Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Blaðsíða 20
20 Fréttir Helgarblað 5.–8. desember 2014 N áttúrupassinn hefur verið gagnrýndur bæði af stjórnar- andstöðunni sem og af Sam- tökum ferðaþjónustunnar. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og ferðamálaráðherra, hefur sagt passann skásta kostinn af þeim leiðum sem hafi verið skoðað- ar. Samtökum ferðaþjónustunnar hef- ur snúist hugur og þau nú lagst gegn passanum. Margir telja hann brjóta á einum elsta rétti þjóðarinnar: al- mannarétti. Réttinum til að ferðast óhindrað um landið. Sjálfu ferðafrels- inu. Edward H. Huijbens, forstöðu- maður Rannsóknarmiðstöðvar ferða- mála, telur passann brjóta gegn al- mannarétti og nánast óumflýjanlegt að á það verði reynt fyrir dómstólum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er sömu skoðunar og segir ástæðu fyrir því að engin þjóð hafi val- ið að fara þessa leið. Ólíkt er hvaða mat er lagt á almannarétt og ekki sé ver- ið að skerða hann með náttúrupassa. Rétturinn til að ferðast óhindrað milli staða, frá A til B, sé enn til staðar. Hins vegar eigi að rukka þá sem stoppa til að njóta náttúrunnar sérstaklega. Frumvarp um náttúrupassa bíð- ur enn blessunar Framsóknarflokks- ins en ekki hefur gefist tími til að ljúka skoðun þess í þingflokknum sökum anna. Frumvarpið var kynnt ríkis- stjórninni á föstudag fyrir viku en skiptar skoðanir eru um frumvarpið innan Framsóknarflokksins. Sigrún Magnúsdóttir þingflokksformaður á þó ekki von á öðru en að frumvarpið hafi sinn framgang. Besti kosturinn að mati ráðherra „Ég fattaði ekki upp á þessu eins og krakkarnir segja,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir ferðamálaráðherra í viðtali um náttúrupassann í Bítinu á föstudag. Taldi ráðherrann upp fjöl- margar skýrslur frá ólíkum aðilum þar sem náttúrupassi var nefndur til sögunnar. Svo sem frá Boston Con- sulting Group, hagræðingarhópi ríkis- stjórnarinnar, Ferðaþjónustuklasan- um Gekon og mörgum fleiri. Því væri frumvarpið útfærsla á hugmynd sem ótal margir ólíkir aðilar hefðu nefnt sem besta kost í stöðunni. „Margt sem hefur komið fram er ekki rétt. Eins og að það verði sett- ar upp girðingar, gjaldtökuskúrar og að umfangið verði mikið. Það er ekki þannig,“ sagði ráðherrann. „Þetta er einfalt fyrirkomulag og markmiðið með þessu öllu saman er að vernda náttúruna.“ Passa á Þingvelli Ragnheiður sagði öll opinber svæði, bæði í eigu ríkis og sveitarfélaga, falla undir náttúrupassa. „Það er hins vegar ekki þannig að þú þurfir að hafa náttúrupassa hangandi utan á þér í göngutúrnum úti á Gróttu. Heldur á ákveðnum svæðum og við þekkjum þau. Gullfoss, Þingvellir, Ásbyrgi og svo framvegis.“ Þá sagði Ragnheiður að eftirlit yrði ekki íþyngjandi eða flókið. „Ef Ís- lendingar eru ekki með passann á sér er nóg að gefa upp kennitölu og fram- vísa skírteini.