Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Blaðsíða 17
Helgarblað 5.–8. desember 2014 Fréttir 17 embættinu gögn þar um. Svar Sól- veigar Pétursdóttur við þessu atriði var á þá leið að þessar upplýsingar hefðu meðal annars komið fram í við- tölum við vinnuveitendur. Hins vegar gat ráðherra ekki lagt fram nein gögn því til staðfestingar. Meðal þeirra gagna sem umboðs- maður hafði fengið frá ráðuneytinu var afrit af umsókn Sigríðar Bjarkar rituð á eitt A4 blað. Umboðsmaður óskaði því eftir upplýsingum um hvort einhver gögn hefðu fylgt um- sókninni en svar ráðherra var á þá leið að svo hefði ekki verið. Hins vegar hefði ráðuneytið óskað eftir frekari upplýsingum eftir að umboðsmaður fór að kanna málið. Í umsókn Sigríðar hafði komið fram að hún hefði lokið námi í alþjóðlegum skattarétti frá Há- skólanum í Lundi vorið 2001. Ráðuneytið leitaði hins vegar ekki staðfestingar á þessu fyrr en eftir að umboðsmaður hóf athugun sína. Í svörum til umboðsmanns tók ráð- herra sérstaklega fram að Sigríður hefði lokið meistaragráðu í Evrópu- rétti við lagadeild Háskólans í Lundi vorið 2002 eða eftir að hún hafði verið ráðin sýslumaður. „Samkvæmt þessu byggði mat ráðuneytisins á menntun B [Sigríðar] aðeins á stuttri lýsingu hennar á heitum námskeiða í um- sókn sinni til ráðuneytisins án þess að gerður hafi verið reki að því að upp- lýsa það atriði frekar,“ sagði í áliti um- boðsmanns. Byggt á veikum grunni Ýmislegt annað varðandi skipunina kom til álita en niðurstaðan var sú að dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefði ekki fullnægt rannsóknarskyldu sinni við mat á menntun, starfsreynslu og persónulegum eiginleikum umsækj- enda. Þá hefði ráðuneytið látið undir höfuð leggjast að gæta þeirra skyldna sem á því hvíldu um að afla fullnægj- andi gagna og upplýsinga í skráðu formi. Umboðsmaður taldi þar með að ákvörðun um að skipa Sigríði í embætti sýslumanns hefði ekki verið byggð á nægjanlega traustum grunni. „Ég tel ólíklegt að þeir annmarkar sem ég álít að hafi verið á þeirri ákvörðun að skipa B [Sigríði] í emb- ætti sýslumanns á X [Ísafirði] leiði til ógildingar skipunarinnar að teknu tilliti til hagsmuna B [Sigríðar]. Þá eru ekki efni til að ég taki afstöðu til þess hvort þeir annmarkar eigi að hafa önnur réttaráhrif,“ sagði meðal annars í álitinu. Vildi að UMFÍ borgaði löggæslu Þrátt fyrir umdeilda skipun hélt Sig- ríður ótrauð áfram að feta slóðina sem sýslumaður. Hún hafði ekki ver- ið lengi í embætti þegar hún vakti athygli í fjölmiðlum fyrir afar um- deilda ákvörðun þess efnis að rukka Ungmennafélag Íslands, UMFÍ, sér- staklega fyrir löggæslu á unglinga- landsmóti sem halda átti á Ísafirði verslunarmannahelgina 2003. Í frétt DV um málið þann 25. júní sama ár kom fram að sýslumaður- inn hefði krafið UMFÍ um 500 þús- und krónur vegna þessa, en það væri þriðjungur af heildarkostnaði við löggæsluna þá þrjá daga sem mótið stæði yfir. „Við höfum haldið unglingalandsmót síðan 1992 en þetta er í fyrsta skipti sem við erum rukkuð um löggæslukostnað,“ sagði Sæmundur Runólfsson, fram- kvæmdastjóri UMFÍ, í samtali við DV. Hann sagði að landsmót hefðu verið haldin á vegum félagsins síðan 1907 og að aldrei hefði verið greitt sérstakt gjald fyrir