Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Blaðsíða 39
Áramótablað 30. desember 2014 Fólk Viðtal 39 einnig jómfrúarsýninguna í Rýminu. Ég þekki því bæinn aðeins þótt ég muni kynnast annarri hlið núna sem fjölskyldumaður. Fyrir tíu árum dvaldi ég hér einn en flaug á milli. Það fannst mér erfitt enda er heim- ilið þar sem fjölskyldan er.“ Skemmtilegur skali Honum líst vel á samþættingu Leik- félags Akureyrar, Menningarhússins Hofs og Sinfóníuhljómsveitar Norð- urlands í eitt menningarfélag. „Ég held að það sé gæfuspor að sam- eina þessi öflugu félög undir einum hatti. Ég hef leikið á sviði Hofs sem er mjög flott hús. Það er mjög skemmti- legur skali sem maður hefur þarna. Annars vegar erum við með 100 ára gamalt hús með ótrúlegan sjarma og „magic“ þar sem sagan drýpur af veggjunum og hins vegar með stórt menningarhús með aðstöðu í hæsta gæðaflokki. Ég held að það styrki þau og dagskráin verði þéttari ef þau eru ekki í samkeppni hvert við annað.“ Komst ekki inn Jón Páll ólst upp í Keflavík. Hann út- skrifaðist úr East 15 Acting School í London árið 2000 en hafði áður gert eina tilraun til að komast inn í Leik- listaskóla Íslands sem þá var og hét. „Sem krakki var ég alltaf sprellandi fyrir framan sjónvarpið en man ekki til þess að hafa átt einhverja leikara- drauma. Ekki fyrr en ég fór á sýningu Alþýðuleikhússins og sá hvað það var gaman hjá þeim á sviðinu. Þetta er mín fyrsta ljóslifandi minning um leikshús en þarna var ég svona tíu ára. Svo gerði ég ekkert í þess- um pælingum í langan tíma þar til ég ákveð að slá til frekar seint eða 26 ára. Ég komst inn í 16 manna hópinn en fékk svo bréf um að ég færi ekki áfram. Ég fékk nett áfall. Þetta var viss höfnun. En svo var ég heppin að sjá auglýstar áheyrnarprufur fyr- ir breskan leiklistarskóla. Ég fór og fékk boð um að ég gæti fengið inn- göngu. Eftir að hafa farið út og skoð- að aðstæður sló ég til. Þetta var mik- ill reynsluheimur; að flytja í annað land, tala annað tungumál og læra inn á annan menningarheim.“ Erfiðar spurningar Þau Íris hafa verið saman frá árinu 1991 en Íris er fædd í Reykjavík. Þrátt fyrir að þau séu bæði skapandi sálir segir hann sambandið ganga vel og þvertekur fyrir að þar fari tvö stór egó sem berjist um athyglina. „En það er oft erfitt að vera með manneskju sem elskar mann en er svona hreinskil- in. Það er gjöf en á sama tíma erfitt. Hún lætur mig vita ef ég er að beygja af braut, þá spyr hún mig spurninga, erfiðra spurninga. Við eigum í miklu samtali og hún veitir mér innblástur,“ segir hann en hjónin hafa einnig unnið saman í leikhúsinu þegar hún hefur hannað búninga fyrir sýningar sem hann hefur leikstýrt. Mannlegt skrímsli Þótt Jón Páll hafi hallast meira að leik- stjórn síðustu árin vakti hann tölu- verða athygli fyrir leik sinn í kvik- myndinni París norðursins og sem illmennið í sjónvarpsþáttunum Hrauninu, karakter sem gæti líklega ekki verið fjær honum. Jón Páll þótti takast að gefa skrímslinu ákveðna mennska eiginleika sem, auk tattú- anna og mikla skeggsins, skapaði ákaflega trúverðugan glæpamann sem fékk kalt vatn til að renna á milli skinns og hörunds áhorfenda. „Ég hugsaði með mér; hvað er það skelfi- legasta við svona skrímsli og komst að því að það er ef skrímslið er mann- legt eins og við hin, verslar í Bónus og er með börn á sama leikskóla og við,“ segir Jón Páll sem fékk miklu meiri viðbrögð en hann bjóst við. „Fólki fannst jafnvel óþægilegt að hitta mig úti á götu eða í Bónus. Það var samt gaman að takast á við þessa rullu enda alltaf gaman þegar núningurinn er mikill. Maður fann það í tökum að það var rafmagn í gangi.