Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Blaðsíða 14
Helgarblað 5.–8. desember 201414 Fréttir Margfaldar n Eiginkona Sigurjóns Rúnars á tæp 30% í Nord n „Tilviljun“ E iginkona aðstoðarkaupfé- lagsstjóra Kaupfélags Skag- firðinga á Sauðárkróki, Sig- urjóns Rúnars Rafnssonar, á rúmlega 23 prósenta hlut í veitingastaðnum Nord á Keflavíkur- flugvelli sem mun stórauka umsvif sín í flugstöðinni á næstunni. Í ný- legu útboði Isavia á verslunarrými í Leifsstöð var ákveðið að Nord stofn- aði sérstakt fyrirtæki með alþjóð- legu stórfyrirtæki í verslunarrekstri í flugstöðvum, Lagardére Services, en árleg velta þess fyrir tækis er nærri fimm milljarðar evra. Saman munu þessi tvö fyrirtæki eiga og reka Nord, kaffihús, veitingastað þar sem verður sjálfsafgreiðsla og bar í flugstöðvar- byggingunni. Vart þarf að taka fram að verslun- ar- og veitingahúsarekstur í Leifsstöð getur verið arðbær þar sem úrvalið er takmarkað í byggingunni. Í útboði Isavia voru 13 umsóknir af 71 um að- stöðu í Leifsstöð samþykktar. Tengsl við framkvæmdastjórann Fyrirtækið sem á og rekur Nord heit- ir NQ ehf. og á eiginkona Sigurjóns Rúnars, María Sævarsdóttir, 28,6 pró- senta hlut í því samkvæmt nýjasta ársreikningi þess. Félagið skilaði nærri 4,4 milljóna króna hagnaði í fyrra og tæplega 14 milljóna króna hagnaði árið áður. Samkvæmt heimildum DV eru tengsl á milli framkvæmdastjóra og eins hluthafa Nord, Sæmundar Krist- jánssonar, og þeirra Maríu og Sigur- jóns Rúnars. DV hefur heimildir fyrir því að fjármagn, hlutafé, hafi borist inn í reksturinn frá þessum hluthafa en að hann hafi ekki verið í stjórn eða skipt sér mikið af rekstrinum. María hefur því ekki verið virkur eigandi samkvæmt heimldum DV. Þetta sameinaða fyrirtæki, Nord og Lagardére Services, verður í kjöl- farið eitt það stærsta – ef ekki það stærsta – í Leifsstöð. Útboðið gagnrýnt Útboð á verslunar- og veitingarými í Leifsstöð sætti nokkurri gagnrýni í haust. Meðal annars fékk íslenska fyrirtækið Kaffitár ekki rými til að reka áfram kaffihús í flugstöðvar- byggingunni. Nord og Lagardére fá hins vegar pláss til að opna Sega- fredo-kaffihús þar. Gagnrýnin var það hávær að stjórnarformaður Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar, Hlynur Sig- urðsson, svaraði henni í viðtali í Við- skiptablaðinu og sagði meðal annars: „Mér finnst gagnrýnin hafa verið ósanngjörn og það hvílir alls engin leyndarhyggja yfir þessu ferli.“ DV hefur heimildir fyrir því að einhver af þeim fyrirtækjum sem ekki fengu inni í Leifsstöð í útboðinu séu að skoða réttarstöðu sína og íhugi jafnvel að leita til dómstóla. Nord heldur hins vegar ekki bara aðstöðu sinni í Leifsstöð heldur hefur samvinnu við franskt fyrirtæki sem er með veltu upp á mörg hundruð millj- arða króna. „Tilviljun“ Sæmundur Kristjánsson segir að- spurður að samvinna Nord og Lagar- dére Services sé í raun tilviljun. „Þetta kom bara upp sem val B og einn möguleiki á annarri útfærslu við að reyna að halda áfram þarna. Þeir eru með starfsemi úti um allan heim og vinna með innlendum aðilum í þeim löndum sem þeir eru í. Við vorum bara á réttum stað á réttum tíma,“ segir Sæmundur um samstarfið við Lagardére en hann segir að Sigurður Skagfjörð Sigurðsson, stjórnarfor- maður og einn hluthafa Nord, hafi komið á tengslum við franska stór- fyrirtækið. Sigurður Skagfjörð segir aðspurður að forsvarsmenn Nord hafi komist í kynni við starfsmenn Lagardére Services í útboði „Þeir velja sér samstarfsaðila í þeim lönd- um sem þeir eru í. Þeir hittu okkur fyrir tilviljun þegar útboðið var kynnt í Hörpu, töluðu við okkur og svo töl- uðu þeir við fleiri aðila á Íslandi vænt- anlega. Síðan báðu þeir okkur að vera í samstarfi og svo buðum við í þetta saman. Þetta var ekkert flóknara en það,“ segir Sigurður Skagfjörð. Tekið skal fram að ekki er hægt að fullyrða, út frá fyrirliggjandi upplýs- ingum, að eignarhald eiginkonu Sig- urjóns Rúnar á Nord hafi haft áhrif í útboðinu. Staðan er hins vegar sú að nú á hún tæplega 30 prósenta hlut í fyrirtæki sem er að fara í sam- vinnu við alþjóðlegt stórfyrirtæki í Leifsstöð sem mun færa þeim sam- eiginlega nánast einokunarstöðu á sölu ákveðinna tegunda veitinga í Leifsstöð. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Við vorum bara á réttum stað á réttum tíma. Nálægt 30 prósentum Eiginkona Sigur­ jóns Rúnars Rafnssonar, aðstoðarkaupfé­ lagsstjóra á Sauðárkróki, er skráð fyrir nærri 30 prósenta hlut í Nord sem mun margfalda umsvif sín í Leifsstöð. MyNd RagNaR axelssoN Hörð gagnrýni Hörð gagnrýni kom fram á útboð á verslunar­ og veitingarými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar nú í haust. umsvif sín í Leifsstöð hennar fæst hjá okkur Jólagjöfin L augavegi 82 / Sími: 551-4473 Ódýrast fyrir barna- fjölskyldur Samkvæmt útreikningum fjár- málaskrifstofu Reykjavíkur er ódýrast fyrir barnafjölskyldur að búa í Reykjavík. Fjármálaskrif- stofan kynnti þessar niðurstöð- ur fyrir borgarráði á fimmtudag. Í minnisblaði fjármálaskrifstofu er farið yfir helstu gjaldskrár Reykjavíkurborgar sem snúa að mismunandi stærðum barnafjöl- skyldna og þær bornar saman við gjaldskrár annarra sveitarfélaga. Í kynningunni eru sýnd svokölluð fjölskyldudæmi, en í þeim eru reiknuð útgjöld ákveðinna fjölskyldustærða mið- að við gildandi gjaldskrár borgar- innar og þau borin saman við út- gjöld hjá öðrum sveitarfélögum. Þær forsendar sem gefnar eru í hverju dæmi eru fjölskyldustærð, tekjur, stærð húsnæðis, fjöldi barna og aldur þeirra. Björt framtíð vill banna hefndarklám Varði eins til tveggja ára fangelsi Þ ingflokkur Bjartrar fram- tíðar hefur lagt fram frum- varp sem bannar með lög- um hefndarklám. DV hefur að undanförnu fjallað um hefndarklám og alvarleika þess. Hefndarklám er dreifing myndefnis, yfirleitt nektar- mynda eða kynlífsmyndbanda, í óþökk einstaklinga. Myndunum er oft dreift í hefndar- skyni eftir sambandsslit og þaðan fær hugtakið nafn sitt. Víða erlend- is er unnið að því að banna slík- ar birtingar með lögum, en á Íslandi hefur verið notast við tvær greinar almennra hegningarlaga sem snúa meðal annars að því að óheimilt er að smána núverandi eða fyrrverandi maka sinn eða ættingja hans. Í viku- blaði DV var rætt við Kolbrúnu Bene- diktsdóttur saksóknara þar sem hún greindi frá þeim úrræðum sem í boði eru varðandi hefndarklám. „Í einhverjum tilfellum er verið að setja inn á svona síður kynlífsmynd- bönd þar sem fyrrverandi kærastar eru að hefna sín. Viðkomandi er að misnota myndir eða myndbrot af fyrr- verandi maka sem hann hefur undir höndum vegna þess trausts sem var í sambandinu,“ sagði Kolbrún. Í grein- inni var rætt við þrjár konur sem hafa orðið fyrir því að nektarmyndir af þeim fóru í dreifingu í þeirra óþökk. „Ég held að það geti enginn útskýrt hvern- ig það er að lenda í svona. Það var erfitt að hætta í þessu sambandi, en áreitið sem fylgdi eftir sambandsslitin hefur verið óbærilegt,“ sagði ein þeirra. Í frumvarpi Bjartrar framtíðar er lagt til að hver sem flytji inn, afli sér eða öðrum, birti eða dreifi myndefni, ljósmyndum, kvikmyndum eða sam- bærilegum hlutum þar sem einstak- lingur er sýndur nakinn eða á kyn- ferðislegan hátt án samþykkis þess sem á myndunum er, skuli sæta fang- elsi allt að einu ári en allt að tveim- ur árum ef brot er stórfellt. Einnig er það lagt til að hver sem birtir eða dreifir myndefni, ljósmyndum, kvik- myndum eða sambærilegum efni, og birting eða dreifing er til þess fallin að valda þolanda tjóni eða vanlíðan eða er lítilsvirðandi fyrir þolandann, skuli sæta fangelsi allt að einu ári en allt að tveimur árum ef brot er stórfellt. n astasigrun@dv.is SI ósátt við Lýsingu Samtök iðnaðarins hafa farið fram á við Fjármálaeftirlitið að það beini þeim tilmælum til Lýsingar að virða „skýrar og af- dráttarlausar niðurstöður dóm- stóla“ um það hvernig haga skuli endurútreikningum á kaupleigu- samningum sem hafa að geyma ólögmæta gengistryggingu. Í tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins segir að engin svör hafi fengist frá Lýsingu um hvort fyrirtækið hyggist viðurkenna for- dæmisgildi dómsins sem varðar kaupleigusamninga en í nóvem- ber kvað Hæstiréttur upp dóm í máli Lýsingar hf. gegn Eykt ehf. um að Lýsingu bæri að leiðrétta kaupleigusamninga sem Eykt gerði við fyrirtækið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.