Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Blaðsíða 15
Fréttir 15Helgarblað 5.–8. desember 2014 Desemberuppbót félagsmanna VR í fullu starfi er núna 73.600 kr. og á að greiðast ekki seinna en 15. desember. VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS Hvenær kemur desemberuppbótin? Virðing, réttlæti og gleðilega hátíð! E igandi fata- og minjagripa- fyrirtækisins Drífu ehf. hefur stefnt opinbera fyrirtækinu Isavia ohf. vegna útboðs þess á verslunarrými í Leifsstöð fyrr á árinu. Drífa ehf. krefur Isavia um rúmlega 900 milljónir króna í skaðabætur vegna þess sem það tel- ur vera óeðlileg vinnubrögð Isavia við útboð á verslunarrýminu. Drífa fékk ekki inni í Leifsstöð með starf- semi sína í útboðinu. Þetta kemur fram í stefnunni í málinu sem þing- fest verður í Héraðsdómi Reykjavík- ur þann 11. desember næstkomandi. Ingimundi Sigurpálssyni, stjórnar- formanni Isavia, er gert að mæta í þingfestinguna sem fyrirsvarsmanni félagsins. Drífa ehf., sem meðal annars sel- ur fatnað undir merkinu Icewear auk alls kyns minjagripa, hefur rekið verslun í Leifsstöð um árabil – föt frá Icewear-merkinu hafa verið til sölu í Leifsstöð frá árinu 1988. Eigandi fyrir tækisins heitir Ágúst Þór Eiríks- son en það var stofnað árið 1973 og hefur reksturinn gengið vel. Hagnað- ur þess í fyrra nam til dæmis tæplega 88 milljónum króna og er eiginfjár- staðan jákvæð um nærri 314 milljón- ir króna. Til að setja fyrirtækið í sam- hengi þá rak það einnig Víkurprjón þar til í fyrra en þá sameinaðist það fyrirtæki Drífu. Úboð Isavia var talsvert til um- fjöllunar í fjölmiðlum í haust og var það gagnrýnt talsvert af fyrirtækjum sem ekki fengu úthlutað húsnæði í flugstöðinni, meðal annars fyrirtæk- inu Kaffitári. Telur rökstuðninginn takmarkaðan Málið er höfðað þar sem Drífa telur að tilboðið í verslunarrýmið í Leifs- stöð sem fyrirtækið skilaði inn hafi verið hagkvæmt og er Isavia gagn- rýnt í stefnunni fyrir að hafa ekki fært nægjanlega góð rök fyrir synjunni á umsókn Drífu. „Stefnandi er fullviss um að tilboð hans voru hagkvæm- ustu sem bárust í útboðinu. Það kom stefnanda því mjög á óvart að tilboð hans skyldu ekki vera valin. Stefn- andi taldi því nauðsynlegt að fá rök- stuðning og útskýringar fyrir þeirri ákvörðun stefnda að taka ekki tilboð- um stefnanda.“ Í stefnunni er rakið hvernig rök- stuðningur hafi borist frá Isavia fyr- ir þessari ákvörðun en að forsvars- menn Drífu hafi talið hann ófullnægjandi. Áætluð sala upp á nærri 5 milljarða Mikla athygli vekur í stefnunni hversu mikil áætluð sala Drífu á vör- um fyrirtækisins er. Upphæðin sem Drífa krefur Isavia um er reiknuð út frá áætlaðri sölu í Leifsstöð næstu fjögur árin að frádregnum kostn- aði við þessa vörusölu. Áætluð sala Drífu á tímabilinu er, samkvæmt stefnunni, 4.964 milljónir króna eða nærri fimm milljarðar króna, en á móti er kostnaður upp á ríflega 4 milljarða króna en þar af er er leiga á húsnæðinu upp á rúman millj- arð. Eftir stendur áætlaður hagnaður upp á ríflega 900 milljónir króna sem Drífa vill nú fá frá ríkinu. Miklir hagsmunir Í ljósi þessarar miklu áætluðu sölu, sem byggir á sölu Drífu á vörum í Leifsstöð síðustu árin, sést hversu miklir hagsmunir eru í húfi fyrir fyrirtækið. Enda segir líka í stefn- unni: „Stefndi hefur sjálfur bent á að að verslunar- og veitingarými í flugstöðinni sé meðal þess eftir- sóttasta á Íslandi. Með útboðinu var stefndi þannig að setja af stað ferli með að markmiði að ráðstafa afar verðmætum en takmörkuðum gæðum.“ Drífa telur í stuttu máli að Isavia hafi brugðist í útboðinu og í raun brotið lög: „Með lögbrotum stefnda var komið í veg fyrir að stefnandi hlyti hin takmörkuðu gæði. Með því að svipta stefnanda þeim gæðum sem hann átti réttmætt tilkall til olli stefndi stefnanda tjóni sem stefn- andi hefði haft af nýtingu verslunar- rýmisins.“ n IsavIa stEfnt vEgna útboðs n Eigandi Drífu ehf. vill rúmar 900 milljónir króna í skaðabætur n fékk ekki inni Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Með lögbrotum stefnda var komið í veg fyrir að stefnandi hlyti hin takmörkuðu gæði. Vill 903 milljónir króna Eigandi Drífu ehf. vill 903 milljónir króna í bætur vegna þess að fyrirtæki hans fékk ekki inni í Leifsstöð í afstöðnu útboði Isavia. Ingimundur Sigurpálsson er stjórnarfor- maður Isavia. goslok ekki í bráð Þriðja mesta hraunrennsli í heiminum frá 18. öld Í nýju mati Almannavarna kemur fram að jarðeldarnir í Bárðar- bungu munu að óbreyttu halda áfram í nokkra mánuði til viðbót- ar – að minnsta kosti. Vísindamenn hafa komist að þessu. Nokkuð hefur dregið úr hraun- rennslinu að undanförnu og þá er skjálftavirkni heldur minni en fram- an af. Hraunið sem runnið hefur nú þegar er talið vera um það bil einn rúmkílómetri. Ekki hefur meira hraun runnið úr íslenskum eldfjöll- um í einu lagi síðan í Skaftáreldum seint á 18. öld. Vísindaráð Almanna- varna segir að sennilega sé Holu- hraun þriðja stærsta hraun sem runnið hefur á jörðinni síðan þá. Hraunið sem rennur núna er talið vera undir 100 rúmmetrum á sekúndu en í september var það nærri 200 rúmmetrum, sem er svip- að rennsli og í Jökulsá á Fjöllum. Bárðarbunga heldur áfram að síga en helmingi hægar en áður. Ekkert útlit er fyrir að gosinu ljúki í bráð. n Hægir á Rennslið er nú helmingi minna en í september. Mynd ÁrMann Höskuldsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.