“ Spurning um sjálfstæðisbaráttu Hann segist hafa mikla trú á íslenskri kvikmyndagerð. „Ég tek ofan fyrir öllum þeim sem starfa í kvikmynda- og sjónvarpsmyndagerð á Íslandi og keppast um að framleiða efni fyrir þennan pínulitla markað, þetta mál- svæði sem telur 300 þúsund manns. Það að yrkja, dansa eða leika, öll sköpun er hluti af baráttunni fyrir tungumálinu, að halda íslenskunni lifandi. Hvort sem ráðist er í að gera glæpaseríu eða annað, allt er þetta til að viðhalda málinu því ef við yrkjum ekki á íslensku, skrifum ekki bækur eða blöð á íslensku þá erum við ekki þjóð. Við byggjum sjálfstæði okk- ar á tungumálinu og það er eðlileg krafa að standa vörð um það og um leið stærsta lógíkin til að fá peninga lagða í menninguna. Annars gæt- um við sparað okkur stórfé og flutt menninguna inn og bara tekið upp ensku eða kínversku. En þetta er ekki bara spurning um menningu heldur sjálfstæðisbaráttu,“ segir hann og er heitt í hamsi. Þrátt fyrir að hafa notið þess að vinna framan við myndavélina neit- ar hann því að hafa áhyggjur af því að missa af spennandi verkefnum þar sem hann verður upptekinn leikhússtjóri næstu þrjú árin í það minnsta. „Mað- ur missir alltaf af einhverju og ég er að taka við mjög spennandi verkefni.“ Á móti óttastjórnun Aðspurður segist hann ekki vita hvort hann eigi eftir að leika á sviðinu fyrir norðan. „Það er risastór spurning. Ég er leikari og leikstjóri og hef einnig tekið þátt í að búa til og smíða ný verk. Ég kem þarna inn sem listrænn stjórnandi en mun reyna að nýtast á hvern þann hátt sem hægt er. Ef það þýðir að ég leiki þá geri ég það. Það er alltaf gaman að leika, það er það skemmtilegasta sem ég geri. Að leikstýra er annars konar en hvort tveggja hefur sinn sjarma. Sem leikstjórnandi er ég mjög á móti óttastjórnun og því að setja þannig pressu á fólk að það sé und- ir álagi eða streitu. Ég held að slíkt sé ekki besta leiðin til að ná fram því besta. Ég held uppi aga en vil um leið hafa opið samtal. Ég hef ekki trú á því að þú náir því besta út úr fólki ef það er óttaslegið og hrætt við að verða refsað. Mantran verður að vera sú að leiksýningin verður aldrei alveg eins og maður vill að hún verði og hún verður aldrei eins og hún var í gær. Hún verður bara eins og hún er.“ Þrjóskur og fylginn sér Hann viðurkennir að hafa eflaust einhvern tímann verið erfiður þegar kemur að því að láta leikstýra sér. „Það fer eftir því hvernig þú skil- greinir það hvað er að vera erfiður,“ segir hann brosandi en bætir svo við: „Mér finnst þægilegra, þegar ég vinn undir öðrum, að vita að það megi spyrja spurninga og afhjúpa van- kunnáttu sína. Það er áríðandi í öll- um okkar samskiptum að umhverfið sé þannig að þegar þú veist ekki eitt- hvað þá getirðu rétt upp hönd og spurt. Þannig séð er ég erfiður, ég er gjarn á að spyrja spurninga. Ég kýs það þegar ég leikstýri sjálfur og spyr þá helst spurninga sem ég hef ekki svör við en það þýðir frekari rann- sóknir. Eflaust hef ég verið erfiður í gegnum tíðina en ég er þrjóskur og fylginn mér eða því sem ég trúi á. Og ég á bágt með að heyra af óánægju, ef eitthvað er ekki í lagi þá hlýtur það að vera eitthvað sem við getum sam- eiginlega rétt af. En þá verður fólk að þora að ræða það við leikstjórann. Ég á erfitt með ef slíkt er bara rætt á kaffistofunni en ekki í vinnurýminu.