Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Blaðsíða 38
38 Lífsstíll Helgarblað 5.–8. desember 2014 n Hreinn matur er yfirleitt hollur n Fáðu þér kartöflubáta í stað franskra N æringarfræðingar eru ekki alltaf sammála um hvað sé hollast fyrir fólk og hvaða mat ætti að forðast. En sam- kvæmt næringarfræðingi hjá NYU Langone Medical Center í New York er ýmis matur sem talinn er óhollur alls ekki svo slæmur ef hann er rétt matreiddur. 1 Hvítar kartöflur Franskar og kartöflugratín hafa gefið venjulegum kartöflum vont orðspor. En þær hafa alltént verið hið nýja grænkál. Kartöflur innihalda C-vítamín, B6-vítamín og trefjar (ef þær eru óskrældar). Til þess að halda þeim hollum er gott að borða þær með salsasósu, grilluðum hvítlauk eða ólífuolíu. Ef þú þráir franskar, er hægt að grilla kartöflubáta. 2 Hnetusmjör Það er ekki hægt að neita því að hnetu- smjör er mjög hitaeiningaríkt en það er sneisafullt af heilsusamleg- um fitum sem hjálpa til við að vinna úr mikilvægum vítamínum. Kaloríurnar eru hins vegar þess virði, svo lengi sem þú borðar rétt hnetusmjör. Forðastu að kaupa tegundirnar sem hafa lágt fituinnihald því þar er búið að bæta við sykri, salti og fleiri aukaefnum í stað fitunnar. Best er að velja lífrænt hnetusmjör úr jarðhnetum, möndlum eða kasjúhnetum sem inniheld- ur lítið annað en hneturnar sjálfar. 3 Smjör Smjör í litlu magni er ekki svo slæmt, sérstaklega ef sama magn er borið saman við smjörlíki. Smjör inniheldur meira af mettuðum fitusýrum en smjörlíki en nýlegar rannsóknir sýna að það er ekki eins mikil fylgni á milli þeirra og hjartasjúkdóma og fólk hélt. Það þýðir þó ekki að þú eigir að fara að borða heilu dúnkana af smjöri, heldur þýðir þetta að þú þarft ekki að sleppa einhverjum mat því uppskriftin kallar á smávegis af smjöri. En ef þú átt þess kost að setja ólífuolíu í staðinn, þá er það alltaf betri kostur. 4 Sykur Fólk tengir sykur við matvæli sem innihalda mikið magn af kaloríum en litla næringu líkt og kökur og nammi. Hins vegar breytir líkaminn sykri í glúkósa sem er mikilvægt eldsneyti fyrir frumur líkamans. Ávextir innihalda náttúrulegan sykur en ef mataræði þitt er nokkuð heilsusamlegt þá er allt í lagi að bæta við smá hunangi í teið þitt eða smá sykri í kaffið. Það sem skiptir máli eru skammtastærð- ir og best væri að geyma eftirrétti sem innihalda mikið af sykri fyrir sérstök tilefni ef þú ert að reyna að léttast. 5 Heitt súkkulaði Það eru efni í kókó sem hjálpa líkamanum við að verjast veikindum og sjúkdómum. Þetta á þó ekki við um mikið unnið mjólkursúkkulaði og súkkulaðisíróp. Til að geta notið þess að drekka heitt súkkulaði er gott að hita bolla af sojamjólk án sætu eða léttmjólk og setja svo tvær matskeið- ar af hreinu kókódufti út í. Hægt er að bæta við ögn af vanilludropum og svo smávegis af sykri eða hunangi. 6 Pítsa Ein til tvær sneiðar af pítsu endrum og eins mun engan drepa, sem eru góðar fréttir því pítsur færa mörgum ómælda ánægju. Hins vegar er betra að velja þunnbotna pítsu, með fullt af grænmeti og ekki of miklu af osti. Eins væri gott að borða ekki alla pítsuna. 