Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2014, Blaðsíða 12
Áramótablað 30. desember 201412 Fréttir
„Það er einhver
að reyna að
nauðga mér“
7. janúar Brynja
Norðfjörð greindi frá
upplifun sinni af því
þegar nauðgunarlyf
var sett í drykk
hennar þegar hún var
að skemmta sér í mið
borginni. Fjölmargar kon
ur stigu fram í kjölfarið og sögðu af
upplifun sinni af því að verða fyrir
því að vera byrluð ólyfjan.
Hanna Birna
kærð til lögreglu
10. janúar DV greindi
frá því að Hanna
Birna Kristjánsdóttir
innanríkisráðherra
hefði verið kærð til
lögreglunnar á höf
uðborgarsvæðinu
vegna trúnaðarbrests í
ráðuneytinu gagnvart hælisleitand
anum Tony Omos. Blaðamenn DV
hittu Hönnu Birnu fyrir utan Stjórn
arráðið og leituðu eftir viðbrögðum
frá henni vegna kærunnar, en
ítrekuðum beiðnum um viðtal hafði
verið hafnað. Þegar Hanna Birna
steig út úr stjórnarráðshúsinu sagð
ist hún til í stutt viðtal, en þegar hún
áttaði sig á að um blaðamenn DV
var að ræða og spurningarnar sneru
að lekamálinu, gekk hún hröðum
skrefum að ráðherrabílnum og
sagði: „Nei, ég þarf ekkert að tjá mig
um það.“ Ráðuneytið tilkynnti sama
dag að frekari fyrirspurnum DV eða
annarra fjölmiðla yrði ekki svarað.
Ríkissaksóknari greindi svo frá því
að hann hefði málið til skoðunar.
Alvarlegt bílslys
í Norðurárdal
12. janúar Slysið varð
á Vesturlandsvegi
í Norðurárdal við
Fornahvamm sunnu
daginn 12. janúar. Í
slysinu lést ung stúlka,
Anna Jóna Sigurbjörns
dóttir. Kærasti hennar,
Skarphéðinn Andri Kristjánsson,
slasaðist lífshættulega og lést á gjör
gæsludeild Landspítalans miðviku
daginn 29. janúar. Foreldrar Skarp
héðins ákváðu að virða óskir sonar
síns, sem vildi vera líffæragjafi.
Vöktu þau, með ákvörðun sinni,
marga til umhugsunar um líffæra
gjafir.
Björn Bragi og
RÚV biðjast
afsökunar
18. janúar Björn Bragi Arnarson
og íþróttadeild RÚV sendu frá sér
afsökunarbeiðni vegna ummæla
Björns Braga í hálfleik þegar Ísland
keppti við Austurríki á Evrópumeist
aramótinu í handbolta. „Íslenska
landsliðið er eins og þýskir nasistar
árið 1938, Við erum að slátra Austur
ríkismönnum,“ sagði Björn Bragi, en
stuttu eftir leikinn höfðu bæði hann
og RÚV sent frá sér yfirlýsingar þar
sem ummælin voru hörmuð og sögð
vera „afar ósmekkleg.“
Eitt stærsta
gjaldþrotið
21. janúar Guðmundur
A. Birgisson, Guðmundur
á Núpum, lýsti yfir gjald
þroti. Hann var umsvifamik
ill í fjárfestingum fyrir efnahags
hrunið haustið 2008 og var áberandi
athafnamaður. Skuldir Guðmundar
námu 3,8 milljörðum króna.
Magnús nýr
útvarpsstjóri
26. janúar Stjórn Ríkis
útvarpsins réð Magnús
Geir Þórðarson sem
útvarpsstjóra, en
forveri hans,
Páll Magnús
son, sagði starfi
sínu lausu í desember
2013. Magnús Geir kom úr
Borgarleikhúsinu þar sem
hann hafði verið leikhússtjóri
og í hans stað kom Kristín Eysteins
dóttir.
Lést við ísklifur
4. febrúar Þjóðverji á sextugs
aldri lést eftir fall við ísklifur í ís
helli við mynni Veðurárdals við
Breiðamerkurjökul. Maðurinn var í
ísklifurferð með ferðaþjónustuaðila.
Mikill viðbúnaður björgunarsveita
var við íshellinn og tóku um fjörutíu
aðilar þátt í björgunaraðgerðum.
Hjördís
handtekin
5. febrúar Hjördís
Svan Aðalheiðar
dóttir var hand
tekin af dönskum
lögreglumönnum
og flutt til Danmerk
ur. Hjördís var færð fyrir dóm í
Horsens, en hún hafði verið ákærð
fyrir mannrán. Hún hefur átt í ára
langri forræðisdeilu við danskan
barnsföður sinn og flúði með börn
in til Íslands í ágúst 2013.
Siggi hakkari
dæmdur fyrir
misnotkun
6. febrúar Hæsti
réttur staðfesti dóm
héraðsdóms sem
kvað á um að Sig
urður Ingi Þórðar
son, einnig þekktur sem
Siggi hakkari, ætti að sæta
átta mánaða fangelsisvistar fyrir að
hafa misnotað sautján ára pilt. Með
blekkingum tældi Sigurður fórnar
lamb sitt til annarra kynferðismaka
en samræðis í geymslu á heimili
hans.
Ríkissaksóknari
vísar lekamálinu
til lögreglu
7. febrúar Ríkis
saksóknari
framsendi kæru
vegna trúnaðar
brests gagnvart
hælisleitendun
um Tony Omos og
Evelyn Joseph til lög
reglunnar. „Með bréfi dagsettu í dag
hefur ríkissaksóknari framsent
kæruna, ásamt gögnum sem
henni fylgdu og gögnum sem
borist hafa frá innanríkis
ráðuneytinu, til viðeigandi
meðferðar við embætti lög
reglustjórans á höfuðborgar
svæðinu,“ sagði í yfirlýsingu ríkis
saksóknara.
AfsAgnir,
mótmæli
og verkföll
Innlendur fréttaannáll 2014
Ákærð vegna mótmæla í Gálgahrauni Níu manns, tveir karlar og sjö konur, voru ákærð fyrir að óhlýðnast
fyrirmælum lögreglu þegar þau mótmæltu vegagerð í Gálgahrauni hinn 21. október 2013. Tugir manns voru handteknir í hrauninu og færðir í
einangrun, en einungis hluti hópsins var ákærður.
16. janúar
3. febrúar
Fæddi dreng Evelyn Glory Joseph, hælisleitandi frá Nígeríu,
fæddi son, en faðir drengsins er Tony Omos. Persónuupplýsingum um þau
Tony og Evelyn, sem sagðar voru eiga uppruna sinn í innanríkisráðuneytinu,
var lekið til fjölmiðla í nóvember 2013. Stuttu síðar var Tony vísað úr landi.