Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Blaðsíða 22
Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 22 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Hallgrímur Thorsteinsson Fréttastjóri: Jóhann Hauksson • Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Helgarblað 5.–8. desember 2014 Þetta er hrein vitleysa Þetta er nánast full vinna Bara gaman Ósáttin framundan Dorrit Moussaieff hafnar því að eiga elskhuga. – MAN Áslaug María Agnarsdóttir stofnaði Facebook-hópinn Beauty Tips. – DVGarðar Gunnlaugsson hefur störf á ÍNN. – DV H vað ætla Samtök atvinnu­ lífsins og ríkisvaldið að gera núna þegar farið er að skína í það að samtök launafólks gangast ekki inn á þjóðarsáttarhug­ myndafræðina eins og hún liggur fyrir í dag? Það er eins og SA og ríkisvaldið gangi ennþá út frá því sem gefnu að nú nægi bara að nefna lausnarorðið þjóðarsátt með nægilegum þunga til að upp ljúkist fljótlega og nán­ ast sjálfkrafa nýjar gáttir sameigin­ legs skilnings og elskulegheita yfir rjúkandi nýjum vöfflum og rjóma í Borgartúni. Auðvitað er það æskilegt og eftir­ sóknarvert ef skynsemi og jafn­ ræði af því tagi sem lá til grundvall­ ar þjóðarsáttinni 1990 væru lögð til grundvallar í skiptingu þjóðarkök­ unnar í heildarkjarasamningum til langs tíma núna og passað um leið upp á að kakan héldi áfram að stækka. En til að svo geti verið þarf þjóðarsáttarhugmyndafræðin að passa inn í atburðarás efnahags­ málanna núna. En hún gerir það bara ekki, því miður. Þvert á móti er ýmislegt sem bendir til hins gagn­ stæða og að aðstæður á vinnumark­ aði séu þess eðlis í augnablikinu að enginn grundvöllur sé fyrir því að aðilar vinnumarkaðarins nái að tala saman á þeim 25 ára gömlu þjóðar­ sáttarnótum sem tryggt gætu áfram­ haldandi lága verðbólgu og vaxandi kaupmátt. Fyrir þjóð sem er að ná sér út úr hruni og hefur leitað nýrra leiða til þess sem ekki gengu þó margar hverjar upp (ný stjórnarskrá, nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi, ESB­að­ ild), þá virkar hugmyndin að þjóðar­ sátt núna sumpart eins og hug­ myndafræði gamla Íslands, svona álíka spennandi grundvöllur að nýrri efnahagslegri framtíð og loð­ dýraeldið á sínum tíma, þetta er næstum eins og að setja gatslitna VHS­spólu í tækið og búast við nú­ tíma myndgæðum. Það þarf bara að lesa ályktun miðstjórnar ASÍ í vikunni, sem send var út við aðra umræðu fjárlaga­ frumvarpsins, til að finna vonbrigðin og vantraustið sem ríkir í þeim her­ búðum gagnvart ríkisstjórninni. Þar er hreinlega blásið í verkfallslúðra. Alloft hefur reyndar mátt greina svipaðan tón vonbrigða hjá Samtök­ um atvinnulífsins í garð ríkisstjórn­ arinnar, til dæmis þegar ekki var hlustað á tillögur SA um breytingar á virðisaukaskattskerfinu nýlega. ASÍ ítrekar að nú stefni í erfiðari kjarasamninga á almennum vinnu­ markaði en um langan tíma og að launafólk þurfi að búa sig undir hörð átök á vinnumarkaði. Alþýðu­ sambandið telur upp ástæður von­ brigðanna, allt saman atriði sem eru ávísun á ágreining fremur en sátt. Þar á meðal: Hækkun, matarskatts, styttingu bótatíma atvinnulausra, aukinn kostnað í heilbrigðisþjónustu engin aukin framlög í húsnæðismál­ in og síðast en ekki síst skerðingu og síðan brottfall á framlögum til jöfn­ unar örorkubyrði lífeyrissjóða. Það er svo til marks um firringuna að um þetta síðasta var einmitt samið í hinum rómuðu þjóðarsáttarsamn­ ingum og þetta veldur því að skerða þarf lífeyrisgreiðslur til þeirra sem eru á almennum vinnumarkaði og þá mest hjá sjóðum verkamanna og sjó­ manna sem búa við mesta örorku. Það