Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Blaðsíða 48
Áramótablað 30. desember 201448 Skrýtið Nemum í alþjóðlegum fagháskólum gefst einstakt tækifæri til að kynnast suðupotti hugmynda, með stefnum og straumum víða að úr heiminum. Nám erlendis opnar einnig möguleika á að hitta „rétta“ fólkið og komast áfram á alþjóðlegum markaði. Furðulegar fréttamyndir Í myndabanka Reuters- fréttastofunnar kennir ýmissa grasa. Þangað rata inn myndir frá ýmsum merkisatburðum hvaðanæva úr heiminum, en einnig slæðast þangað inn stórfurðulegar ljósmyndir sem varpa ljósi á hversu skrýtin, hugvitssöm og fjölbreytt mannskepnan er. DV tók saman nokkrar skemmtilegar furðumyndir úr myndabanka Reuters frá árinu 2014.  Segulmagnaður Hinn 56 ára gamli segulmagnaði Bosníumaður Muhibija Buljubasic segist vera gæddur þeim hæfileikum að málmhlutir festist við hann. Buljubasic segist geta fest nánast hvaða hlut sem er við líkama sinn með hjálp einhvers konar „orku“, en vísindamenn hafa þó ekki enn sannreynt þessar fullyrðingar hans. Til að sýna fram á þessa hæfileika sína sat hann fyrir hjá ljósmyndara Reuters með ýmsa hluti fasta við sig, þar á meðal snjallsíma og hnífapör.  Allt á hvolfi á þessu heimili Í maí reistu hugvitssamir einstak- lingar einbýlishús í Sjanghaí í Kína, sem væri ekki frásögur færandi nema fyrir þá staðreynd að ólíkt flestum öðrum húsum, sem byggð eru upp frá grunni, var byrjað á þakinu í þetta skiptið. Þetta þriggja herbergja einbýlishús er byggt á hvolfi og einnig eru allir innanstokks- munir þess festir upp á hvolfi, þannig að þeir sem líta inn fyrir verða líklega heldur ringlaðir. Ekki er þó búið í húsinu heldur er það ætlað sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn.  Þakinn býflugnabóndi Í apríl síðastliðnum spreyttu margir, bæði hugrakkir og fífldjarfir, sig á ýmsum misgáfulegum afrekum í þeim tilgangi að komast í heimsmetabók Guinness. Menn geta sett heimsmet í ýmsu, en hinn 34 ára gamli Kínverji She Ping ákvað að setja heimsmet í því að hafa sem flestar býflugur á sér í einu. Ping, sem er býflugnabóndi, tókst ætlunarverk sitt eftir að hafa þakið líkama sinn með yfir 460.000 býflugum. Flugurnar vógu samtals 45 kíló.  Glæfraakstur í Sádi-Arabíu Í Sádi- Arabíu hefur heldur glæfralegt æði gripið um sig meðal ungra bíl stjóra, en það gengur út á að keyra bifreiðum á tveimur hjólum og stinga höfðinu út um gluggann. Svo virðist sem það tíðkist einnig að ganga eins langt og hægt er í þessu æði, en margir bæta um betur til dæmis með því að setjast utan á bílana eða gera armbeygjur ofan á þeim.  Í kröppum snúningi Vetrarólympíuleikarnir fóru fram í borginni Sochi í Rússlandi dagana 7.–23. febrúar. Leikarnir fóru fram í skugga mikillar gagnrýni á rússnesk stjórnvöld, en þau voru meðal annars gagnrýnd fyrir að brjóta á mann- réttindum samkynhneigðra. Ljósmyndari Reuters náði þessari skemmtilegu mynd af rússneska listskautaranum Evgeny Plyus- hchenko þar sem hann var í miðjum snúningi.  Pulsaði sig 113-falt upp Takeru Kobayashi er einna þekktastur fyrir að geta gleypt í sig mat á mettíma, en hann hefur sett nokkur heimsmet í kappáti á síðustu árum. Í ár keppti hann í fyrstu heimsmeistarakeppninni í brauðlausu pulsu- kappáti og bar sigur úr býtum eftir að hafa hámað í sig 113 stykki. Kobayashi hefur áður sett met meðal annars með því að gleypa í sig 93 hamborgara á átta mínútum og 337 kjúklingavængi á hálftíma.  Jesús slakar línunni Heimsmeistara- keppnin í fótbolta fór fram í Brasilíu í sumar. Flestir beindu lins- unum að vellinum en fréttastofa Reuters hvatti sína ljós- myndara til að taka einnig skemmtilegar og öðruvísi myndir af því sem gekk á. Hér má sjá mynd sem ljósmyndari náði af verkamanni sem hékk í línu sem búið var að festa við stytt- una af Jesú Kristi sem gnæfir yfir borgina Ríó. Styttan er 30 metrar að hæð og var byggð á árunum 1922–1931.  Í klóm tígursins Fjöl- margir fylgdust með af skelfingu þegar kínverskur maður tók sig til og stökk inn í gryfju tveggja hvítra bengaltígra í dýragarði í borginni Chengdu í febrúar síðastliðnum. Maðurinn slasaðist þó sem betur fer aðeins lítillega, en starfsmenn dýragarðsins náðu að bjarga honum úr gryfjunni eftir að hafa skotið deyfipílum í tígrana. Árið 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.