Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Side 52
Helgarblað 5.–8. desember 2014 95. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Ég gefst upp eins og skot! Bjölluhljómur í borgarráði n Dagur B. Eggertsson, borgar­ stjóri Reykjavíkur, mætti á borgar­ ráðsfund á fimmtudag klæddur í skrautlega jólapeysu. Það var sirkuskonan Margrét Erla Maack sem færði honum forláta peysu frá útlöndum, sem minnir á peysu úr kvikmyndinni Brigdget Jones. „Margrét Margrét Erla Maack toppaði þetta með því að koma heim með nýkeypta Marc Darcy­ peysu, sem er ekki bara með hreindýri heldur líka bjöllum. Og það eru orð að sönnu að það hefur alltaf vantað bjölluhljóm í borgarráð,“ segir Dagur sem margir hafa líkt við Marc Darcy, úr kvikmyndinni, í gegnum tíðina. Uppgjafaritstjóri n Illugi Jökulsson, rithöfundur og útvarpsmaður, heldur á Face­ book­síðu sinni uppi harð­ skeyttri samfélagsrýni. Hann hefur ekki mikið álit á ráðn­ ingu Ólafar Nordal. Hann lætur þá skoðun sína í ljós að honum hugnist að ráðherrar séu sóttir út fyrir þingflokka, en að þá yrðu valinkunnir fagmenn að verða fyrir valinu – ekki „uppgjafapóli­ tíkusar“. Þetta orð fer fyrir brjóstið á Facebook­vinum Illuga, sem svarar: „Þetta þýðir bara ein­ hvern sem hefur gefið pólitík upp á bátinn,“ segir hann og skrifar svo. „Ég er allt í senn: upp­ gjafasjómaður, uppgjafasendill, uppgjafaritstjóri, og margt annað.“ Björk bauð skot n Samkvæmt Séð og heyrt skemmti söngkonan Björk Guðmundsdóttir sér vel á Prikinu á laugardaginn var. Í liðnum „Heyrst hefur“ kemur fram að söngkonan hafi verið í jogging­ galla, með hettuna uppi og boðið gestum og gangandi upp á skot á barnum. Björk er sennilega frægasti Íslendingur allra tíma en í markaðs­ rannsókn Future Brand sem kynnt var á sjávarútvegs­ ráðstefnunni fyrir skemmstu kom í ljós að þekktasta vöru­ merki lands­ ins er Björk en næst komu Icelandair og Bláa lónið. Safnar fyrir jólasveina í gjafavanda G runnskólakennarinn Styrmir Barkarson í Reykjanesbæ hefur annað árið í röð blásið til söfn­ unar fyrir alla þá jólasveina sem eru í gjafavanda yfir hátíðarnar. Styrmir, sem í fyrra safnaði yfir þús­ und gjöfum, segist ekki standa einn í þessu því án peningagjafanna, sem fólk hefur verið að millifæra, væri ekkert að gerast. „Verslunareigendur hafa líka verið svo almennilegir að gefa afslátt af gjöfum sem ég kaupi en algjört heiðurssæti á þeim lista fá Þorleifur og Valgerður hjá Diplo sem flytur inn LEGO og fleira. Þorleifur hefur gefið rausnarlega í söfnunina og ég hef svo notið dyggrar aðstoðar Valgerðar við að kaupa hjá þeim vörur á frábærum kjörum,“ segir Styrmir og bætir við að afslættirnir og þessi frábæru kjör geri gæfumuninn í að drýgja það fé sem berst í söfnunina. „Ég vil nefnilega ekki að neitt barn verði fyrir því að missa af skógjöf frá jólasveininum. Þannig að við erum að tala um yfir fimm hundruð litl­ ar gjafir og þetta er bara byrjunin. Ég reikna með að geta farið með þrjú hundruð til fimm hundruð smágjafir til viðbótar í dreifingu,“ segir Styrmir sem fær Velferðarsjóð Suðurnesja til að dreifa gjöfunum. Styrmir segir fólk hafa lagt inn yfir þrjú hundruð þúsund krónur sem komi sér vel fyrir söfnunina. En hver sér um að pakka þessu öllu inn? „Konan mín og nánasta fjölskylda hjálpar til við að pakka inn gjöfunum og sortera þær. Það skiptir líka gríðar­ lega miklu máli hvað konan mín er þolinmóð við mig þegar ég er fjarver­ andi að stússast vegna söfnunarinn­ ar,“ segir Styrmir og hlær.“ n atli@dv.is Styrmir Barkarson, grunnskólakennari í Reykjanesbæ, blæs til söfnunar um jólin Styrmir Barkarson Grunnskólakennar- inn í Reykjanesbæ safnar fyrir jólasveinum í gjafavanda. MynD SIGtryGGur ArI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.