Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Blaðsíða 8
Helgarblað 5.–8. desember 20148 Fréttir Eins og náttúran hafði í hyggju • Magnesíumsprey sem virkar strax! • Slakandi, bætir svefn og slær á fótaóeirð og sinadrátt • Frábær upptaka Sefurðu illa? MagnesiumOil Spray Fæst í flestum apótekum, Lifandi Markaði, Heilsuhúsinu, Fjarðarkaup og Systrasamlaginu Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is og á Facebook síðunni Better You Ísland PREN TU N .IS Goodnight Þingmenn sniðgengnir DV leitaði viðbragða nokkurra þingmanna úr röðum Sjálf­ stæðisflokksins við skipan Ólafar Nordal í embætti innan­ ríkisráðherra. Þó að Pétur Blön­ dal og Ragnheiður Ríkharðs­ dóttir hafi lítið viljað segja um ráðninguna í gær, mátti heyra á þeim að þeim fannst fram hjá sér gengið. Pétur sagði við DV að þetta væru vonbrigði fyr­ ir sig en hann hafði lýst því yfir við RÚV seint í nóvem­ ber að hann væri næstur í röðinni. Svör Péturs voru afar snubbótt þegar DV ræddi við hann. Hann sagði þó að honuml litist vel á Ólöfu. „Ég ætla ekki að hafa nokk­ ur orð um þetta,“ sagði Ragn­ heiður Ríkharðsdóttir í samtali við DV þegar tíðindin urðu ljós. Ragnheiður hafði, ásamt Einari K. Guðfinnssyni, sem hafnaði starfinu, verið sterklega orðuð við stöðu innanríkisráðherra. Hún hlaut ekki náð fyrir augum formanns síns. „Ég ætla ekki að tjá mig um skipan formannsins en óska Ólöfu Nordal velfarnað­ ar í dag,“ sagði hún við DV en ekki þarf djúpan skilning til að álykta að hún sé afar ósátt. Einar K. Guðfinsson, for­ seti Alþingis, hafnaði starfinu, eins og áður segir. Sjálfstæð­ ismenn hafa ekki tekið djúpt í árinni, þegar þeir tjá sig um skipanina en lögmað­ urinn Sveinn Andri Sveins­ son, sem hef­ ur munninn fyrir neðan nefið, sagði að í skipaninni fælist „hressileg vantraustsyfirlýsing formanns Sjálfstæðisflokksins í garð þingmanna flokksins“. Þing­ mennirnir Brynjar Níelsson, Birgir Ármannsson og Unn­ ur Brá Konráðsdóttir voru, auk Péturs, á meðal þeirra sem lýstu yfir áhuga á stöðu innanríkis­ ráðherra. Ó löf Nordal, nýr innanríkis­ ráðherra, tekur við dóms­ málum sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson for­ sætisráðherra hefur farið með síðan Hanna Birna Kristjáns­ dóttir, fráfarandi innanríkisráð­ herra, sagði sig frá þeim í lok ágúst síðastliðins vegna lekamálsins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjá­ flstæðisflokksins, sagði eftir ríkis­ stjórnarfund 26. ágúst að ákveðið hefði verið að koma á fót emb­ ætti dómsmálaráðherra innan innanríkisráðuneytisins og með embættið færi forsætisráðherra tímabundiið þar til stofnað yrði sér­ stakt ráðuneyti dómsmála. „Eins og menn munu sjá þá erum við ekkert síður með þessu að stíga fyrsta skerfið í átt að því að endur­ reisa sjálft dómsmálaráðuneytið og það er liður í stærri ákvörðun sem tengist ekki málinu beint,“ sagði Bjarni í samtali við mbl.is þennan dag. Samkvæmt forseta­ úrskurði sem gefinn var út fyrir helgina er að sjá sem horfið hafi verið frá þeim áformum sem Bjarni lýsti í lok ágúst, því Ólöf tekur við dómsmálunum án nokkurra fyrir­ vara. Ólöf er lögfræðingur og gæti það bent til þess að ekki standi til að hrófla í bráð við dómsmálun­ um í innanríkisráðuneytinu. Upp­ skipti ráðuneytisins voru gagnrýnd harðlega af stjórnarandstöðunni á haustþingi. Árni Páll Árnason, for­ maður Samfylkingarinnar, ritaði grein í Fréttablaðið 28. ágúst síðast­ liðinn af sama tilefni og sagði meðal annars: „Til að forða því að ráðherra flokksins þurfi að axla ábyrgð á eig­ in verkum og framgöngu pólitískra aðstoðarmanna hennar er frekar farið í handahófskenndar ráðu­ neytabreytingar. Það er betra að brjóta upp stjórnkerfið en að skipta um ráðherra.