Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Blaðsíða 43
Menning 43Helgarblað 5.–8. desember 2014
Konur í öllum aðalhlutverkum
Clouds of Sils Maria eftir Oliver Assayas er sýnd í Bíó Paradís
T
vær fallegustu leikkonur
tveggja mismunandi þjóða
og kynslóða koma hér saman
og niðurstaðan er áhugaverð.
Juliette Binoche stendur nú á fimm-
tugu og hefur í þrjá áratugi verið
ein helsta leikkona Frakka. Kristen
Stewart hefur leikið Mjallhvíti meðal
annars en er best þekkt sem sú sem
varúlfurinn og vampíran takast
á um í Twilight-seríunni.
Og hér má að einhverju
leyti segja að þær leiki sjálf-
ar sig. Binoche er leikkona
sem býðst að leika hlutverk
eldri konunnar í leikriti þar sem
hún var áður sú yngri. Stewart er að-
stoðarkona hennar, og saman leik-
lesa þær textann svo erfitt er að
vita hvenær þær leika persón-
ur verksins, hvenær persón-
ur myndar og jafnvel hvenær
sjálfar sig.
Þetta stílbragð heppnast
afar vel. Kostulegt er að sjá þær
tvær fara saman í bíó á ofurhetju-
mynd þar sem Binoche er lítið gef-
in fyrir poppsálfræði samtímans og
skilur illa heim þar sem fólk sækir í
álíka myndir í leit að dýpt. Sú sem á
að leika á móti henni (Chlöe Grace,
best þekkt sem Hit Girl) flaðrar í
fyrstu upp um hana en kemur
henni síðan í skilning um að
það sé ekki sú eldri sem fólk
vill sjá í leikritinu, það sé sú
yngri.
Ein besta leikkona sinnar
kynslóðar finnur því fyrir að hún er
að verða óþörf, og sá eini sem skil-
ur hana er ungur leikstjóri sem
vill heldur ekki skilja heim þar
sem allt gengur út á rassinn á
Kim Kardashian eða eitthvað
álíka. Hans lausn er þó að láta
hana leika í ofurhetjumynd.
Sils Maria tekur þannig á við-
fangsefni sem ekki er oft fjallað um
í bíó, tilraunir hæfileikakonu til að
eldast með reisn, og hún gerir það
afar vel. n
Clouds of Sils Maria
IMDb 7,3 RottenTomatoes 90% Metacritic 78
Handrit og leikstjórn: Oliver Assayas
Aðalhlutverk: Juliette Binoche, Kristen
Stewart og Chlöe Grace Moretz
124 mínútur
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
Kvikmynd
L
eikhópurinn Kriðpleir hefur
sett upp nokkur stykki síð-
ustu ár, öll eiga þau það sam-
eiginlegt að vera sett upp
á óhefðbundnum stöðum
og uppbyggingin er einnig vægast
sagt óhefðbundin. Þannig var verk-
ið Blokkin sett upp hjá Friðgeiri
Einarssyni skammt frá Háaleitis-
brautinni. Annað verkið, Tiny Guy,
var svo sett upp í kennslustofu í Há-
skóla Íslands. Síðar var það verk sett
upp í Borgarleikhúsinu og hinu frá-
bæra rými Mengis við Skólavörðu-
stíg.
Auk Friðgeirs eru það þeir
Ragnar Ísleifur Bragason og Árni
Vilhjálmsson sem mynda heldur
einkennilegan leikhóp sem leikur
sér ítrekað að mörkum veruleika
og skáldskapar. Fyrstu tvö verkin
áttu það þó sameiginlegt að vera
nokkurs konar fyrirlestrar. Í því fyrra
var hverfið í kringum Háaleitis-
brautina kannað og áhugaverðu
ljósi varpað á skipulag borgarinnar.
Í Tiny Guy var reynt að finna út úr
því hver byggi inni í mannslíkam-
anum og gætti þess að hann færi sér
ekki að voða. Flestir myndu kalla
það ósjálfráð viðbrögð, en leik-
hópurinn var ekki sannfærður og
leit svo á að einhver tæki sér ból-
festu í líkamanum við hættulegar
aðstæður.
Sölusýning fyrir fjárfesta
Þá að nýjasta verki hópsins. Leikritið
heitir Síðbúin rannsókn og fjallar í
grunninn um morðmál Jóns Hregg-
viðssonar, eina eftirminnilegustu
persónu Halldórs Laxness úr skáld-
sögunni Íslandsklukkunni. Í raun er
leikritið nokkurs konar sölusýning í
Bíó Paradís. Þannig reyna félagarn-
ir þrír að sannfæra væntanlega fjár-
festa, áhorfendur í salnum, um að
leggja fé í gerð heimildamyndar sem
þeir eru að vinna að um morðmál-
ið. Til áhersluauka sýna þeir brot úr
væntanlegri mynd og þeim niður-
stöðum sem þeir hafa komist að í
rannsókn sinni á þessu dularfulla
máli, sem enn hefur ekki verið leyst,
en eins og frægt er orðið mundi
Jón ekkert eftir kvöldinu örlaga-
ríka þar sem hann var ofurölvi. Úr
varð einhver frægasta tilvitnun ís-
lenskra bókmennta um það hvenær
maður drepur mann og hvenær
ekki. Nálgun hópsins á morðmál-
ið er hreint út sagt sprenghlægileg.