“ Engar töfralausnir Hann segir ákvörðunina hafa verið einfalda þegar honum bauðst starf- ið á Akureyri. „Ég var mjög upp með mér þegar ég fékk boð um að koma í viðtal og fannst það mikil viðurkenn- ing. Í viðtalinu talaði ég algjörlega út frá hjartanu um hvaða væntingar ég bæri til starfsins og hvað ég teldi að hægt væri að laga og hvað nýtt væri hægt að gera. Ég lofaði engum töfralausnum og reyndi ekkert að slá í gegn í boðinu eða að segja réttu hlutina. Á leiðinni heim sat ég í flug- vélinni og hugsaði með mér, jæja Jón Páll, þú fékkst þetta tækifæri en klúðraðir því. En svo kom í ljós að þetta var eitthvað sem þau voru að leita að.“ Engin rústabjörgun Hann segir að því fari fjarri að hann þurfi að bjarga leikfélaginu frá glötun. „Ég tek við ágætu búi – þarf allavega ekki að slökkva neina elda. Hér þarf enga rústabjörgun. Það hefur orðið viðsnúningur hjá leik- félaginu sem hefur skilað sér í fleiri áhorfendum og listrænum ávinn- ingi, ef hann er mældur í verðlaun- um, Gullna hliðið, sýning LA, fékk þrenn Grímuverðlaun. Hér hefur verið stofnaður og rekinn leiklistar- skóli sem við munum halda áfram að vinna með og þróa. Það að reka leikhús er erfitt og í raun óðs manns æði. Þetta er hárfín blanda af list- rænum metnaði og að geta höfðað til fjöldans og um leið spurt spurninga sem skipta máli. Ef sagan er skoðuð hefur reksturinn á leikhúsinu alltaf verið upp og niður og fjárframlög sveiflukennd, stundum hefur þetta verið 100 í hættunni. En eitt er óum- deilanlegt; sagan sýnir að fólk vill hafa hér atvinnuleikhús. Ég er ekki að fara koma með neina töfralausn en ég kem með fullt af spurningum, draumum og væntingum til sam- starfsmanna minna og samborgara á Akureyri og vænti þess að ég geti kallað þá til liðs við að leysa þessar spurningar. Það er bullandi menn- ingarlíf hér, það vantar ekki kraftinn.“ Hetjur eða fífl Ferill Jóns Páls hefur ekki bara verið dans á rósum heldur hark eins og margir íslenskir leikarar kannast við. „Eftir útskrift var ég í þeirri ein- kennilegu stöðu að vera einn af fáum úr bekknum sem ekki fékk umboðs- mann en um leið einn af fáum sem fékk strax vinnu. Ég tók þátt í sýningu Young Vic-leikhúsins sem var ótrú- lega mikill skóli. Við sýndum streitu- laust í þrjá mánuði en þá vorum við Íris orðin ófrísk og ekkert ann- að kom til greina en að halda heim á leið í hreiðurgerð. Hér heima var mikið basl að fá vinnu sem leikari menntaður erlendis þótt slíkt hafi nú breyst. Ég fékk einhver smáhlutverk sem var gaman en þetta var erfitt og í kringum 2004 ætlaði ég að leggja þetta á hilluna. Þá voru stórkostlegar breytingar í samfélaginu sem mér fannst leikhúsið ekki fjalla neitt um. Ég hugsaði með mér að ég yrði að finna mér nýjan starfa en hitti þá fólk úr Stúdentaleikhúsinu sem spurði hvort ég vildi koma og gera leikhús með þeim. Ég sagði já ef þau væru til í að gera eitthvað sem yrði minn svanasöngur, að annaðhvort yrðum við hetjur eða fífl. Ég vildi ekki fara eftir neinum reglum,“ segir Jón Páll en úr varð sýningin Þú veist hvernig þetta er. „Á sama tíma var að fæðast fræði og framkvæmd brautin í Lista- háskóla Íslands og fyrir vikið varð sýningin hluti af nýrri bylgju. Þar með öðlaðist ég nýtt upphaf, nýjan kraft og nýja trú á leikhúsi og hef ver- ið á henni síðan.