7 Popp Bíópopp og venjulegt örbylgjupopp er ekki það hollasta í heimi en hins vegar ef þú poppar sjálfur í potti eða poppvél þá er þetta í góðu lagi þar sem það getur verið eins lítið og 31 kaloría í einum bolla. Jafnvel létt saltað örbylgjupopp getur verið fínt. 8 Kolvetni Svo lengi sem þú borðar mestmegnis heilkorn, sem finnst til að mynda í heilhveiti- brauðum og pasta, brúnum hrís- grjónum og quinoa, þá geta kolvetni verið heilsusamleg. Þrátt fyrir slæmt orðspor, þá er heilkornakolvetni full af trefjum og næringu sem heldur meltingarkerfinu í lagi, sem á móti bætir ónæmiskerfið, kemur í veg fyrir að maður verði útþaninn og jafnvel minnkar líkurnar á hjartasjúkdóm- um, krabbameini og sykursýki. 9 Ostur Nýjar rannsóknir sýna að blanda af venjulegum og fitusnauðum mjólkurvörum líkt og osti geta lækkað blóðþrýsting, jafnað blóðsykurinn, hjálpað þér að halda þyngdinni í lagi og meira að segja lengt líf þitt. 10 Venjuleg salatsósa Salatsósur sem eru gerðar úr grænmetisolíum eins og ólífum, sólbólmum og vínberjafræjum eru fullar af heilsusamlegri fitu sem hjálpa líkama þínum að ná næringarefnum úr öðrum mat og þar á meðal innihaldi salatsins. Fitumiklar sósur geta jafnvel gert salatið heilsusamlegra, sérstaklega þegar þær eru bornar saman við fitusnauðar sósur, þar sem það er oft búið að bæta við salti og sykri í þær. Hins vegar er gott að forðast hvítar sósur því þær eru yfirleitt gerðar úr rjóma eða majónesi. Þær eru fullar af óhollri fitu og ekki virði hitaeininganna. n Gerðu óhollustuna holla Hnetusmjör Hreint hnetusmjör, án allra aukaefna, er mjög hollt. Ekki sleppa salatdressingu Þó að maður sé að taka til í matar- æðinu er óþarfi að sleppa öllu. Helga Dís Björgúlfsdóttir helgadis@dv.is „Hlustaðu“ á eyrun Eyrun eru ekki aðeins til að heyra með heldur geta þau gefið vís- bendingar um heilsufar okkar. Krumpa á eyrnasnepli Útlit ytra eyrans getur gefið vís- bendingar um heilbrigðis hjart- ans. Í rannsókn frá 1989 sem birt- ist í Brithes Heart Journal kom í ljós að einstaklingar sem hafa krumpu á eyrnasnepli eru líklegri til að þjást af hjartasjúkdómum. Vísindamenn eru enn ekki vissir hvernig þetta tvennt tengist. Þessi krumpa getur einnig verið merki um Beckwith-Wiedemann heil- kennið sem veldur ofvexti. Eyrnamergur Í rannsókn frá 2009 sem birtist í The FASEB Journal kom í ljós að genið ABCC11, sem vanalega finnst í fólki í Austur-Asíu, veldur mikilli svitalykt og miklum blaut- um eyrnamerg sem svo tengist auknum líkum á brjóstakrabba- meini. Rauð eyru Eyru eiga til að verða eldrauð. Þegar roðinn tengist ekki reiði eða kulda getur hann verið vísbending um nýrnavandamál. Þetta kemur fram í Medline Plus. Syngjandi eyru Viðvarandi blístur, suð, kliður eða drunur eru algengir fylgi- fiskar háværr- ar tónlistar. Að sögn vísindamanna við Harvard- læknaskólann getur hljóðið kom- ið frá öðru eyra í annað, innan úr höfðinu eða úr fjarlægð. Ef ein- kennin eru til staðar lengur en í sex mánuði getur það verið merki um krónískt eyrnasuð. Slíkt er sjaldnast merki um heyrnarleysi eða alvarleg vandamál. Lítil eyru Lítil eyru geta þótt aðlaðandi en þau geta einnig gert þig við- kvæmari fyrir exemi og nýrna- vandræðum. „Einstaklingur með lítil eyru er vanalega einnig með þröng eyrnagöng sem eykur lík- ur á exemi í eyrum,“ segir eyrna- sérfræðingurinn George Murty við breska háskólann í Leicester í viðtali við Daily Mail. Murty segir einnig að lítil eyru sem staðsett séu neðarlega á höfðinu, fyrir neðan augnlínu, geti verið vís- bending um nýrnavandamál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.