Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Blaðsíða 18
Helgarblað 5.–8. desember 201418 Fréttir sagði Ólafur. „Þetta var alveg yndis- legur dagur, og hafa margir haft orð á því að þessum degi og þessari stund í Bústaðakirkju muni þeir aldrei gleyma.“ Ólafur sagði það al- gera undantekningu að tveir prestar messi saman. „Það hefur aldrei gerst mér vitandi að tveir prestar hafi fermt eitt barn. Það hefur stundum verið þannig að afar hafa komið inn í fermingarathöfn hjá öðrum presti og fermt sitt barn, en þarna vorum við bara báðir með okkar eina ferm- ingarbarn.“ Mótmæltu Skúla Embættisveitingar til handa þeim hjónum áttu enn eftir að valda usla þegar Skúli var skipaður sóknar- prestur í Keflavík. „Mikill meirihluti sóknarbarna mótmælir vali á nýjum sóknarpresti,“ sagði í fyrirsögn forsíð- urfréttar Blaðsins um málið þann 11. apríl 2006. „Um 75% sóknarbarna, sextán ára og eldri, í Keflavíkur- prestakalli hafa skrifað undir lista til að mótmœla ákvörðun valnefndar sóknarinnar. Listinn var sendur kirkjumála- ráðherra í gœr, en lokaákvörðun er í hans höndum,“ sagði í fréttinni. Þá höfðu rúmlega 4.000 manns í Keflavík farið fram á það við Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumála- ráðherra, að hann skipaði Sigfús B. Ingvason í embættið en hann hafði þá starfað sem prestur í Keflavíkur- prestakalli í fjöldamörg ár. Gríðarleg óánægja Málið var algjörlega í höndum ráð- herra þar sem ákvörðun valnefndar var ekki einróma. Björn Bjarnason vísaði málinu til Karls Sigurbjörns- sonar, biskups Íslands, sem lagði til að Skúli yrði fyrir valinu. Þessi varð niðurstaðan og þrátt fyrir gríðarlega óánægju sóknarbarna var Skúli skip- aður í embættið þann 18. apríl 2006. Skúli færði sig því frá Ísafirði, þar sem hann hafði verið settur sóknar- prestur, og til Keflavíkur. Gert var ráð fyrir því að séra Sigfús myndi þjóna fyrir altari við innsetningu Skúla sem sóknarprests en Sigfús var fjar- verandi. Skúli tjáði sig um málið í samtali við Morgunblaðið þann 9. maí sama ár. „Nú er það mitt að koma að þessari vinnu af heilindum og auðmýkt,“ sagði hann. Um þá óánægju sem brotist hafði út vegna skipunar hans sagði Skúli: „Þetta var ekki gagnrýni á mig heldur stuðningur við prest sem þjónað hefur þarna til margra ára og það kom skýrt fram hjá aðstandend- um undirskriftasöfnunarinnar. Ég hef litið á málið í því ljósi.“ Þá sagði hann að kirkjan gæti lært það af málinu að miðla upplýsingum með betri hætti. „Ég hef það á tilfinningunni að margir hafi haldið að óeðlileg vinnubrögð hafi verið viðhöfð við þessa ákvörðun og það sé að hluta til ástæðan fyrir þeirri reiði sem upp kom.“ Aldrei auglýst Líklegt er að þeim hjónum hafi ekki hugnast að búa sitt í hverjum lands- hlutanum of lengi, hún á Ísafirði og hann í Keflavík. Þau þurftu ekki að bíða lengi eftir því að sameinast því nokkrum mánuðum síðar skipaði Björn Bjarnason Sigríði til að gegna embætti aðstoðarríkislögreglustjóra við embætti ríkislögreglustjóra til fimm ára frá 1. janúar 2007. Fjöl- skyldan var því sameinuð á höfuð- borgarsvæðinu á ný. Skipunin vakti athygli ekki síst vegna þess að emb- ættið var aldrei auglýst laust til um- sóknar. Það leið þó ekki á löngu þar til enn ein skipunin í embætti átti eft- ir að valda usla. Björn Bjarnason skipaði Sigríði sem lögreglustjóra á Suðurnesjum árið 2008 í kjölfar umdeildrar ákvörðunar um að auglýsa stöðu