Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Blaðsíða 4
4 Fréttir Helgarblað 5.–8. desember 2014 Fær ekki að hitta son sinn n Hálfbróðirinn segir málið í betri farvegi P abbi er búinn að vera að kvarta yfir því að hún leyfi honum ekki að hitta hann,“ segir hálfbróðir drengs sem orðið hefur fyrir grófu ofbeldi af hálfu móður sinnar. Fað- ir þeirra er greindarskertur og því ekki metinn hæfur til að annast son sinn. DV fjallaði ítarlega um málið í byrjun nóvember í kjölfar þess að Héraðsdómur Reykjaness dæmdi konuna í sex mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir að mis- þyrma syni sínum bæði andlega og líkamlega. Sagðist hálfbróðir drengsins hafa þungar áhyggj- ur af því að hann væri enn bú- settur á heimili móður sinnar en hún hefði haldið uppteknum hætti eftir að dómurinn féll. Þá sagðist hann hafa áhyggjur af úr- ræðaleysi barnaverndarnefndar í málinu. Annað hljóð er í hálfbróð- urnum núna og segist hann halda að málið sé í góðum farvegi. Hann viti ekki til þess að móðirin hafi beitt hálfbróður hans ofbeldi aft- ur eftir að málið komst í hámæli í nóvember en hún hefur ekki leyft föðurfjölskyldunni að umgangast drenginn. Hann mæti hins vegar vel í skóla, en áður hafi það til dæmis gerst að hann mætti ekki í skólann í tíu daga í röð. Hálfbróð- irinn telur að fjölmiðlaumfjöllun um málið hafi sett það í betri far- veg. „Það var strax farið að fylgjast betur með þessu, en núna er kom- ið heim til þeirra reglulega. Um- fjöllunin virðist hafa hrist aðeins upp í þessu.“ n aslaug@dv.is Málið í betri farvegi „Núna er mætt heim til þeirra reglulega,“ segir hálfbróðir drengsins. Félag Árna skilur eftir 310 milljóna skuldir Fyrrverandi ráðherra fékk lán til hlutabréfakaupa í Íslandsbanka E ignarhaldsfélag í eigu Árna Magnússonar, fyrrverandi þingmanns Framsóknar- flokksins og félagsmálaráð- herra, skilur eftir sig nærri 310 milljóna króna skuldir sem ekk- ert fæst upp í. Gjaldþrotaskiptum er lokið á félaginu, AM Equity ehf., og námu lýstar kröfur rúmlega 317 milljónum króna samkvæmt auglýs- ingu í Lögbirtingablaðinu. Rúmlega 7 milljónir fengust upp í þessar kröf- ur en ekkert upp í eftirstöðvarnar. Eftir að hafa verið þingmað- ur Framsóknarflokksins á árunum 2003 til 2006 hóf Árni störf í Íslands- banka þar sem hann kom að orku- málum sem forstöðumaður sérstaks orkusviðs sem sett var á laggirn- ar. Lánafyrirgreiðslan til AM Equity kom líklega að mestu þaðan en með- al annars var um að ræða 100 millj- óna króna lán til að kaupa hlutabréf í bankanum. Sjötti lánahæsti Í skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis er fjallað um að Árni hafi ver- ið sjötti lánahæsti þingmaðurinn en benda verður á að þingmenn voru einnig skráðir fyrir skuldum maka sinna, til að mynda Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir, þrátt fyrir að bera ekki beina ábyrgð á þeim. Árni var hins vegar sá sem stofn- aði til lánveitinganna sem hann var skráður fyrir í gegnum AM Equity. Unnið að uppgjöri við Íslandsbanka Skiptastjóri AM Equity, Magnús Pálmi Skúlason, vill aðspurður ekki tjá sig um skiptalok félagsins. „Ég tjái mig ekki um skiptalok því skiptastjórar hafa ekki lagaheim- ildir til þess. Ég vísa bara í aug- lýsinguna.“ Aðspurður hvort Ís- landsbanki hafi ekki verið stærsti kröfuhafinn segist Magnús Pálmi ekki vilja svara því. Í viðtali við DV árið 2012, þar sem fjallað var um AM Equity, sagði Árni að hann væri að vinna að uppgjöri á skuldum félagsins við Íslandsbanka. „Umrætt félag vinnur að uppgjöri við Íslands- banka. Það mál er í eðlilegu ferli innan bankans.