Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Blaðsíða 30
Helgarblað 5.–8. desember 201430 Fólk Viðtal Spilling ekki mikið minni en í Búlgaríu – en öðruvíSi n Björgólfur Thor Björgólfsson ræðir um einkavæðingu bankanna, hrunið, spillinguna og upprisuna B jörgólfur Thor Björgólfs­ son, tapaði 99 prósent­ um af 400 til 500 millj­ arða króna eignum sínum í hruninu 2008. Frá þessu segir hann í nýrri bók sem kom­ in er út á ensku en er væntanleg á íslensku snemma næsta árs. DV birti fyrir viku brot úr einum kafla bókarinnar (Billions to Bust – and Back) þar sem fjallað er um ævin­ týralegan rekstur og uppgang drykkjarvöru­ og bjórframleiðslu sem Björgólfur Thor, faðir hans og fleiri settu á fót í Pétursborg í Rúss­ landi á tíunda áratug síðustu aldar. Björgólfur Thor hefur nú aftur komið undir sig fótunum í krafti tveggja prósenta eignar sinnar í lyfjafyrirtækinu Actavis – sem nú er mikið að vöxtum – og helmings eignarhlutar í pólska síma­ og fjar­ skiptafyrirtækinu Play, sem er nú meðal stærstu síma­ og fjarskipta­ fyrirtækja þar í landi. Lýsingarnar í bókinni bera með sér að hann hafi átt margt undir góðu samkomu­ lagi við Deutsche Bank, helsta lánveitanda Actavis og Novator. Með samkomulagi við Deutsche Bank og Watson Pharmaceuticals, bandarískan kaupanda Actavis, er að sjá sem Björgólfi hafi tekist að standa við skuldbindingar sínar gagnvart lánardrottnum. Einkavæðingin sveigð að þörfum S-hópsins Við lestur bókarinnar vöknuðu nokkrar spurningar sem DV þótti tilefni til að leggja fyrir Björgólf Thor og fá nánari skýringar. Ein þeirra snertir umfjöllun hans um kaup Samson á ráðandi hlut í Landsbankanum þegar hann var einkavæddur árið 2002/2003. Fyrir liggur samþykkt Alþingis frá því í nóvember 2012 um rann­ sókn á einkavæðingu bankanna sem margir telja vera helstu orsök bankahrunsins. „Því ekki að rannsaka einkavæð­ ingu bankanna,“ segir Björgólfur Thor. „Ég gagnrýndi hana með hinum og þessum rökum, benti meðal annars á ógagnsæi og fleira. Þannig að ég sé ekkert því til fyrir­ stöðu að taka upp þráðinn og rann­ saka einkavæðinguna. Ég er svo sem ekkert að velta þessu mikið fyrir mér nú orðið. En mér fannst margt skrítið við þetta og stend við það. Eðlileg vinnubrögð í viðskipt­ um voru ekki höfð í heiðri. Þegar við buðum í Landsbankann var far­ ið að róa í okkur. Nei, nei ekki bjóða í Landsbankann. Bjóðið frekar í Búnaðarbankann. En við svöruð­ um, að við værum búnir að bjóða og viðskiptin snerust um hann. Þá allt í einu var farið að fikta með að slíta VÍS tryggingafélagið, eina stærstu eign Landsbankans, út úr honum og hún sett í hendurnar á einhverju liði sem notaði þetta svo til að kaupa annan banka. Þetta var fáránlegt. Þessu má líkja við eftir­ farandi: Þú átt tvo krakka og ann­ ar þeirra kemur heim og segist ætla að kaupa flotta takkaskó af því að hann er er búinn að vinna sér inn einhverja peninga. Þá kem­ ur litli bróðir og segir: „Ég verð að fá að kaupa eitthvað líka.