“ Hann segist þó ekki óttast að eiga erfitt með að búa til sýningar sem henti fámenninu í Eyjafirði. „Þegar þú ert með einkafjármagn geturðu gert það sem þú vilt en þegar þú gerir listir fyrir opinbert fé hefurðu ákveðna samfélagslega skyldu. Ég vil gera leikhús sem hrærir við fólki og fær það til að spyrja spurninga. Við ætlum að blanda dagskránni og þótt við náum ekki að gera allt fyrir alla verður örugglega eitthvað fyrir alla.“ Ekki laus við reiðina Jón Páll er af miklu framsóknarfólki kominn en afi hans var framsóknar- maðurinn Eysteinn Jónsson. Sjálfur hefur hann aðeins fiktað við pólitík. „Ég var í bæjarpólitík fyrir Alþýðu- bandalagið og var einu sinni kosn- ingastjóri hjá Samfylkingunni en svo um það leyti sem ég fer út í skóla hætti ég afskiptum mínum af stjórn- málum. Ég hef kosið að sinna samfé- laginu á öðrum stað, í öðru rými, sem er leikhúsið. Þetta er samt allt pólitík, hvaða verkefni eru lögð á svið, hvaða frásögn er sögð á sviðinu,“ segir Jón Páll sem gjarnan var lýst sem reið- um, ungum manni þegar hann kom fram á sjónarsviðið sem ungur og upprennandi leikstjóri. Og hann er ekki laus við reiðina. „En ég hef lært að hlusta á reiðina. Af hverju er ég reiður? Er það af því að þessi maður þarna svínaði á mig á ljósum? Ég get ekkert gert við því. Stundum er reiðin bara reykskynjari, þjófavörn sem fer í gang þegar við upplifum óréttlæti en stundum er hún algjörlega persónu- legs eðlis. Ef maður kemst að því að orsök reiðinnar er eitthvað sem er afvega í samfélaginu verður maður að segja það upphátt. Þannig verður reiðin hreyfiafl. En til þess verðurðu að geta borið kennsl á hana.“ Með hundinn í leikhúsinu Jón Páll stendur á tímamótum og horf- ir björtum augum til framtíðar. „Við fjölskyldan ætlum að þiggja allar þær gjafir sem okkur eru réttar. Við gerum okkur grein fyrir því að við þurfum að leggja mikið á okkur til að aðlagast og til að ná áttum en ég hlakka bara til. Ég get ekki beðið eftir því að djöfl- ast með hundinn í snjónum, kíkja í Kjarnaskóg og njóta lífsins með börn- unum mínum í jákvæðu umhverfi og fylgjast með þeim blómstra hér. Ég veit samt að vinnan á eftir að vera álag en stelpurnar eru vanar að koma með mér í leikhúsið, meira að segja hund- urinn er vanur því og var alltaf með mér í Gaukum. Hann gelti aldrei og kúkaði bara einu sinni á gólfið,“ seg- ir Jón Páll brosandi og bætir svo við að hann hafi ekki hugmynd um hvað hann væri að gera ef leiklistardraum- arnir hefðu ekki gengið upp. „Ég væri kannski kokkur, pólitíkus eða prestur. Ég veit það ekki en ég vona að ég væri hamingjusamur.“ n Ekki laus við rEiðin „stelpurnar eru vanar að koma með mér í leikhúsið, meira að segja hundurinn er vanur því. Leikari og leikstjóri Jón Páll ætlar að stíga sjálfur á svið ef þess þarf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.