Jó- hanns R. Benediktssonar, þáverandi lögreglustjóra, lausa til umsóknar án nokkurs tilefnis. Jóhann hafði þótt farsæll í starfi og notið stuðnings á meðal starfsmanna embættisins. Víkurfréttir töluðu um einelti í þessu samhengi og þrír lykilstarfsmenn sögðu upp störfum vegna málsins. Félag sem fáir vissu af Lögreglufélag Suðurnesja brást jafn- framt við ákvörðun Björns með harðorðri ályktun um að starfsemi lögreglunnar þyrfti að vera óháð duttlungum stjórnmálamanna: „Fé- lagsmenn í Lögreglufélaginu telja mikilvægt að hagsmunafélög lög- reglumanna og aðrir sem láta sig málið varða taki ákvörðun Björns til ítarlegrar skoðunar og kanni rétt- mæti hennar.“ Lögreglustjórafélag Íslands, sem fáir höfðu vitneskju um að væri til, sendi hins vegar frá sér álykt- un þar sem lýst var yfir eindregnum og óskoruðum stuðningi við dóms- málaráðherra. Þar sagði jafnframt að félagið harmaði „þær illskeyttu og persónulegu árásir sem m.a. ráð- herra hafi þurft að sæta.“ Fljótlega komst sá kvittur á kreik að Sigríður yrði ráðin til starfans enda nyti hún trausts Björns. Málinu voru gerð skil á Vísi en þar vildi Sigríður hvorki játa því né neita hvort hún hygðist sækja um. Fjórir sóttu um starfið, en Sigríð- ur var ráðin einungis þremur dögum eftir að umsóknarfrestur rann út. Baráttan gegn mansali á oddinn Nú var fjölskyldan sameinuð í Reykjanesbæ. Sigríður setti barátt- una gegn mansali og heimilisof- beldi strax á oddinn. „Við þurfum á öllum þeim meðölum að halda sem hægt er að fá til þess að berj- ast gegn mansali. En við þurfum líka að fá fleiri tæki í verkfærakass- ann okkar,“ sagði hún á opnum fundi um aðgerðir gegn mansali á Hótel Borg þann 30. október 2009. Meðal þeirra tækja sem hún nefndi voru forvirkar rannsóknarheimildir til handa lögreglunni, en Björn Bjarna- son, sem skipaði þau hjón í embætti á Suðurnesjum, hefur einmitt lengi verið talsmaður þess að lögreglan fái slíkar heimildir. Sigríður sagði að eitt af vanda- málunum sem lögreglan stæði frammi fyrir væri að ekki mætti fram- kvæma húsleit né skoða tölvur eða bankareikninga þegar grunur léki á að fremja ætti glæp, heldur einung- is þegar búið væri að fremja hann. Þá sagði hún að upplýsinga- og vit- undarvakning væri lykilatriði í því að stemma stigu við mansali og hrósaði sérstaklega frjálsum félagasamtökum á borð við Stígamót í því samhengi. Trúði ekki Guðrúnu Ebbu Forsíðuviðtal Sigríðar Daggar Auðunsdóttur við Sigríði Björk í Nýju Lífi þann 29. mars 2012 vakti mikla athygli, ekki síst þar sem fram kom að hún trúði ekki frásögn Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, systur eiginmanns hennar, um að faðir þeirra, Ólafur Skúlason biskup, hefði ítrekað brotið gegn henni kynferðislega í barnæsku. „Ég er búin að vera meira en 20 ár í fjölskyldunni og ég á bara góðar minningar um tengdaföður minn,“ sagði Sigríður og tók undir með eigin manni sínum sem hafði talað um bældar minningar í þessum efn- um. Þá sagði hún málið hafa reynt mikið á dóttur sína sem hefði alltaf verið mikil afastelpa. „Við verðum að treysta á réttarríkið og það að fólk sé saklaust þar til sekt þess hefur verið sönnuð,“ sagði Sigríður enn fremur. Hugnast hasarinn „Ég held að það sé hasarinn í lög- gunni sem höfðar til mín. Það er alltaf eitthvað gerast og nýjar áskor- anir,“ sagði Sigríður Björk sem tjáði sig einnig um baráttuna við vélhjóla- samtök á borð við Hells Angels í við- talinu. Samfélagið ætti ekki að falla fyrir þeirri ímynd að þessir menn væru saklausir feður á vélhjólum. „Við viljum gjarnan finna leið- ir til þess að banna þessa starfsemi,“ sagði Sigríður sem tók meðal annars fram að húðflúrstofur, fæðubótarefni og blandaðar bardagalistir (MMA) væru á meðal þess sem þessir menn hefðu sérhæft sig í. „Við þurfum að berjast gegn þessu sem samfélag, þetta er samfélagsógn.