er ótrúlegt, en samt er engu líkara en að ríkisstjórnin hafi reikn­ að með að skuldaniðurfellingarn­ ar, stærsta kosningaloforð í heimi, yrði trixið sem fengi aðila vinnu­ markaðarins að samningaborðinu á skynsamlegum og vinalegum nót­ um. Sé það raunin hefur stefnan verið sett á risastór efnahagsmis­ tök, sem hæglega geta orðið þessari ríkis stjórn að falli. n Kerfinu að kenna Björgólfur Thor Björgólfsson kaup­ sýslumaður var í allsérstæðu við­ tali við Viðskiptablaðið í síðustu viku. Viðtalið var sérstakt fyrir þær sakir að hann setti fram sam­ særiskenningu um Hafskipsmál­ ið þar sem faðir hans, Björgólfur Guðmundsson, var dæmdur í skil­ orðsbundið fangelsi fyrir bók­ haldssvik. Orðrétt sagði hann: „Það var íslenska kerfið sem tók pabba niður …“ Björgólfur var hins vegar ekki sá eini sem dæmd­ ur var í Hafskipsmálinu og þarf samsæriskenning Björgólfs því einnig að eiga við um þá. Allsér­ stakt er að sjá „kerfinu“ – hvað sem það nú þýðir í raun og til hvers það á að vísa – vera kennt um lögbrot sem einstaklingar eru dæmdir fyrir. Afneitun Björgólfs Thors virð­ ist vera algjör. Átti varla séns Skipun Ólafar Nordal í embætti innanríkisráðherra kom nokkuð á óvart en var sterk lausn. Hún er fyrrverandi vara­ formaður flokks­ ins, vel liðin, óumdeild og auk þess kona en erfitt hefði orðið að rökstyðja skipun á öðrum karlmanni í ráðherraemb­ ætti. Breið sátt mun að öllum lík­ indum ríkja um skipunina. Hitt er svo annað mál að ólík­ legt er að einn af þeim þing­ mönnum sem nefndur var sem kandídat, Ragnheiður Ríkharðs- dóttir, hafi átt mikinn möguleika á að fá starfið. Til þess er hún of umdeild í sumum kreðsum flokksins vegna afstöðu sinnar til Evrópusambandsins og hefur Davíð Oddsson til dæmis skot­ ið á hana í ritstjórnargreinum Morgunblaðsins. Stóð aðstoðarmanna Ráðning Hrannars Péturssonar, fyrrverandi upplýsingafulltrúa Alcan og Vodafone, í forsætis­ ráðuneytið vakti athygli í vikunni. Sigmundur Dav- íð er nú kominn með stóð að­ stoðarmanna og ráðgjafa á bak við sig og hefur það vakið athygli. Þeir sem fengnir hafa verið til að­ stoðar Sigmundi Davíð í forsætis­ ráðuneytinu, tímabundið eða ótímabundið, eru: Jóhannes Þór Skúlason, Ásmundur Einar Daða- son, Margrét Gísladóttir, Hrann- ar Pétursson svo er Sigurður Már Jónsson auðvitað upplýsingafull­ trúi ríkisstjórnarinnar. Ráðning Hrannars vekur sömuleiðis athygli því Margrét Gísladóttir var fengin úr utan­ ríkisráðuneytinu til að sinna því verki sem hann hefur nú verið ráðinn til að sinna: Að bæta upp­ lýsinga­ og samskiptamál ráðu­ neytisins. S amtök atvinnulífsins hafa nú sent út neyðarkall. „Launa­ kröfur margra hópa … valda áhyggjum því fyrir þeim er engin innistæða. Verði geng­ ið að þessum kröfum verður verð­ bólgunni hleypt af stað, óbeislaðri með tilheyrandi tjóni.“ Þetta segir Björgólfur Jóhannsson, formaður samtakanna og forstjóri Icelandair Group í pistli á Eyjunni. Misskipting hefur afleiðingar Lítum yfir baksviðið, og drögum andann djúpt. Skv. upplýsingum ríkisskattstjóra jukust tekjur þess hundraðshluta (1%) íslenzkra heim­ ila, sem hafa hæstar tekjur, úr 4% af heildartekjum 1995 í 20% af heildar­ tekjum 2007, árið fyrir hrun. Sem sagt: hlutdeild hátekjumanna í heildartekjum fimmfaldaðist á tólf árum. Til samanburðar jukust tekj­ ur þess hundraðshluta (1%) banda­ rískra heimila, sem hafa hæstar tekj­ ur, úr 14% af heildartekjum 1990 í 24% 2008. Í Svíþjóð jókst hlutdeild tekjuhæsta hundraðshluta heimil­ anna miklu minna, en þó talsvert eða úr 4% 1990 í 7% 2008. Hvorki Banda­ ríkjamenn né Svíar náðu