“ Ætlar þú þá að segja við þann litla að hann hafi ekki unnið sér inn neinn pen­ ing eins og sá stóri eða ætlar þú að segja að sama verði yfir þá báða að ganga. Ef við tökum tillit til litla bróður verðum við að smíða kerfið utan um þetta upp á nýtt. Samning­ ur um innlimun Kaupþings á Bún­ aðarbankanum var gerður löngu áður en hann var tilkynntur. Þegar ég kom að söluferli bankanna var ég búinn að vera nálægt einkavæð­ ingu í austanverðri Evrópu. Þar var alltaf aðalmálið að fá erlenda fjárfesta með nýja erlenda pen­ inga inn í kerfið. Við hugsuðum að þannig hlyti það einnig að vera á Íslandi. Við hugsuðum sem svo að við værum að þessu leyti erlendir fjárfestar með erlenda peninga frá Heineken og værum tilbún­ ir að koma með þá inn í kerfið. Já, það er fínt sögðu menn, en byrj­ uðu um leið að endurhanna kerf­ ið kringum þetta til að gera öðrum hópi kleift að kaupa banka. Eftir það var allt einkavæðingarferlið hnoðað saman í kring um S­hóp­ inn til þess að gera honum kleift að eignast þetta. Einkavæðingarferlið varð fyrir vikið mjög gallað og lé­ legt fyrir íslenska ríkið. Ríkið hefði getað fengið miklu betra verð fyr­ ir Búnaðarbankann með því að selja hann eftir eitt eða tvö ár. Það hefði getað gert miklu meiri kröf­ ur til dæmis um erlent fjármagn og erlenda banka sem bakhjarla ef um lán væri að ræða, allt til að auka er­ lent innflæði á fjármagni til Íslands í stað þess að búa það til heimafyrir og efna í stóra skuldabólu.“ Vildum ekki kaupa ónýt lán Björgólfur Thor og Samson gerðu fyrirvara um kaupin á Landsbank­ anum vegna útlána sem þeir töldu verðlaus og ónýt. Kaupanda og selj­ anda greindi á um 700 milljónir eða svo. Ekki hefur verið leitt í ljós hvort kaupendur Búnaðarbankans gerðu einnig slíkar kröfur um að færa nið­ ur kaupverð ef í ljós kæmi eitthvað svipað í þeim viðskiptum. Björgólfur segir að ætlunin hafi verið að kaupendur greiddu um­ samið verð. „Okkar tilboð var skýrt: Við borgum þetta verð fyrir hvern hlut miðað við að eignir bankans séu þær sem Landsbankinn og rík­ ið halda fram. Alþjóðlegt endur­ skoðunarfyrirtæki okkar sagði á móti: Þetta er ekki rétt mat. Hér eru verðlausar eignir, þessi tilteknu lán eru ónýt. Við sögðum við fulltrúa ríkisins að taka yrði tillit til þessa því við ætluðum ekki að borga fyrir hluti sem væru ekki til. Menn voru voðalega mæðulegir yfir þessum kröfum og við sögðum gott og vel; kannski eru þetta borgunarmenn fyrir sínum lánum eða þá að ríkið borgar þá bara þessi lán. Ef einhver borgar þessi lán þá stöndum við við okkar og borgum fullt verð. Ef ekki, þá erum við að kaupa gallaða vöru sem við borgum ekki fullt verð fyrir. Við töldum að það yrði að koma fram í næsta uppgjöri hvort þessi tilteknu lán væru ónýt eða ekki. Ef þau reyndust vera í lagi myndum við borga fullt verð. Þarna varð til einhver pólitísk hringavitleysa og menn fóru að tala um afslátt. Þetta var ekki spurning um neitt slíkt. Við Jóhann Hauksson johannh@dv.is Ólgusjór Björgólfur Thor um klíkuskap og spillingu: „Þetta er ekki verra á Íslandi en í Búlgaríu. En þetta er ekki mikið betra.“ „Þá allt í einu var farið að fikta með að slíta VÍS trygginga- félagið, eina stærstu eign Landsbankans, út úr hon- um og hún sett í hend- urnar á einhverju liði sem notaði þetta svo til að kaupa annan banka. Actavis Actavis er nú stór alþjóðlegur lyfj- arisi sem Björgólfur Thor á aðeins um tveggja prósenta hlut í eftir 15 ára uppbyggingu. Hann á hins vegar helmingshlut í Play, einu stærsta síma- og fjarskiptafyrirtæki Póllands. Verslanir á Laugavegi 182 og í Smáralind · sími 512 1300 · epli.is Solo2 Studio 2.0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.