Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Blaðsíða 16
Helgarblað 5.–8. desember 201416 Fréttir S igríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgar­ svæðinu, hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu, vegna aðkomu hennar að lekamálinu. Persónuvernd hefur krafið hana á skýringa á því hvers vegna hún sendi aðstoðarmanni ráðherra persónuupplýsingar úr rannsóknar­ og sönnunargögnum embættis síns á Suðurnesjum. Sig­ ríður hefur átt skjótan feril innan lögreglunnar. Fyrst sem sýslumaður á Ísafirði, þá aðstoðarríkislögreglu­ stjóri, svo lögreglustjóri á Suðurnesj­ um og loks á höfuðborgarsvæðinu. Sigríður er gift Skúla Sigurði Ólafs­ syni, syni Ólafs Skúlasonar biskups, sóknarpresti í Keflavík, og eiga þau þrjú börn saman. Skipun þeirra í embætti á Suðuresjum olli mikilli ólgu innan lögreglu og kirkjusókn­ ar á sínum tíma. Hanna Birna skip­ aði Sigríði sem lögreglustjóra á höf­ uðborgarsvæðinu án auglýsingar, en þær eru æskuvinkonur, gengu í sama grunnskóla, og störfuðu saman inn­ an Sjálfstæðisflokksins. Viðmælend­ ur DV lýsa Sigríði sem miklu hörku­ tóli sem eigi það til að fara í felur undir mikilli pressu. „Kill them with kindness“ Sigríður fæddist þann 10. júlí árið 1969. Hún er menntaður lögfræðing­ ur frá Háskóla Íslands og er með meistarapróf í Evrópurétti frá Há­ skólanum í Lundi. Þá er hún með diplómagráðu í stjórnun frá Lög­ regluskóla ríkisins og í opinberri stjórnsýslu frá HÍ. Viðmælendur DV innan lögreglunnar á höfuðborgar­ svæðinu segja hana drífandi og dug­ mikla. Hún hafi komið inn í nýtt starf með miklum krafti og leggi mikla áherslu á aukið jafnrétti innan lög­ reglunnar. Þá vilji hún eiga sam­ ráð við samstarfsfélaga sína og sem dæmi hafi hún flutt skrifstofu sína til þess að vera nær starfseminni. Aðrir benda á að hún geti verið næstum yfirdrifið jákvæð á stundum, og jafnvel þannig að aðrir neyðist til þess að fylgja henni jafnvel þótt þeir séu henni ekki sammála. Einn við­ mælenda blaðsins talar um að hún sé svona „kill them with kindness“­ týpa. Þá geti hún verið hörð í horn að taka ef einhver gerir mistök og hiki ekki við að láta fólk svara fyrir slíkt. Hins vegar eigi hún erfitt með að vera undir pressu og eigi það til dæmis til að hlaupa á flótta undan óþægilegri fjölmiðlaathygli. Æskuvinkonur Sigríður sem er einbirni sleit barns­ skónum við götuna Breiðvang í Norðurbænum í Hafnarfirði. For­ eldrar hennar, hjónin Ingunn Þor­ steinsdóttir og Guðjón Valdimars­ son flugvirki og vopnasali, voru einungis sextán ára þegar Sigríður kom í heiminn. Sigríður eyddi öllum sínum uppvaxtarárum í Hafnarfirði og fermdist til að mynda í Hafnar­ fjarðarkirkju árið 1982. Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrr­ verandi innanríkisráðherra, var ein af vinkonum hennar í barnæsku. Þrátt fyrir að þrjú ár skilji þær að, tókst fljótt með þeim vinskapur enda ólust þær upp sem næstu nágrann­ ar í Norðurbænum og gengu til að mynda báðar í Víðistaðaskóla. Ljóst er að mikið traust ríkir þeirra á milli enn þann dag í dag enda skipaði Hanna Birna Sigríði sem lögreglu­ stjóra höfuðborgarsvæðisins í sumar án auglýsingar. Sjálfstæðar konur Um miðjan tíunda áratuginn tók Sig­ ríður Björk virkan þátt í stjórnmál­ um. Þær Hanna Birna störfuðu til að mynda saman innan Sjálfstæðis­ flokksins með félagsskapnum Sjálf­ stæðar konur og skrifuðu meðal annars greinar í Morgunblaðið und­ ir merkjum hópsins. „Í samræmi við meginstefnu Sjálfstæðisflokksins er sjálfstæði og frelsi allra einstaklinga, kvenna sem karla, grundvallar atriði. Á þessum grunni vilja Sjálfstæðar konur að baráttan fyrir jöfnum tæki­ færum kynjanna sé háð,“ sagði í grein sem þær Hanna Birna, Ásdís Halla Bragadóttir og Jóhanna Vil­ hjálmsdóttir birtu í Morgunblaðinu þann 8. apríl 1995. Stuttu síðar birtu þær Sigríður Björk, Áslaug Magnúsdóttir, Elsa B. Valsdóttur og Lísa Yoder, grein und­ ir merkjum Sjálfstæðra kvenna. Þar mæltu þær gegn tillögu Kvennalist­ ans um að lengja skyldi fæðingar­ orlof kvenna í níu mánuði: „Sjálf­ stæðar konur telja að beiting slíks úrræðis væri ekki eingöngu gróft brot á rétti feðra sem uppalendur heldur jafnframt til þess fallið að gera kon­ um erfiðara um vik á vinnumarkaði og skekkja samkeppnisstöðu þeirra enn frekar.“ Í þessu samhengi töluðu þær fyr­ ir því að bjóða karlmönnum einnig upp á það að taka sér fæðingaror­ lof í stað þess að lengja einungis fæðingarorlof kvenna. Þær sögðust þó gera sér grein fyrir því að þessi þróun yrði hæg. Nálgun Sigríðar og félaga hennar í Sjálfstæðum konum var þannig önnur en til að mynda Kvennalistans. Þær töldu jafnrétti helst nást með samábyrgð kynjanna og jöfnu frelsi. Bæði í lögfræði Sigríður tók ekki einungis þátt í kvennabaráttu sjálfstæðiskvenna á miðjum tíunda áratugnum því eins og margir ungir hægrimenn þess tíma var hún höll undir Evrópusam­ bandið. Hún tók virkan þátt í stofn­ un þverpólitísks félagsskapar sem setti stefnuna á aðild að Evrópusam­ bandinu og var kjörin í aðalstjórn Evrópusamtakanna á stofnfund­ inum í maí 1995. Sigríður og Skúli, eigin maður hennar, hófu bæði nám við lögfræðideild Háskóla Íslands að loknu stúdentsprófi, hann árið 1988 en hún ári síðar. Ólíkt henni lauk Skúli hins vegar aldrei náminu. „Ég lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1988 og var fyrst í lögfræðinámi við Háskóla íslands. Síðan lenti ég, eins og margir aðrir, í akademískum hremmingum en leysti þær með því að fara í guð­ fræðinám. Eftir því sé ég ekki,“ sagði Skúli í samtali við Tímann þann 9. apríl 1997. Sigríður Björk lauk hins vegar embættisprófi í lögfræði árið 1993 og hóf sama ár störf hjá emb­ ætti ríkisskattstjóra, sem lögfræðing­ ur eftirlitsskrifstofu og við lög­ fræðisvið tekjuskattsskrifstofu. Skipuð skattstjóri Haustið 1995 héldu Sigríður og Skúli, sem þá áttu tveggja ára dóttur, til Kaupmannahafnar í nám. Sigríður lagði stund á framhaldsnám, meðal annars í skattarétti við Kaupmanna­ hafnarháskóla á meðan Skúli stund­ aði nám í kennimannlegri guðfræði og trúarbragðasögu. Að þessu sinni kláraði Skúli námið en Sigríður ekki. Þau sneru heim haustið 1996 og strax við heimkomuna var Sigríður skip­ uð skattstjóri Vestfjarðaumdæmis til fimm ára svo þau fluttust til Ísa­ fjarðar. Skúli tók að sér kennslu fyrst um sinn. „Ég hef fengist við kennslu í vetur. Hef kennt í 4. og 10. bekk grunnskóla Ísafjarðar og þjóðhagfræði við Fram­ haldsskóla Vestfjarða. Það er áhuga­ vert fyrir prest að starfa að kennslu, því þannig kynnist maður þverskurði mannlífsins,“ sagði hann í samtali við Tímann þann 9. apríl 1997. Skúli stóð þó ekki lengi í kennslunni. Til­ efni viðtalsins var það að hann hafði hreppt nýtt embætti aðstoðarprests á Ísafirði. Dóms­ og kirkjumála­ ráðuneytið hafði þá nýlega ákveðið að veita fjármagni í fasta stöðu að­ stoðarprests, stöðu sem hafði ekki fengist fjármagn fyrir áður og það þrátt fyrir að lengi hefði verið barist fyrir því innan Þjóðkirkjunnar. Vildu til Eyja Í viðtali við héraðsmiðilinn BB.is í júlí 1997 sagðist Sigríður vonast til þess að hún yrði sýslumaður áfram. „Skattarnir eiga hug minn allan, þannig að ég veit ekki hvort ég fer nokkurn tíma úr því kerfi aftur.“ Vorið 1998 sótti hún um embætti sýslu­ manns í Vestmannaeyjum og Skúli um embætti sóknarprests í Vest­ mannaeyjum. Sigríður laut í lægra haldi fyrir öðrum umsækjanda og Skúli dró umsókn sína til baka. Fjall­ að var um málið í Degi þann 10. júní undir fyrirsögninni „Eini umsækj­ andinn dregur sig til baka.“ Þar sagðist Skúli hafa dregið um­ sókn sína til baka þar sem Sigríð­ ur hefði ekki fengið embætti sýslu­ manns. „Það er alltof skammur tími að vera hér [á Ísafirði] í aðeins eitt og hálft ár og það er engin ástæða til þess að fara héðan því fjölskyldunni hefur líkað afar vel hér. Hér er gott mannlíf, að ég tali nú ekki um það fjölbreytta menningarlíf sem hér er og dafnar. Og úr því þetta Vest­ mannaeyjadæmi gekk ekki upp verðum við hér áfram næstu árin,“ sagði Skúli enn fremur. Ákveðin að mati ráðuneytis Sigríður og Skúli voru því áfram á Ísafirði enn um sinn. Stuttu eftir að þau eignuðust sitt annað barn sótt­ ist Skúli eftir embætti prests með­ al Íslendinga í Svíþjóð. Hæfisnefnd komst að þeirri niðurstöðu að allir fimm umsækjendur væru hæfir til að sinna embættinu en að Skúli væri hæfastur til þess. Fjölskyldan lagði því land undir fót og hélt til Gauta­ borgar þar sem Sigríður lagði meðal annars stund á nám í sænsku. Sigríður var þar ytra í febrúar 2002 þegar Sólveig Pétursdóttur, þáver­ andi dóms­ og kirkjumálaráðherra, skipaði hana í embætti sýslumanns á Ísafirði. Aftur sneri fjölskyldan til Ísafjarðar enda langþráður draum­ ur um að verða sýslumaður loksins að verða að veruleika. Málið átti hins vegar eftir að draga dilk á eftir sér enda þótti ekki ljóst að Sigríður hefði verið hæfust þeirra tíu umsækjenda sem sóttu um embættið. Þann 12. apríl leitaði einn um­ sækjendanna til umboðsmanns Al­ þingis til að kanna hvernig staðið hefði verið að veitingu embættisins. Hann hafði þá þegar fengið send­ an rökstuðning fyrir ákvörðun ráðu­ neytisins en þar sagði meðal annars: „[Sigríður Björk] er ákveðin og á gott með stjórnun. Hún er metnaðarfull og nákvæm og fær alls staðar bestu meðmæli.“ A4-blað dugði Umboðsmaður óskaði meðal annars upplýsinga um hvernig ráðuneytið hefði staðið að rannsókn á þess­ um persónulegu eiginleikum Sigríð­ ar og bað ráðuneytið um að afhenda til hæstu metorða á vængjum flokksins n Líf og starf lögreglustjórans n Iðulega gagnrýnt hvernig staðið hefur verið að skipun Sigríðar Bjarkar í embætti n Var með Hönnu Birnu í Sjálfstæðum konum Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is „Skattarnir eiga hug minn allan, þannig að ég veit ekki hvort ég fer nokkurn tíma úr því kerfi aftur. Lín Design Laugavegi 176 Glerártorgi lindesign.is Ættartré Grýlu Dúkar og renningar Verð frá 4.980 kr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.