Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Blaðsíða 36
Helgarblað 5.–8. desember 201436 Skrýtið Biður látið fólk afsökunar Systir Pablos Escobar biður fórnarlömb hans fyrirgefningar, en segir hann hafa verið misskilinn T uttugu og eitt ár er liðið frá því að eiturlyfjabaróninn Pablo Escobar var tekinn af lífi. Pablo Escobar var einn umsvifamestu glæpamanna síðustu aldar. Hann var umsvifamik- ill fíkniefnasali og bar ábyrgð á fjölda morða og mannrána. Hann varð ung- ur stórtækur kókaínsali, varð í kjölfar- ið einn valdamesti maður Kólumbíu og einn ríkasti maður heims á sama tíma. Systir hans, Luiz Maria Escobar, vill reyna að bæta fyrir gjörðir bróð- ur síns og fer nú á milli kirkjugarða og skilur eftir lítil bréf með afsökunar- beiðni á leiðum þeirra sem létust af völdum hans. „Ég hugsa til fólksins alla daga – allra þeirra sem þjáðust vegna bróður míns, vegna þessa stríðs sem hann háði,“ segir Luz Maria. Deildu og drottnuðu Á árunum 1980–1993 voru Escobar og liðsmenn hans í Medellin-samtökun- um stórtækir. Þeir deildu og drottn- uðu með harðri hendi og myrtu þá sem stóðu í vegi fyrir þeim. Árið 1991 var morðtíðnin slík í Kólumbíu að af hverjum 100 þúsund íbúum hafði 381 verið myrtur og um 7.500 manns voru myrtir í borginni Medellin árið 1991. Escobar lét til skarar skríða gegn stjórnmálamönnum, blaðamönnum, lögreglumönnum, sérsveitarmönn- um, lögmönnum, saksóknurum og dómurum. Hann háði hálfgert stríð gegn ríkinu til að koma í veg fyrir að lög yrðu sett sem heimiluðu fram- sal á glæpamönnum frá Kólumbíu til Bandaríkjanna. Liðsmenn hans létu ekkert stöðva sig, komu fyrir bíla- sprengjum, rændu fólki, pyntuðu og tóku miskunnarlaust af lífi. Escob- ar reyndi meðal annars að taka for- setaframbjóðanda af lífi árið 1989. Sá, Cesar Gaviria, varð síðar forseti Kólum bíu árið 1990. Hundrað féllu í morðtilræðinu. Vægðarlaus Escobar var vægðarlaus glæpamaður og framganga hans reyndi mikið á fjölskyldu hans. Framan af ferli hans var þeim þó ekki kunnugt um glæp- astarfsemina. Ekki fyrr en hann til- kynnti þeim á níunda áratugnum að hann hefði gert erfðaskrá. „Móðir mín komst í mikið uppnám og spurði hann hvers vegna hann væri að gera þetta,“ segir Luz Maria. „Hún spurði hann hvort hann væri með banvænan sjúkdóm.“ Escobar var fljótur til svars. „Ég er í mafíunni. Þeir sem eru í mafí- unni deyja aldrei af veikindum eða eðlilegum orsökum. Mafíósar deyja af skotsárum.“ Luz María segist ekki hafa haft hugmynd um hvað mafían var. „Þessa nótt drógum við mæðgurnar fram orðabók. Orðið var ekki að finna í henni,“ segir hún. Hræðilegur dagur Þegar Escobar lét taka dómsmálaráð- herra Kólumbíu af lífi árið 1984 átt- aði fjölskyldan sig á stöðunni. „Þetta var hræðilegur dagur. Ég skildi allt í einu í hvað hann var flæktur og hvers hann var megnugur,“ segir hún. Fjöl- skyldan reyndi að koma í veg fyr- ir glæpi hans en ekkert gekk. Stund- um fóru þær mæðgurnar að leita að honum. „Við ræddum við hann þegar það voru miklar blóðsúthellingar, öll þessi morð. En hann gat alltaf sann- fært okkur um að rétturinn væri hans megin. Þegar föður mínum var rænt árið 1985 sagði Pablo við mig: „Það eru við eða þeir“.