Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Blaðsíða 32
Helgarblað 5.–8. desember 201432 Neytendur Aldrei dýrArA Að lýsA leiðin n einkaaðilar geta rukkað það sem þeim sýnist n segja dýrt að veita þjónustuna Þ að hefur aldei verið dýrara að kaupa ljósakross á leiði í kirkjugörðum Reykjavíkur en nú. Í Fossvogskirkju­ garði og Gufuneskirkjugarði kostar þjónustan, sem er í hönd­ um einkaaðila, frá 8.000 frá 9.300 króna. Einkafyrirtæki eiga og reka rafmagnsdreifikerfi fyrir ljósakrossa í kirkjugörðunum og hafa að sögn forsvarsmanns kirkjugarðanna í Reykjavík frjálsar hendur hvað varð­ ar verðlagningu á þjónustunni. Dýrara er að lýsa leiði í Reykjavík en annars staðar en boðið er upp á sambærilega þjónustu í flestum kirkjugörðum landsins. Fyrir því eru margar ástæður segir eigandi eins fyrirtækjanna sem kveðst þreyttur á að svara spurningum fjölmiðla­ manna um sama mál á hverju ári. „Mér finnst persónulega alveg galið að hægt sé að einoka þetta svona, á helgum stað. Þetta gekk al­ veg fram af mér,“ segir Valmundur Einarsson í samtali við DV en hann var ósáttur við að geta ekki tengt sinn eigin ljósakross á leiði í Gufunes­ kirkjugarði. Kveðst hann hafa á dögunum athugað með að tengja krossa í Gufuneskirkjugarði en feng­ ið þau svör að þar væru engir utan­ aðkomandi krossar tengdir, aðeins þeir krossar sem fyrirtækið leigir fólki gegn gjaldi í desember og fram yfir þrettándann. Tæp 10 þúsund fyrir krossinn En þetta er ekkert nýtt. Fyrir 20 árum, árið 1994, náðist samkomulag um rafvæðingu kirkjugarða Reykjavíkur við Rafþjónustuna Ljós í Gufunes­ kirkjugarði og Fossvogskirkjugarði. Rafþjónustan Ljós er enn með Gufuneskirkjugarðinn og innheimtir þar 9.300 krónur fyrir ljósakrossinn í þennan rúma mánuð. Í dag er fyrirtækið Rafheimur ehf. með Fossvogskirkjugarðinn á sínum snærum en þar eru í boði tvær tegundir krossa. Plastkross með eina peru í miðjunni kostar 8.000 krónur á meðan grenikross með sex perum kostar 8.500 krónur á tímabilinu. Verðið hefur hækkað nokkuð undanfarin ár. Til samanburðar þá kostaði dýrasti krossinn 7.900 krónur árið 2011 samkvæmt frétt Morgun­ blaðsins frá 28. nóvember það ár. Ekki var þó tekið fram í hvorum garðinum það var. Rafhlöðukrossar leið framhjá Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts­ dæma, segir í samtali við DV að samkomulagið við verktakana hafi verið endurnýjað nokkrum sinn­ um síðustu 20 árin og að fyrirkomu­ lagið sé í grófum dráttum þannig að verktakarnir eigi dreifikerfið og kosti til með það og hafi þá heimild til að auglýsa ljós á leiði gegn gjaldi. „Kirkjugarðarnir eru ekki með dreifikerfi sjálfir. Við erum með ljósastaura og þar við situr. Við erum ekki með neina tengisnúru. Það er ekki eðlilegt að þessir rafverktakar hleypi fólki inn á sínar línur.“ Ein leið er þó fram hjá einokun­ inni í kirkjugörðunum. „Fólki er í lófa lagið að vera með raflugtir eða rafhlöðukrossa sem er ekkert óalgengt en þá er það ekki tengt rafmagni.“ Gerðu athugasemd við verðið Aðspurður um verðið sem verktak­ arnir rukka fyrir þjónustuna segir Þórsteinn að athugasemd hafi verið gerð við nýlega hækkun. Forsvars­ menn kirkjugarðanna geti hins vegar lítið gert. „Við fengum tilkynningu frá þeim um að þeir ætluðu að hækka milli ára og einhvern rökstuðning fyrir því. Við ræddum þetta hér hjá kirkjugörðun­ um og okkur fannst hækkunin vera aðeins umfram verðlag og vorum ekkert sérstaklega ánægð með það. En við ráðum því ekki.“ Aðspurður hvort verktakarnir hafi því í raun frjálst spil með þessar línur sínar og verðlagninguna segir Þór­ steinn svo vera. „Já, þetta er frjálst verðlag og hver og einn getur svo valið að þiggja eða hafna þessu tilboði þeirra. Þeir eru að reyna að hafa þetta í takt við verð­ lag og þann kostnað sem af þessu hlýst og auðvitað vilja þeir eitthvað fyrir sinn snúð líka. Á því byggist þetta allt saman.