“ Kerfið verði rafrænt og eftirlit framkvæmt með „spotttékki“. Brot á almannarétti „Það er ljóst að við þurfum fjármuni til að styrkja innviði ferðaþjónustu og efla náttúruvernd en mér finnst þessi leið ekki vera sú rétta. Það eru satt að segja margir gallar við hana,“ segir Katrín Jakobsdóttir. „Veigamestu rök- in eru þau að við erum með lagaum- hverfi sem gerir ráð fyrir frjálsri för fólks um landið. Þá á ég við hinn svo- kallaða almannarétt sem er auðvitað bara annað orð yfir ferðafrelsi. Þessi lög hafa fylgt okkur í gegnum aldirnar og komu fyrst fram í Jónsbók,“ en lög- bókin Jónsbók er frá árinu 1281. „Þó að þetta sé ekki há upphæð er um grundvallarbreytingu að ræða. Það er verið að takmarka ferðafrels- ið með krónutölu. Fyrir mér er verið að setja náttúruna á markað og ég er ekki hrifin af því. Það eru til aðrar leið- ir til gjaldtöku. Að rukka til dæmis fyrir þjónustu er annars eðlis og betri nálg- un. Mér finnst það eiga vera grund- vallarskilgreining að náttúra landsins sé ekki markaðsvara en þjónustan getur hins vegar verið það.“ Vildu ekki hækkun en hækka sjálf Katrín segir náttúrupassa einnig kostnaðarsama og tímafreka aðgerð. „Það þarf að hanna nýtt kerfi, ráða fólk í vinnu og sinna eftirliti. Það er ástæða fyrir því að engin önnur þjóð hefur farið þessa leið.“ Katrín segir gistináttagjald vera algengu leiðina til innheimtu og því hefði sú leið ver- ið eðlileg til að skapa eyrnamerktan tekjustofn. „Ég held bara að fólk sé búið að bíta eitthvað í sig og það eigi bara keyra þetta í gegn sama hvað tautar og raular.“ Katrín segir að tillaga síðustu ríkis- stjórnar um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu í fjórtán prósent hafi komið til vegna fjárþurftar til upp- byggingar. „Núverandi ríkisstjórn talaði sig hása gegn því á sínum tíma en ætlar þrátt fyrir allt að hækka virð- isaukann núna í ellefu prósent. En vilja samt ekki nýta það fé í þessa upp- byggingu.“ Málsóknir óumflýjanlegar „Í fyrsta lagi myndi ég halda að þetta stæðist ekki lög hvað varðar almanna- rétt og ferðafrelsi,“ segir Edward H. Huijbens en undirstrikar að hann hafi enn ekki séð frumvarpið í heild og byggi því ummæli sín á því sem fram hefur komið í fréttum. Edward er meðal annars PhD í menningar- landafræði og hefur stýrt RMF frá ár- inu 2006. „Þetta verður erfitt í framkvæmd og ég tel það nánast óhjákvæmilegt að reynt verði á þetta fyrir dómstólum.“ Í umræðunni hefur verið nefnt að túlka megi lögin um almannarétt þannig að með náttúrupassa sé ekki verið að skerða frelsi fólks frá A til B heldur eigi að leggja gjald á þá sem séu að „njóta“ náttúrunnar. Ef ég fer á fund á Ólafs- firði og stoppa á útsýnispallinum á Múlanum þarf ég að borga. Þetta er auðvitað alveg furðuleg hugmynd um náttúruna, að það sé hægt að verð- leggja það að horfa á hana. Að gera hana að vöru. Þetta er alveg stórfruðu- leg hugmynd um náttúruna og þetta segi ég sem fræðimaður sem hef stúd- erað hana um allan heim í fjölda ára.“ Ógnvænleg þróun Edward segir það ógnvægilega þró- un að setja eigi verðmiða á allt. „Þetta er í takt við það sem við sjáum víða í heiminum. Að allt skal yfirfært á krón- ur og aura. Nú erum við komin á það stig að það að horfa á sólarlag er orðið einhvers virði í krónum, það er verð- lagt og selt. Þetta er einhvers konar sturlun.“ Út frá sjónarhorni ferðaþjónustu og ferðamálum telur Edward passann ekki skynsamlega lausn. „Þetta er ekki góð leið til kynningar út á við, til markaðssetningar. Ég hef alltaf ver- ið þeirrar skoðunar að tekjur í ferða- þjónustu eigi að snúast um neyslu- skatta. Við erum hérna með milljón ferðamenn sem neyta þrefalt á við þjóðina. Við þurfum ekki að sjá um þá í ellinni, mennta börnin þeirra eða greiða undir þá aðra þjónustu. Ef þeir veikjast fara þeir yfirleitt heim. Ferða- menn skilja því eftir sig alla neyslu- skatta