“ Á þeim tíma var Escobar ávallt vopnaður til að vernda sig og fjöl- skyldu sína. „Ég hefði aldrei trúað því þá að hann myndi skilja eftir sig svo sorglegan og sársaukafullan blett á mannkynssögunni,“ segir Luz Maria. Vill biðjast afsökunar Luz Maria vinnur nú að því að reyna að biðjast afsökunar fyrir hönd bróð- ur síns. Tuttugu ár voru liðin í fyrra frá dauða hans og þá hélt hún stóra minn- ingarathöfn í kirkjugarði í Medellin. Fyrir utan kapellu í kirkjugarðinum, í kringum gröf Pablos Escobar, hafði hún komið fyrir bréfsefni og skrif- færum. Hún bað fólk um að fyrirgefa honum og skilja eftir skilaboð þess efnis. „Sjö eða átta manns komu, fjöl- skyldumeðlimir fórnarlamba hans,“ segir hún. „Það sem var fallegast við það, eitthvað sem gerði mig ham- ingjusama, var að þau föðmuðu mig og sögðust ekki vera reið eða bitur í garð hans,“ segir hún. Sjálf ferðast hún á milli kirkjugarða og kemur fyr- ir skilaboðum á leiðum fórnarlamba hans þar sem hún biðst fyrirgefningar. „Ég biðst afsökunar og bið um fyrir- gefningu,“ segir hún. Í eitt sinn skildi hún eftir slík skilaboð á leiði konu sem hafði misst son sinn í fíkniefnastríði Escobars. „Ég skrifaði henni og sagði að hjarta mitt væri fullt af ást og hlýju í garð fórnarlamba hans,“ segir hún. Hjartanu blæðir Hún segist sjálf ekki hafa tekið þátt í stríði Escobars en segir sögu fjöl- skyldu sinnar sína sögu. „Þetta mótar hjarta mans. Pablo var bróðir minn,“ segir hún. Þessi saga fjölskyldunnar er henni afar erfið segir hún. Luz Maria segir einnig að bróðir hennar hafi ekki verið alvondur. Hann hafi reynt að gefa til fátækra og að honum sé kennt um hluti sem hann kom aldrei nálægt. Þessu eru þó aðstandendur fórn- arlamba hans ekki sammála. Einn þeirra er Felipe Mejia, en bróðir hans var aðeins átján ára þegar hann lést, myrtur af mafíunni. Hann segir að það sé ágætt að Luz Maria reyni að biðjast fyrirgefningar en að ef hann fengi slíkan miða sendan yrði hann mjög reiður og miðinn myndi enda í ruslatunnunni. „Þetta er spurning um réttlæti,“ segir hann og bendir á að einn þeirra sem bera ábyrgð á dauða bróður hans sé enn á lífi og gangi laus. Hann eigi stóra fjölskyldu og sé ham- ingjusamur. Morðinginn hafi fengið tækifæri sem bróðir hans fékk aldrei. Sonur annars fórnarlambs, Luis Ospina, segir að Pablo Escobar hafi aldrei verið neitt annað en „brjálæð- ingur með peninga,“ og að hann hafi verið siðlaus glæpamaður sem sveifst einskis. Faðir Luis var þingmaður sem vildi að hægt væri að framselja glæpa- menn á milli Bandaríkjanna og Kól- umbíu. Honum var rænt og hann myrtur. Til þess að fá lík hans afhent þurfti fjölskyldan að greiða lausnar- gjald. n „Ég er í mafíunni. Þeir sem eru í mafíunni deyja aldrei af veikindum eða eðlilegum orsökum. Mafíósar deyja af skotsárum.“ „Ég skrifaði henni og sagði að hjarta mitt væri fullt af ást og hlýju í garð fórnarlamba hans. Sonurinn Sebastian Marroquin, sonur Pablos Escobar, lét hanna fatnað þar sem myndir af föður hans komu fyrir og seldi í Suður-Ameríku. Sögurnar Sögur af Pablo Escobar eru nánast eins og þjóðsögur í Kólumbíu og eru seldar í litlum heftum. Nafn Escobars er mikið notað til markaðssetn- ingar og ljóst að sögur af honum seljast vel. Fra Hyrjarhöfði 2 - 110, Reykjavík / s: 848 7007 og 776 8600 / www.glerpro.is / glerpro@gmail.com Allar viðgerðir á framrúðum eru bíleiganda að kostnaðarlau su. Vinnum fyrir öll tryggingaf élög.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.