“ Bera við miklum kostnaði Þetta fyrirkomulag er sem fyrr segir ekki nýtt en virðist þó alltaf koma nokkrum fjölda fólks á óvart á ári hverju. Fjallað hefur verið reglulega um það í fjölmiðlum undanfarna áratugi. Þar hafa forsvarsmenn verk­ takafyrirtækjanna tekið til varna og bent á ýmis gjöld sem þau þurfa að standa straum af ólíkt því þegar fé­ lagasamtök og sjálfboðaliðar sjá um þjónustuna annars staðar. Til að mynda sér Lionsklúbburinn um ljósakrossana á Akranesi þar sem verðið er 6.000 krónur. Í Kirkjugörð­ um Akureyrar er verðið aðeins 3.000 krónur. Líklega er verðið hvergi jafn­ hátt og í Reykjavík miðað við óform­ lega verðkönnun DV. En þetta er að mati þeirra sem hafa um málið að segja ekki samanburðarhæft. „Þetta eru stórir garðar. Það eru engu saman að jafna, kostnaði þessara aðila og kostnaði í smærri görðum,“ segir Þórsteinn. „Hér er þetta upp á borðinu. Það er verið að borga virðis­ aukaskatt af þessu og allt fyrir opnum tjöldum. En maður veit að úti á landi er enginn virðis aukaskattur greiddur og þetta er kannski bara ein snúra út í garð og svo er bara tengt í fjöltengi. Það er ekki hægt að bera þetta saman. Þeir sem eru að selja út þessa þjón­ ustu þeir hafa mun meiri kostnað af viðameiri kerfum, en auðvitað fá þeir líka fleiri kúnna.“ Umfjöllun á hverju ári Undir þetta tekur Sigríður M. Sigur­ jónsdóttir, einn eigenda Rafþjón­ ustunnar Ljóss, sem segir fjölmargar eðlilegar skýringar á því hvers vegna þjónustan sé dýrari í Reykjavík en annars staðar. Henni þykir halla verulega á fyrirtækið í umfjöllun fjöl­ miðla er ósátt við að þurfa að svara fyrir sama mál ár eftir ár. Mikill kostnaður Hún bendir á að fyrirtækið þurfi að greiða virðisaukaskatt, aðstöðugjöld, laun og launatengd gjöld. Þau séu með fólk í vinnu frá mánaðamót­ unum september­október og svo sé mannskapurinn með tvöföld laun alla jólahátíðina því þá fari tveir menn á hverjum morgni til að athuga hvort rafmagn sé nokkuð farið af krossun­ um eða perur vanti. „Það er þriggja tíma vinna fyrir tvo karlmenn.“ Í öðrum görðum sé þetta verk unnið af sjálfboðaliðum, orka og öll aðstaða sé gefins. Þá bendir hún á að fyrirtækin í Reykjavík og Kópavogi, sem sjá um þessa þjónustu, séu þau einu sem hafi þurft að leggja út milljónir á sín­ um tíma til að grafa allar rafmagns­ leiðslur í jörð. Þær reglur hafi verið settar vegna þess að eitt sinn hafi einhver slasað sig í Fossvogskirkju­ garðinum. Sigríður segir ósanngjarnt að aðrar reglur eigi við annars stað­ ar þar sem fyrirtæki eða félagasam­ tök fái allt á silfurfati. „Við erum ósátt við að sömu kröfur séu ekki gerðar til allra. Eins og fólk slasist eitthvað meira í Reykjavík en öðrum sveitar­ félögum.“ Þá eigi eftir að taka til tugpró­ senta hækkun á öllum efniskostn­ aði undanfarin ár. Allt safnist þetta saman og geri það að verkum að dýrara er að nýta sér þessa þjónustu í Reykjavík en annars staðar. Samkvæmt heimildum DV var gerð tilraun með það fyrir mörgum árum að leyfa fólki að koma með sína eigin krossa í Gufuneskirkjugarð en það fór illa. Ómögulegt var að fylgj­ ast með hvort allir krossar væru lög­ legir, rakaþéttir og þess háttar svo einn svartur sauður gat slegið út á 30 öðrum leiðum með tilheyrandi vandræðum fyrir þjónustuaðilann og vonbrigðum annarra viðskiptavina. Ljós ákvað því, eftir tilraunir í tvö ár í upphafi, að hætta að hleypta fólki með eigin krossa í tenginguna.n „Okkur fannst hækkunin vera aðeins umfram verðlag og vorum ekkert sérstak- lega ánægð með það. En við ráðum því ekki. Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Veitingastaðurinn opinn frá 12-22 alla daga Happy Hour frá 16-19 alla daga stella er alltaf á barnum radisson blu 1919 Hotel, pósthússtræti 2 Krossarnir kosta Það kostar 8.000– 9.300 krónur að setja ljósakrossa á leiði í Reykjavík. Það er mun dýrara en á landsbyggð- inni. Mynd SiGTRyGGUR aRi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.