Þannig neitar Friðgeir að horfast í
augu við að málið, sem hann byggir
allan sinn málatilbúnað á, er hluti af
skáldsögu. Þess vegna sektar hann
ítrekað félaga sinn, Ragnar, þegar
hann minnist á nafn skáldsins og
reynir að setja málið í einhvers kon-
ar skáldlegt samhengi. Rannsóknin
leiðir því þá félaga ítrekað á óljós-
ar slóðir þar sem Friðgeir neitar að
horfast í augu við skáldskapinn en
leyfir sér samt á stundum að skálda
í eyðurnar. Á sama tíma hleypir Árni
upp einkennilegri, en bráðfyndinni
spennu, í samleik þeirra Friðgeirs
og Ragnars, með því að spila tónlist
undir atriðunum. Þó virðist sem svo
að honum hafi ekki verið boðið á
sölusýninguna og Ragnar vill frekar
spila klassíska tónlist undir atriðun-
um.
Hvenær er maður
að horfa á leikrit?
Raunar er Ragnar sá sem stendur
upp úr í sýningunni. Hann leyfir
Friðgeiri að ráðskast með sig, og
raunar á svívirðilegan hátt, en
atriðið þar sem hýðingar koma við
sögu, er beinlínis drepfyndið. Þrátt
fyrir ærið tilefni stendur Ragnar
aldrei á sinni sannfæringu og leyfir
Friðgeiri að ráða för með held-
ur misheppnuðum afleiðingum.
Myndskeiðin eru öll vel heppn-
uð og minntu á stundum á ein-
kennilegan húmor Wes Anderson
þar sem Árni minnir illþyrmilega á
hinn heilaskaddaða Dudley úr kvik-
myndinni Royal Tenenbaums.
Hinu má svo ekki gleyma, að Síð-
búin rannsókn er einhver frumleg-
asta og skemmtilegasta aðlögun
skáldsögu Halldórs Laxness að nú-
tímaleikhúsi í áraraðir. Í stað þess
að nálgast þessa miklu sögu af sömu
alvöru og einkennir oft þessar þung-
lamalegu uppfærslur, þá varpar
leikhópurinn einstaklega skemmti-
legu ljósi á þennan líflega hluta
skáldsögunnar. Það sem er kannski
öllu áhugaverðara, er hvernig þeir
útiloka skáldið frá sínu eigin verki.
Þeir krefjast þess að það sé raun-
verulegt og komi skáldinu í raun á
engan hátt við. Á sama tíma notast
þeir við eigin nöfn í sýningunni og
þannig færa þeir veruleikann inn í
eigin skáldskap. Þetta er athyglis-
verður undirtónn og gefur verkinu
óvænta dýpt. Mörkin eru afar óskýr
og maður hlýtur að spyrja sig að lok-
um; hvenær er maður að horfa á
leikrit og hvenær eitthvað raunveru-
legt?
Síðbúin rannsókn blandar
listilega vel saman frumleika og
leiftrandi húmor. Úr verður ein
besta sýning ársins sem inniheld-
ur að auki bráðskemmtilegan,
heimspekilegan undirtón sem gef-
ur verkinu ótrúlega áhugaverðar
víddir. n
Skáldið fjarlægt
af morðvettvangi
Leikhópurinn Kriðpleir sýnir Síðbúna rannsókn eftir Bjarna Jónsson í Bíó Paradís
„Einhver frumleg-
asta og skemmti-
legasta aðlögun skáld-
sögu Halldórs Laxness að
nútímaleikhúsi í áraraðir.
Síðbúin rannsókn -
endurupptaka á máli
Jóns Hreggviðssonar
Texti: Bjarni Jónsson
Leikstjórn: Friðgeir
Einarsson
Á sviði: Ragnar
Ísleifur Bragason,
Friðgeir Einarsson og
Árni Vilhjálmsson
Umgjörð: Tinna
Ottesen
Myndvinnsla: Janus Bragi Jakobsson
Framleiðandi: Kriðpleir leikhópur
Valur Grettisson
ritstjorn@dv.is
Leikhús Óvenjulegur leikhópur Þríeykið Kriðpleir setur nú
upp leiksýninguna Síðbúin
rannsókn í Bíó Paradís.