“ Meðal eigna félagsins var íbúð í Orlando á Flórída sem Árni keypti fyrir um 60 milljónir króna, sam- kvæmt frétt DV árið 2012. DV greindi þá frá því að sú íbúð hefði verið sett á nauðungaruppboð og seld fyrir um 22 milljónir króna í ág- ust 2012. Hætti í bankanum Árni lét af störfum í Íslandsbanka árið 2012 og hóf störf hjá verkfræði- skrifstofunni Mannviti í mars 2013. Árni vinnur þar ennþá samkvæmt heimasíðu Mannvits. Íslandsbanki er því ekki að færa niður skuldir hjá núverandi starfsmanni heldur fyrr- verandi. Í viðtali við DV í júní 2010 sagði Friðrik Sophusson, formaður bankaráðs Íslandsbanka, að stjórn bankans hefði farið þess á leit að þeir starfsmenn sem ættu eignarhaldsfélög sem fengið hefðu lán til hlutabréfakaupa í Glitni settu félög sín í þrot. Þessi tilmæli byggðu á því að gjaldþrot félaganna væri óumflýjanlegt og að ódýrast og ein- faldast væri að eigendurnir settu fé- lögin bara í gjaldþrot sjálfir. „Þetta er dálítið ömurleg staða fyrir þetta fólk sem á þessi félög. Það veit að fé- lögin verða gjaldþrota því það liggja milljarða króna skuldir inni í þeim og eignirnar eru engar. Gjaldþrot þeirra er því óumflýjanlegt. Okkur fannst þetta bara þrifalegast svona. Þetta er bara hreinsunarstarf.“ Félag Árna fór hins vegar ekki þessa leið strax og var ekki tekið til gjaldþrotaskipta fyrr en í febrú- ar á þessu ári þegar Héraðsdómur Reykjaness setti það í þrot. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Umrætt félag vinnur að uppgjöri við Íslandsbanka. Íbúð og hlutabréf í banka Meðal fjárfestinga félags Árna Magnússonar voru hlutabréf í Glitni og íbúð í Orlando á Flórída. Íslandsbanki, vinnustaður Árna, fjármagnaði félagið. Jólaverkstæði barnanna Jólaverkstæði barnanna verður opnað í dag föstudaginn 5. des- ember klukkan 15.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þá er Tjarnarsalnum í Ráðhúsi Reykjavíkur breytt í jólaskóg og ýmsir munir til sýnis. Börn geta fengið efni á staðnum og föndrað sitt eigið jólaskraut en bæði má taka það með heim eða hengja upp í Ráðhúsinu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnar jóla- verkstæði, börn af leikskólanum Tjarnarborg syngja jólalög og jóla- sveinn kemur á jólaverkstæðið og gestum verður boðið upp á heitt kakó og piparkökur. Jólaverkstæðið verður opið til 6. janúar. Sveiflaði hamri við 10-11 Lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu barst tilkynning um mann í annarlegu ástandi snemma á fimmtudagsmorgun. Fram kem- ur í dagbók lögreglunnar að mað- urinn hefði sveiflað hamri við verslun 10-11 á Barónsstíg. Var maðurinn handtekinn og gistir fangageymslu þar til af honum rennur. Um klukkan tvö aðfaranótt fimmtudags handtók lögreglan mann vegna líkamsárásar við N1. Lögreglan segir brotaþola hafa hlotið minniháttar meiðsl og var árásarmaðurinn látinn laus að lokinni skýrslutöku. Landa fyrir austan Beitir NK, Börkur NK og Bjarni Ólafsson AK hafa að undanförnu verið við kolmunnaveiðar í fær- eysku lögsögunni. Þetta kem- ur fram á vef Síldarvinnslunnar. Beitir er kominn til baka með full- fermi eða 2.000 tonn en Börkur og Bjarni eru á landleið með 1.400 og 1.300 tonn. Rætt er við skip- stjóra Beitis á síðunni en hann segir veiðar hafa gengið rólega. 2.000 tonn hafi fengist í átta hol- um. Hvert þeirra tók um 18 tíma og því um eitt hol á dag að ræða. Þú færð jólagjöfina hjá okkur Handve rk í sérflok ki Strandgötu 37 • Hafnarfirði • Sími 565-4040 • www.nonnigull.is Nýsmíði • Viðgerðir • Sérsmíði • Úr og skartgripir • Gjafavörur • Barnaskart • Þjóðbúningaskart ofl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.