Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Blaðsíða 23
Umræða 23Helgarblað 5.–8. desember 2014 Ekkert jólafrí hjá mér Ég ætla ekki að tjá migÞetta er hefnigirni Vilborg Arna undirbýr sig fyrir Everest. – DV Fyrrverandi kærasti setti nektarmynd á netið. – DV Í fjötrum andlegrar fátæktar É g get svo sem reynt að telja, en ég get ekki gert mér grein fyrir því hversu oft ég hef rekist á skrif sem boða okkur betra líf og betri heim. En það eina sem við þurfum að gera í framhaldi af lestri slíkra orða, er að sýna öðru fólki sanngirni og sanngirnin sú arna byggist á því að við sýnum orðunum sem við lesum ögn af virðingu. Og það sem er skemmtilegast við þessa staðreynd er, að þessi virðing kostar akkúrat ekkert. Daglega getum við fundið ný skrif sem benda íslenskri þjóð á leiðir til að jafna kjör, losa fólk úr fjötrum fá- tæktar og yfirleitt hlúa að öllu sam- félaginu; þeim sem minna mega sín og öllum hinum. Raunhæfar leiðir sem segja okkur að arður útgerðar- innar ætti að renna til allra en ekki einungis í örfáa, útvalda vasa, kröfur um að embættismenn og yfirmenn ríkisstofnana hafi aldrei leyfi til að gefa vinum sínum eigur ríkisins, kröfur um að ríkisvaldið hámarki sameiginlegan hagnað þjóðarinn- ar af öllu sem hugsanlega má flokka sem þjóðareign. Að hætta að gefa útgerðinni fiskinn og að hætta að gefa álrisum rafmagn, er krafa sem er raunhæf. En svo kemur að því að við sýnum þessum hugmyndum virðingu, þá festumst við í þeirri andlegu fátækt, að leyfa hugmynd- unum að lifa og gera akkúrat ekkert til að veita þeim brautargengi. Eitt er að vera umburðarlyndur – annað að vera undirgefinn. Umburðarlyndi okkar gagnvart kröfum um rétt- læti, verður þannig að undirgefni; við ákveðum að best sé að gera ekk- ert, að okkur farnist best ef við rugg- um ekki bátnum, að best sé styggja ekki þá sem í strengina toga. Þannig að öll skrif um sanngirni, verða að þreytandi tuggum sem við umber- um nánast ekki, þegar öllu er á botn- inn hvolft. Ef við sýnum hugmyndum virðingu – í einlægni – þá ætti það að hvetja okkur til athafna; við ætt- um þá að læra að gefa þeim byr und- ir báða vængi. Hin andlega fátækt okkar Ís- lendinga felst í því, að við sýnum þeim virðingu sem við ættum ekki að sýna minnsta vott af slíku. En við leyfum sinnuleysi að fela það sem við ættum virkilaga að hugsa um. Hér er ríkidæmi staðreynd; fólk sem veit ekki aura sinna tal. Og það er í góðu lagi. En hér er einnig til fá- tækt fólk; fólk sem á ekki fyrir mat, fólk sem getur ekki veitt börnum sínum helstu nauðsynjar og hér er til fólk sem ekki fær bót meina sinna; fatlað fólk sem ekki fær þá aðstoð sem sanngjarnt samfélag ætti þó ætíð að veita skjólstæðingum sín- um. Andleg fátækt leyfir fólki að sitja úti í horni og gapa af hrifningu yfir auðæfum og smekkvísi auðkýfinga, og smartleika og hrukkuleysi fótó- sjoppaðra tildurdrósa, á meðan fjöl- skylda í næsta húsi á ekki fyrir nauð- þurftum. n Hjá lindum fjallsins sólin sest og sál með gæsku stillist, þar ræktar þekking blómin best er bikar lífsins fyllist. Kristján Hreinsson Skáldið skrifar 1 Komnar til Íslands Aðalsteina Líf Kjartansdóttir og Gunnhildur Svava Guðmundsdóttir eru sagðar komnar til Íslands og munu afplána hér á landi dóm sem þær fengu fyrir kókaínsmygl í Tékklandi í fyrra. Íslensk stjórnvöld hafa unnið að því síð- astliðna mánuði að fá þær framseldar til Íslands en það ferli hófst formlega í apríl síðastliðnum. Lesið: 41.646 2 „Þar fékk ég tölvu Öldu lánaða“ Tilkynningin sem stjórn Lögreglustjórafélags Íslands sendi á fjölmiðla til varnar Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuð- borgarsvæðinu, var samin í vinnutölvu nánasta samstarfsmanns hennar, Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, setts aðstoðar- lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Þetta sést þegar aukaupplýsingar inni í skjalinu sjálfu eru skoðaðar. Lesið: 28.363 3 „Fór af stað atburðarás sem ég hefði aldrei sjálfur getað trúað“ Lögmað- urinn Sævar Þór Jónsson gagnrýnir störf Hæstaréttar í máli þar sem 85 ára gömul kona missti aleiguna. Lesið: 27.013 4 Hafnar því að eiga bankamann sem elskhuga Forsetafrúin Dorrit Moussaieff er á forsíðu jólablaðs MAN og var meðal annars spurð út í sögu- sagnir þess efnis að þau forsetahjónin væru skilin. „Hvaðan koma þessar sögusagnir? Þetta er hrein vitleysa. En þessi kjaftagangur truflar mig svo sem ekki enda hef