“ Árni sagði enn frem­ ur að breytingin væri ekki hluti af yfirvegaðri endurskipulagningu „heldur klæðskerasaumuð að þess­ um flótta Sjálfstæðisflokksins frá pólitískri ábyrgð.“ Lögfræði og stjórnmálareynsla Ólöf Nordal er 48 ára, reyndur stjórnmálamaður og fyrrverandi varaformaður Sjáflstæðisflokksins (2010 til 2013). Hún er nú formað­ ur bankaráðs Seðlabanka Íslands en þarf að segja sig frá því embætti nú þegar hún er orðin ráðherra. Hún tók lögfræðipróf frá Háskóla Íslands árið 1994 og MBA­próf frá Háskólanum í Reykjavík árið 2002. Hún var deildarstjóri í samgöngu­ ráðuneytinu 1996 til 1999 og síð­ ar lögfræðingur hjá Verðbréfaþingi Íslands til ársins 2001. Eftir það kenndi hún við Háskólann á Bif­ röst og stýrði heildsöluviðskiptum hjá Landsvirkjun svo nokkuð sé nefnt. Hún var fyrst kjörin á þing í þingkosningunum árið 2007 fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðaustur­ kjördæmi en lét af þingmennsku árið 2013, þá sem þingmaður Reykvíkinga. Eiginmaður Ólafar er Tómas Már Sigurðsson, fram­ kvæmdastjóri álframleiðslu Alcoa á heimsvísu og hefur hann séð um daglegan rekstur á framleiðslu ál­ vera Alcoa um allan heim og báxít­ framleiðslu fyrirtækisins síðan hann tók við starfinu í júní á þessu ári. Tómas hóf störf hjá Alcoa Fjarðaáli árið 2004 en var ráðinn forstjóri Alcoa í Evrópu árið 2011. Hann er menntaður í verkfræði og með mastersgráðu í framkvæmda­ áætlun frá Cornell­háskóla í Bandaríkjunum. Börn Ólafar og Tómasar eru fjögur, Sigurður, Jó­ hannes , Herdís og Dóra. Síðast­ liðið sumar greindi Ólöf frá því á vefsíðu sinni að hún hefði greinst með illkynja æxli. Krabbameinið fannst um miðjan júlí þegar Ólöf var í stuttri heimsókn á Íslandi en hún var þá búsett hjá manni sín­ um í Sviss. Hún hefur gengist und­ ir meðferð hér á landi og hefur náð sér að fullu. Kom á óvart Skipun Ólafar í embætti innan­ ríkisráðherra kom þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem og mörg­ um öðrum á óvart, en hún er tuttugasti utanþingsráðherra þjóðarinnar. Á síðasta kjörtímabili gegndi Gylfi Magnússon embætti viðskiptaráðherra og Ragna Árna­ dóttir embætti dóms­ og kirkju­ málaráðherra um tíma. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, tók ekki endanlega ákvörðun sína um nýjan ráðherra fyrr en síðast­ liðið miðvikudagskvöld. Hann hafði þá boðið Einari K. Guðfinnssyni ráðherraembættið en hann baðst undan því og kvaðst vilja gegna áfram stöðu forseta Alþingis. Ólöf tók við lyklum að innanríkisráðu­ neytinu úr hendi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem lét formlega af embætti síðastliðinn fimmtu­ dag. Kvaðst Hanna Birna ekki get­ að hugsað sér betri eftirmann á ráð­ herrastóli. Hanna Birna hyggst taka sér frí frá stjórnmálum til vorþings­ ins sem kallað verður saman upp úr miðjum janúar næstkomandi. n Dómsmálin aftur í innanríkisráðuneytið n Áform um sjálfstætt dómsmálaráðuneyti víkja n Lögfræðingur í brúnni Jóhann Hauksson johannh@dv.is „Kom þing-mönnum Sjálfstæðisflokks- ins sem og mörgum öðrum á óvart Tilfinningaþrungin stund Ólöf Nordal tekur við lyklum innanríkisráðuneytisins úr höndum Hönnu Birnu Krist- jánsdóttur. Mynd SigTryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.