löggæslu. „Aldrei lent í svona stælum“ „Við erum sjálf með gæslu á svæðinu og borgum björgunarsveitum 650 þúsund krónur fyrir hana. Við telj- um það vera alveg nóg,“ sagði Sæ- mundur enn fremur. Sigríður Björk vildi ekki tjá sig um málið við DV en sagði að hún hefði sent ungmenna- félaginu skriflegan rökstuðning fyr- ir ákvörðun sinni. Þrátt fyrir gagn- rýni talsmanna UMFÍ næstu vikur og mánuði varð Sigríði ekki hagg- að. Morgunblaðið fjallaði um mál- ið þann 2. ágúst en þar kom fram að UMFÍ hygðist kæra úrskurð sýslu- manns til ráðherra. „Við höfum aldrei lent í svona stælum við yfirvöld áður,“ sagði Sæ- mundur í samtali við Morgunblað- ið. „Sýslumaður hótaði því að ef við myndum ekki fara að kröfum henn- ar [um að taka þátt í kostnaði við löggæslu] þá mundi hún senda lög- regluna á okkur í kvöld [gærkvöld] og loka skemmtuninni,“ sagði Sæmund- ur. „Það liggur fyrir ákvörðun sýslu- manns um að krefja UMFÍ um hluta af löggæslukostnaði vegna skemmt- analeyfisskyldra viðburða á ung- lingalandsmótinu,“ sagði Sigríður Björk. Sparsamur sýslumaður Sigríður vakti þó öllu jákvæðari athygli í DV ári síðar. „Sigríður Björk Guðjónsdóttir, sýslumaður á Ísafirði, rekur embætti sitt með þeim sóma að árlega sparast milljónir umfram það sem áætlað var. Á tveimur árum er rekstrarafgangurinn hjá spar- sama sýslumanninum orðinn tæp- ar 5 milljónir króna og það þrátt fyrir að Sigríður Björk hafi þurft að vinna niður yfir 4 milljóna króna halla fyrst eftir að hún tók við embætti,“ sagði í frétt blaðsins undir fyrirsögninni „Sparsamur sýslumaður verðlaun- aður af ríkinu.“ Í þetta sinn var Sigríður tilbúin að tjá sig um málið. „Það er opið fjárhagsbókhald hjá okkur og all- ir starfsmenn geta skoðað það sem þeir vilja að undanskildum launa- málum einstakra starfsmanna. Þar með eru allir ábyrgir,“ sagði Sigríður sem taldi fullvíst að konur væru hag- sýnni en karlar og vísaði til annarra kvenkyns sýslumanna. Biskup og prestur fermdu Sigríður og Skúli hafa ekki flagg- að einkalífi sínu mikið á síðum fjöl- miðlanna. Þann 12. apríl 2005 birtist þó áhugaverð frétt um fjölskylduna á síðum Morgunblaðsins undir fyrir- sögninni „Aðeins eitt fermingar- barn.“ Hún fjallaði um fermingu dóttur þeirra sem fram fór í Bú- staðakirkju og var vægast sagt með óhefðbundnu sniði. Dóttirin var eina fermingarbarnið en faðir henn- ar presturinn og afi, Ólafur Skúlason biskup, fermdu hana. Þá tók Sigríður Björk einnig þátt í athöfninni. Skúli þjónaði fyrir altari og tón- aði, en Ólafur flutti predikunina. „Það var mér mjög mikils virði,“ til hæstu metorða á vængjum flokksins n Líf og starf lögreglustjórans n Iðulega gagnrýnt hvernig staðið hefur verið að skipun Sigríðar Bjarkar í embætti n Var með Hönnu Birnu í Sjálfstæðum konum Fylgjast að Skúli og Sigríður hafa fylgt hvort öðru í embætti víðsvegar um landið. Hörð gegn ungmennafélagi Sigríður Björk krafðist þess að Ungmennafélag Íslands borgaði þriðjung löggæslukostnaðar vegna unglingalandsmóts. „Við höfum aldrei lent í svona stælum við yfirvöld áður Í tvígang án auglýs- ingar Sigríður Björk hefur tvívegis verið skipuð í embætti án auglýsingar. Annars vegar af Birni Bjarnasyni og nú ný- verið af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.