en taka í raun lítið í staðinn. Það er því eðlilegast að ferðamenn séu bara í eðlilegu skattaumhverfi. Að ferðaþjónustan sé í sama skattþrepi og aðrir og síðan séu tekjur af því sett- ar í sérstakan sjóð til uppbyggingar og náttúruverndar. En ekki að vera með einhverjar flækjur í kringum það eða eitthvað hálfkák. Því ef út í þetta er farið á annað borð á þeim forsend- um að vernda eigi náttúruna þá er gjaldið fyrir passann sem slíkt alltof lágt. Þegar Boston Consulting Group gerði skýrslu fyrir Icelandair og fleiri m.a. um náttúrupassa mátu þeir sem svo að hann ætti að kosta mörg þús- und krónur.“ Að lokum segir Edward skeflilegt að leyfa eigi gjaldtöku áfram að svæð- um í einkaeigu. „Það er hörmungar- ástand ef það á að líðast og bætast í ofanálag við náttúrupassann.“ Málið tefst hjá Framsók „Það vannst ekki tími til að klára um- ræðuna í gær,“ segir Sigrún Magnús- dóttir, þingflokksformaður Fram- sóknarflokksins. Afgreiða átti frumvarpið í þingflokknum á mið- vikudag en Sigrún segir mikið álag í þinginu valda því að ekki tókst að klára það. „Ég held að þetta sé alveg klárt að við munum láta frumvarpið hafa sinn framgang. Hugsanlega vilj- um við hafa ákveðna fyrirvara eða gera smávægilegar breytingar en það er ekki hægt að svara því fyrr en málið hefur verið rætt til enda.“ Sigrún segir þó alla sammála um nauðsyn þess að gera eitthvað í þess- um málaflokki. „Það verður að styrkja innviði hér, taka gjald til að standa undir þeirri uppbyggingu. Menn deila hins vegar um útfærsluna eins og eðli- legt er.“ n Efast um lögmæti náttúrupassans n Telja passann brjóta gegn almannarétti n Milljarður í tekjur á ári n Frumvarpið tefst hjá Framsókn Ásgeir Jónsson asgeir@dv.is Náttúrupassinn í hnotskurn Kostir – Leggst ekki bara á eina grein líkt og gistinátta- og komu- og brottfarargjald -Innheimta kemur að mestu frá erlendum ferðamönnum. Í hærra hlutfalli en innheimta eftir öðrum leiðum -Óverulegt gjald og ólíklegt til að hafa áhrif á eftirspurn -Mismunar ekki eftir þjóðerni Gallar – Brýtur mögulega á eða breytir skilningi manna á almannarétti. Rétti fólks til að ferðast frjálst um landið -Eðlislæg breyting að rukka fyrir aðgang að náttúru og brot á aldagöml- um hefðum Opnar mögulega á áður óþekkta skattlagningu/gjaldtöku -Kostnaðarsöm leið sem þarfnast eftirlits, kerfishönnunar og stöðugs aðhalds -Neikvæð ímynd út á við -Áfram leyfð gjaldtaka einkaaðila Kostnaður og tekjur – 1.500 krónur á mann (18 ára og eldri) og gildir til þriggja ára -Reiknað með 4 milljörð- um króna í tekjur á næstu þremur árum -600 milljónir króna frá Íslendingum en 3,6 milljörðum frá erlendum ferða- mönnum -15.000 króna sekt fyrir að vera ekki með passa -Um 80% varið til staða sem eiga aðild að passanum -10% til annarra staða -7,5% til að efla ferðaöryggi Sólarlag Hvers virði er þetta sólarlag í krónum? Mynd Sigtryggur Ari Katrín Jakobsdóttir Formaður Vinstri grænna. Mynd Hörður SVeinSSon edward H. Huijbens Forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála. „Nú erum við kom- in á það stig að það að horfa á sólarlag er orðið einhvers virði í krón- um, það er verðlagt og selt. Handleiðsla Settu fjarstýringuna á hendina og stýrðu bílnum með handa- hreyfingum. Sjö AA-rafhlöður og bíllinn brunar. 4500 kr. Jólagjafirnar í Tiger

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.