“ Þá benti hún á að blaðamannastéttin gæti hjálpað til við að upplýsa starfsemi glæpa- gengja. „Einnig gætu veitingamenn hugsanlega tekið sig saman og neit- að að afgreiða menn sem klæddir væru í vesti merkt vélhjólagengjum eða væru merktir þeim á einhvern hátt.“ Þægilegt að vera ekki þekkt Á persónulegri nótum sagðist Sig- ríður Björk ekki vera þekkt andlit í Keflavík. „Þegar ég var sýslumaður á Ísafirði þekktu mig allir og það var bara jákvætt og neikvætt […] Af einhverjum ástæðum þá er ég ekki þekkt hérna í umdæminu og mjög fáir vita hvernig ég lít út. Mér hef- ur fundist það mjög þægilegt enda hef ég enga þörf fyrir athygli […] Það eru mjög margir sem spyrja hvort ég sé ekki perstsfrúin. Ég held að ég sé frekar þekkt fyrir það en hitt.“ Þá sagðist hún telja að konur í valda- stöðum fengju harðari gagnrýni en karlar. „Þegar þú ert ung og fersk og á uppleið þá nýturðu mikillar velvildar frá samfélaginu og samstarfsmönn- um. Þegar þú ert komin á ákveðinn aldur og ert fastari fyrir en ekkert umfram það sem karlmaður væri, leyfist konum minna.“ Herör gegn fölsuðum skilríkjum Sigríður kom einnig inn á mansals- málin í viðtalinu en þá hafði fyrsta mansalsmálið komið upp á Suðurnesjum. Hún sagðist hafa áhyggjur af þeim ógnunum sem beitt hefði verið gagnvart vitnum í slíkum málum. „Þetta eru mjög erfið mál, ekki bara hér heldur alls stað- ar í heiminum vegna þess að fórnar- lambið vill stundum ekki einu sinni viðurkenna að það sé fórnarlamb og áttar sig jafnvel ekki á því.“ Sigríður, sem hefur setið í stjórn Frontex, landamærastofnunar Evrópu, hefur talað um frekara vegabréfaeftirliti í þessu samhengi. Á fyrrgeindum fundi um aðgerðir gegn mansali á Hótel Borg þann 30. október 2009 lagði hún til að mynda áherslu á að eitt af því sem flestöll fórnarlömb mansals ættu sameigin- legt væri að þau ferðuðust á fölsuð- um skilríkjum. „Það þýðir að ef við eflum eftirlitið með skilríkjum þá eru meiri líkur til þess að við finnum fórnarlömb mansals.“ Hörð afstaða til flóttafólks Sigríður hefur einmitt sætt gagnrýni vegna harðrar afstöðu til flóttafólks sem ferðast um á fölsuðum skilríkj- um. Sem lögreglustjóri Suðurnesja lýsti hún yfir vilja til þess að halda áfram að refsa flóttafólki fyrir framvís- un falsaðra skilríkja. Þetta kom fram í umsögn Sigríðar við þingsályktunar- tillögu um undirbúning frumvarps til útlendingalaga þar sem stefnt var að því að hætta slíkum refsingum. Talskona flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna hefur gagn- rýnt íslenska ríkið fyrir að fara ítrek- að á svig við 31. grein flóttamanna- samningsins sem Ísland er aðili að en ákvæðið kveður á um bann við því að hælisleitendum sé refsað fyrir ólöglega komu til landsins. Í umsögn sinni hélt Sigríður því hins vegar fram að íslenska ríkið væri ekki að brjóta flóttamannasamninginn með því að fangelsa hælisleitendur. Aftur án auglýsingar Sem fyrr segir skipaði Hanna Birna Sigríði í embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu án auglýsingar. Stefán Eiríksson hafði sagt starfi sínu sem lögreglustjóri lausu í kjölfar af- skipta ráðherrans af rannsókn leka- málsins, en umboðsmaður Alþing- is hefur málið nú til skoðunar. Eitt af því sem virðist hafa breyst við komu Sigríðar í lögreglustjórastólinn er að upplýsingamiðlun embættisins til fjölmiðla virðist ábótavant. Þannig má nefna að blaðamenn DV hafa ítrekað leitað viðbragða Sig- ríðar vegna ýmissa mála en engin svör fengið. Þessu var öðruvísi háttað í tíð forvera hennar sem svaraði iðu- lega spurningum blaðamanna. Ýms- ir fjölmiðlar hafa svo reynt að ná tali af Sigríði vegna aðkomu hennar að lekamálinu en hún hefur að mestu neitað því að svara spurningum. Um- mæli hennar í samtali við fréttastofu RÚV vegna málsins vöktu athygli: „Ég er með átján ára flekklausan feril. Þið eruð að draga mig niður.“ Skipun Sigríðar í embætti hefur fallið í skuggann af lekamálinu enda átti hún í tölvupóst- og símasam- skiptum við Gísla Frey Valdórsson, um málefni hælisleitendans Tonys Omos sama dag og upplýsingar úr mansalsrannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum birtust í fjölmiðlum. Upplýst hefur verið að hún sendi persónuupplýsingar úr rannsóknar- og sönnunargögnum embættisins með tölvupósti á Gísla Frey en lög- reglustjórar landsins furðuðu sig á vinnubrögðunum í samtali við Fréttablaðið. Unnið á tölvu Öldu Lögreglustjórafélag Íslands brást við með ályktun þar sem fjölmiðlar voru sakaðir um að gera samskiptin tor- tryggileg. Síðar upplýsti DV að til- kynningin hefði verið sett saman á vinnutölvu náins samstarfsmanns Sigríðar, Öldu Hrannar Jóhanns- dóttur, setts aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Sigríður setti Öldu Hrönn í embættið í stað Harðar Jóhannessonar sem var settur tímabundið yfir verkefnastjórn hjá ríkislögreglustjóra í staðinn. Hörður var einn nánasti samstarfsmaður Stefáns á meðan hann fór fyrir fram- kvæmd lögreglurannsóknarinnar á lekamálinu. Talað hefur verið um valdatafl inn- an lögreglunnar í þessu samhengi og herma heimildir DV að ekki séu allir á eitt sáttir með vinnubrögð Sigríðar. Hún er nú sögð vinna afar náið með ríkislögreglustjóra að verkefnum sem eiga að heyra undir lögregluembættið á höfuðborgarsvæðinu. Þá er Theó- dór Kristjánsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn og bróðir Hönnu Birnu, sagður hennar helsti ráðgjafi. Ein af þeim spurningum sem hafa vakn- að í ljósi þess að símanotkun Hönnu Birnu var ekki skoðuð við rannsókn lekamálsins er hvort æskuvinkonurn- ar Hanna Birna og Sigríður hafi rætt saman um málefni Tonys Omos dag- ana fyrir lekann. Þær hafa báðar sagt að þær minnist þess ekki. DV hefur leitað svara við þessari spurningu hjá innanríkisráðu- neytinu en engin svör fengið. n „Mikill meirihluti sóknarbarna mót- mælir vali á nýjum sóknarpresti Birni þakkað Fulltrúar frá Lögreglustjórafélagi Íslands gengu á fund Björns Bjarnasonar hinn 28. janúar 2009 og þökkuðu honum stuðn- inginn, skömmu eftir að hann hafði skipað Sigríði Björk í embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum. Á myndinni má sjá, með Birni, Sigríði Björk, Ólaf Helga Kjartansson, þáverandi sýslumann á Selfossi, og Ólaf K. Ólafsson, sýslumann í Stykkishólmi. Små Rollinger á Íslandi Himneskar ullarvörur Enginn kláði - bara yndisleg mýkt 50% Merino ull 50% Bómull

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.