnar með hækkandi framsóknarsól. Framsóknarmenn eins og Guðni „nenna“ heldur ekki lengur að skammast sín fyrir það sem þeir eru. Órökrétt og vanhugs- uð byggðastefna; grímulaus hags- munagæsla – já, takk. Hvaða dæmi má nefna um þetta? Stórlækkuð veiðigjöld, virkj- anir í nýtingarflokk, Fiskistofa til Akureyrar, RARIK og Landshelgis- gæslan á Sauðárkrók … Besta dæmið um slíka skörun á milli efnahagslegra hagsmuna einkaað- ila og stjórnmálalegs valds er samt MS-málið sem upp kom síðla árs 2014. Mjólkursamsalan var sektuð um 370 milljónir fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu og mæddi í kjölfarið einna mest á Guðna sem málsvara Mjólkursamsölunn- ar. Kannski var MS-málið stærsta fréttamál ársins á Íslandi því mál- ið sýnir svo vel hvernig þessi hags- munaskörun er í íslensku samfélagi auk þess sem mjólkumálið varðar allan almenning. Ein eftirminnilegasta tilvitn- unin í íslenskri samfélagsumræðu á seinni árum er að mínu mati eftirfarandi orð Össurar Skarp- héðinssonar árið 2006 þar sem hann rammaði inn störf Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, undir fyrir- sögninni „Pólitískur fixer kveður“: „Í Kjartani ófust saman eitraðir þræðir stjórnmála og stórauðvalds Ég hef stundum kallað innsta kjarna Heimastjórnarflokksins velviljað patríarkí, feðraveldi, sem beitti valdi sínu til að móta sam- félagið eftir þeirri mynd, sem þeir drógu sjálfir upp af því.“ Þessi orð gætu ekki síður átt vel við um Guðna Ágústsson árið 2014 en Kjartan Gunnarsson á ár- unum 1991–2006. Guðni er ein- hvers konar „pólitískur fixer“ sem tengir saman efnahagsleg völd og stjórnmál. Guðna var stillt upp til að gagnrýna þá sem gagnrýndu Mjólkursamsöluna eftir úrskurð Samkeppniseftirlitsins og kom hann fram í mörgum spjallþátt- um – frekar en forstjóri MS – til að gæta þessara hagsmuna. Ekki má svo gleyma að það var Guðni sjálf- ur sem var landbúnaðarráðherra þegar búvörulögin voru sett sem núverandi kerfi byggir á í dag. Önnur saga af Guðna, sem tals- vert minna fór fyrir en MS-málinu, var frásögn Reynis Traustasonar, fyrrverandi ritstjóra DV, í minn- ingabók af því hvernig honum var boðið hlutafé í DV á skrifstofu hans hjá Mjólkursamsölunni í fyrra. Reynir fór til fundar við Guðna og Óskar Bergsson á skrifstofu hins fyrrnefnda þar sem fundarefnið var óljóst framan af þó Guðni lýsti yfir áhyggjum af Sigmundi Dav- íð Gunnlaugssyni, að sögn Reyn- is. „Loks komust menn að kjarna málsins. Óskar spurði hvern- ig rekstur DV gengi. Ég sagði sem var að við þyrftum aukið hlutafé og værum að leita. Óskar gaf þá var- færnislega til kynna að hugsanlega væri hægt að bjarga því. Þar sem ég sat í hjarta Mjólkursamsölunn- ar hugsaði ég með mér að það væri galin hugmynd þótt hugsanlega hefði þetta verið sett fram af góðum hug.“ Af hverju, og fyrir hvern, vildu Óskar Bergsson og Guðni Ágústs- son setja hlutafé í DV? Hvorugur þeirra hefur stundað fjárfestingar í fjölmiðlum í gegnum tíðina. Guðni komst svo aftur í um- ræðuna í árslok fyrir að hafa veitt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni stórkross hinnar íslensku fálka- orðu en forsætisráðherrann skipaði hann einmitt formann orðunefnd- ar fyrir tæpu ári síðan. Fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins veitir núverandi formanni Fram- sóknarflokksins fálkaorðu fyrir eitt- hvað sem enginn veit hvað er. Guðni Ágústsson vinnur fyrir og ver hagsmuni einkaaðila í mjólkur- iðnaði með kjafti og klóm í fjöl- miðlum; hann kemur að því að reyna að setja hlutafé inn í fjölmið- il ásamt öðrum framsóknarmanni og hann veitir forsætisráðherra Ís- lands orðu fyrir vel unnin störf. Og þetta er bara það sem við vitum að hann gerði. Svo er það örugglega allt hitt sem við ekki vitum. Á hvaða vígstöðvum vinn- ur Guðni eiginlega? Eða kannski frekar: Á hvað vígstöðvum vinn- ur Guðni ekki? Hann er hvorki bara starfsmaður MS né auðvitað bara stjórnmálamaður – ekki leng- ur – en einhvers konar blanda er hann: Eins konar agent sem vinnur á mörkum efnahagslífs og stjórn- mála. Bitlingar hér, brauðmolar hér. Já, hann er framsóknarmaður. Guðni Ágústsson var valdamað- ur á Íslandi í tíð ríkisstjórna Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknar- flokksins á árunum 1995 til 2007 og hann er það einnig í valdatíð sömu flokka á árunum 2013 til 2017. Ein- hver myndi kalla þetta ástand aft- urhvarf til fortíðar eða kannski bara tilraun til að halda Íslandi nokkurn veginn eins og það var fyrir haustið 2008. Nú ríkir sannarlega aftur Guðnæri á Íslandi og háborðið er í Skagafirði. Ég hugsa til næsta árs með spenningi. n Guðnærið Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Kjallari „Nú ríkir sannar- lega aftur Guðnæri á Íslandi og háborðið er í Skagafirði. Leiðari Hallgrímur Thorsteinsson hallgrimur@dv.is „Nú stefnir í að eini samtakamáttur- inn sem þessari ríkisstjórn tekst að virkja á nýju ári verði fjöldaaðgerðir á vinnumarkaði til að knýja á um bætta afkomu heimilanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.