tvöföldun á móti fimmföldun hér heima. Vá, myndu sumir segja. Þessar tölur um Bandaríkin og Svíþjóð hafa legið fyr­ ir um nokkurt skeið og eru reiddar fram á einu bretti auk annars efnis í nýrri þverhandarþykkri bók Capi­ tal in the Twenty­First Century eftir franska hagfræðinginn Thomas Pi­ ketty. Mæli með henni. Af þessum tölum má ráða, hvert Ísland sótti sér fyrirmynd um tekju­ skiptingu fram að hruni. Fyrir­ myndin var bersýnilega sótt til Bandaríkjanna í stjórnartíð George W. Bush forseta 2001­–2008, en hann er nú almennt talinn vera einn allra versti forseti Bandaríkjanna fyrr og síðar. Bandaríkjamenn mæla slíkt og reisa mælingarnar á sam­ anburðarathugunum sagnfræðinga o.fl. Bush yngri hefur látið sig hverfa af sjónarsviðinu, og þykir mörgum fara vel á því. Forverar hans úr hópi demókrata Jimmy Carter (1977– 1980) og Bill Clinton (1993–2000) halda báðir áfram ótrauðir að reyna að gera gagn hvor á sínum vettvangi. Carter er níræður. Sjálftekin forstjóralaun Um Bandaríkin er einnig vitað, að forstjóralaun hækkuðu að jafnaði úr 30­földum launum venjulegra launþega árin 1960–1970 í 270­ föld venjuleg laun 2008. Það gerir níföldun. Uppsprettan var ekki auk­ in afköst, öðru nær, heldur sjálftaka, þar eð forstjórarnir sitja iðulega í stjórnum fyrirtækja hver hjá öðrum og skammta hver öðrum laun. Þeir koma óorði á markaðsbúskap. Ég segi öðru nær, því að t.d. General Motors, hryggjarstykkið í bandarísku efnahagslífi um langt árabil, reyndist vera svo illa rekið, þegar til kastanna kom, að það var þjóðnýtt á endanum. Sambærilegar upplýsingar um Ísland liggja ekki fyrir að öðru leyti en því, að landbún­ aður og sjávarútvegur eru enn sem fyrr reknir með gríðarlegri meðgjöf af almannafé – aldrei reynt annað. Ætla má, að íslenzkir athafnamenn hafi margir líkt og stjórnvöld reynt að fylgja bandarískri fyrirmynd. Lausleg athugun t.d. á tekjublöðum Frjálsrar verzlunar bendir til, að forstjóralaun séu nú miklu hærra hlutfall venju­ legra launa en áður var fyrir utan ýmis fríðindi, sem stjórnendur hafa fengið sjálfum sér og hver öðrum. Starfslokasamningar sumra forstjóra eru yrkisefni út af fyrir sig. Ganga á undan Greiðasta leiðin að hóflegum kjara­ samningum á næsta ári blasir við í ljósi þess, sem á undan er gengið og rakið er hér að framan. Til að greiða fyrir hóflegum kjarasamningum, sem formaður Samtaka atvinnulífs­ ins lýsir eftir til að girða fyrir gamal­ kunna verðbólgu, þurfa forstjórar og stjórnarmenn fyrirtækja að ganga á undan með góðu fordæmi og fallast á myndarlega launaskerðingu til að færa hlutfallið milli launa þeirra og venjulegra launþega nær fyrra horfi. Engin reynslurök benda til, að for­ stjórar og aðrir stjórnendur fyrir­ tækja verðskuldi miklu hærri laun en áður miðað við aðra starfsmenn. Tiltölulega fáir íslenzkir forstjór­ ar hafa starfsreynslu frá útlöndum, og fáir þeirra eru því gjaldgengir þar ólíkt t.d. læknum, sem tínast nú einn af öðrum til starfa í öðrum löndum, enda eru laun læknanna hér heima bara brot af forstjóra­ launum. Því þarf að breyta. n Ákall atvinnulífsins „Engin reynslurök benda til, að for- stjórar og aðrir stjórnend- ur fyrirtækja verðskuldi miklu hærri laun en áður miðað við aðra starfs- menn. Þorvaldur Gylfason Kjallari Leiðari Hallgrímur Thorsteinsson hallgrimur@dv.is „Það þarf bara að lesa ályktun mið- stjórnar ASÍ í vikunni, sem send var út við aðra um- ræðu fjárlagafrumvarps- ins, til að finna vonbrigðin og vantraustið sem ríkir í þeim herbúðum gagn- vart ríkisstjórninni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.