ég alltaf heyrt sögur um sjálfa mig – stundum væri gaman ef þær væru sannar,“ segir hún. Lesið: 22.572 5 Miklar sviptingar á Eyjafréttum í kjölfar kynferðisbrots Miklar sviptingar hafa orðið á Eyjafréttum í kjölfar dóms sem féll í Héraðs- dómi Suðurlands fyrir skemmstu. Þar var karlmaður á fertugsaldri dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa átt ítrekað í samskiptum við stúlku og áreitt hana með kynferðislegu orðbragði. Hann var ritstjóri Eyjafrétta en hefur nú látið af störfum. Lesið: 20.935 Mest lesið á DV.is F járhagsáætlun Reykjavíkur- borgar fyrir árið 2015 hefur nú verið samþykkt. Hún endur- speglar pólitískar áherslur og forgangsröðun meirihluta borgarstjórnar í öllum málaflokk- um. Við megum vera stolt af áætlun- inni og þeim ríku áherslum sem þar koma fram á mannréttindi, velferð, umhverfi og réttlátara samfélag al- mennt. Velferð Fjölmörg verkefni eru fyrirhuguð til að stuðla að bættri velferðarþjón- ustu. Þar vegur þyngst áætlun um að fjölga félagslegum leiguíbúðum um 500 á næstu árum, nokkuð sem við Vinstri græn höfum talað fyrir lengi. Samhliða því verður unnið að uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlað fólk og eflingu þjónustu utan kjarna fyrir þann hóp. Stórbætt þjón- usta ferðaþjónustu fatlaðra á að verða að veruleika og samþætting heimahjúkrunar og heimaþjónustu í öllum hverfum mun leiða til betri og heildstæðari þjónustu. Barnafjölskyldur Á næsta ári verða stigin skref til að létta byrðum af barnafjölskyldum í áætluninni í samræmi við ákvæði í samstarfssáttmála meirihlutaflokk- anna. Námsgjöld í leikskóla lækka um 6%, veittur verður systkinaaf- sláttur þvert á skólastig og frístunda- kortið hækkar um 5.000 krónur. Á næstu árum verða fleiri skref stigin og þannig munum við, hægt en bít- andi, vinna að bættum hag barna- fjölskyldna á kjörtímabilinu. Auk þess verður farið í fjölmörg verkefni til að stuðla að enn betra skóla- og frístundastarfi og til að tryggja að- gengi og þátttöku allra barna. Umhverfismál Á umhverfis- og skipulagssviði verður áfram unnið að bættum að- stæðum fyrir hjólandi og gang- andi og vinnan við hverfisskipulag mun halda áfram, byggð á nýju að- alskipulagi. Við erum að taka upp sjálfsagt og eðlilegt skipulagsgjald á umhverfis- og skipulagssviði og auka kostnaðarhlutdeild bifreiðaeigenda þegar kemur að rekstri bílastæða í miðborginni. Strætó mun hefja akstur fyrr á sunnudagsmorgnum og árskort verða til sölu fyrir börn og unglinga frá og með áramótum. Þannig stuðlum við að vistvænni lifnaðarháttum borgarbúa með ýms- um hætti, með þéttari byggð, bættri nærþjónustu, huggulegra borgar- umhverfi og umhverfisvænni sam- göngum. Kvenfrelsi og mannréttindi Fjölmörg verkefni eru í áætluninni í þágu mannréttinda, auk þess sem femínískar áherslur eru mjög ríkj- andi. Áfram verður unnið að að- gerðum til að útrýma kynbundnum launamun, m.a. með endurskoðun starfsmats borgarinnar og uppsögn aksturssamninga, en mælingar hafa sýnt mikinn kynbundinn mun á akstursgreiðslum. Þá verður farið í víðtækar aðgerðir gegn heimilisof- beldi í samstarfi við lögregluna að fyrirmynd þess sem gert hefur verið á Suðurnesjum og reynst vel. Unn- inn verður móttökupakki fyrir nýja íbúa í Reykjavík með helstu upp- lýsingum og áfram verður unnið að því að laða til borgarinnar sem fjöl- breyttastan hóp fólks. Endurskoðun mannréttindastefnunnar stendur svo fyrir dyrum, enda hefur fjölmargt breyst frá árinu 2006 þegar hún var fyrst samþykkt. Gott samstarf – góð áætlun Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata lofar góðu. Þessi fyrsta fjárhagsáætl- un er vísbending um það sem koma skal, um að við munum vinna saman að réttlátari borg, þar sem almanna- hagsmunir eru hafðir að leiðarljósi í nútíð og framtíð, þar sem börnin okkar og umhverfið njóta vafans, þar sem fjölbreytileikanum er fagnað og þar sem velferðin er í fyrirrúmi. n Réttlátari Reykjavík Sóley Tómasdóttir forseti borgarstjórnar Kjallari Myndin Ríkisráðsfundur Ólöf Nordal tók við embætti innanríkisráðherra á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á fimmtudag. Á meðan fundað var bak við luktar dyr sló Örnólfur Thorsson forsetaritari á létta strengi við fjölmiðlafólk, sem beið í forstofunni. Mynd SiGTRyGGUR ARi Ragnheiður Ríkarðsdóttir óskar Ólöfu Nordal velfarnaðar en tjáir sig ekki um val formannsins. – DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.