Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Blaðsíða 31
Helgarblað 5.–8. desember 2014 Fólk Viðtal 31 Spilling ekki mikið minni en í Búlgaríu – en öðruvíSi n Björgólfur Thor Björgólfsson ræðir um einkavæðingu bankanna, hrunið, spillinguna og upprisuna M ér þykir nauðsynlegt að hrekja nokkrar goðsagnir um fjármálahrunið á Ís­ landi. Sú fyrsta er að hrunið megi rekja einvörðungu til háttalags bankanna. Það voru fyrstu viðbrögðin og undir þetta kynti reiðin sem fylgdi öllu tjón­ inu en eftir að rann af mönnum reiðin hefur önnur og skynsam­ legri greining komið til sögunnar. Í fyrir lestri í september árið 2011 sagði Robert Aliber, fyrrverandi hagfræðiprófessor við Cicago­ háskóla, að fjármálahrunið á Ís­ landi mætti að mestu skýra með brotalömum í alþjóðlega fjár­ málakerfinu rétt eins og krepp­ una sem skall með fullum þunga á Vesturlönd haustið 2008. Aliber hreinsar ekki bankana eða stjórn­ endur þeirra af allri ábyrgð, en skoðun hans er sú að afskræm­ andi áhrif skyndilegs fjármagns­ streymis inn í svo lítið hagkerfi hafi verið grundvallarástæða kreppunnar. Vegna þess að Ísland var tengt alþjóða fjármálakerfinu reyndist ekki unnt að stöðva það. Ég tel að íslenska hrunið megi óumflýjanlega rekja til efnahags­ stefnu stjórnvalda og gengisstefnu Seðlabankans þótt svo að ég geti fallist á að bankarnir beri nokkra ábyrgð með allt of hröðum vexti. Önnur goðsögn er sú að fall íslensku bankana hafi valdið ís­ lenskum heimilum alvarlegu og fáheyrðu tjóni. Staðreyndir benda til þess að erlendir lánardrottn­ ar hafi borið mesta tjónið af falli bankanna. Heimilin í landinu urðu vissulega fyrir miklu tjóni – á því leikur enginn vafi. En skaða þeirra má rekja til gengisfalls krónunnar og skuldabagga ríkis­ sjóðs fremur en til falls bankanna einna og sér. Íslensku bankarnir hafa orðið að blórabögglum kerfis­ hrunsins en það er einkum vegna þess að það hentar vinstrimönn­ um vegna þess að það staðfesti skoðun þeirra á kapítalismanum og greiddi leið þeirra til valda og það hentar einnig hægrimönnum til þess að draga athyglina frá mis­ heppnaðri efnahagsstefnu þeirra. Mönnum hefur einnig sést yfir áhrifin af alþjóðlegum vaxt­ armunaviðskiptum í aðdraganda kreppunnar. Í frjálsu og alþjóð­ legu fjármálakerfi færist fjármagn frá löndum sem bjóða lága vexti til þeirra sem betur bjóða. Ef menn aflétta einnig hömlum á gjaldeyr­ isviðskiptum þá aukast augljóslega slík viðskipti. Í upphafi aldarinnar fóru stjórnvöld að laða til landsins viðskipti við fjárfestingarsjóði sem gerðu út á slíkan vaxtamun. Fjár­ magn flæddi inn í landið, gengi krónunnar styrktist, verðbólga minnkaði og upp dróst fölsk mynd af velgengni sem viðskiptalífið og stjórnvöld stærðu sig af. En þegar fjármagn streymir inn vegna þess að landið greið­ ir hæstu vextina verður að finna fólk til að lána þennan pening á enn hærri vöxtum. Þessi þörf leið­ ir til þess að meiri áhætta er tekin varðandi lántakendur og einnig varðandi tilgang lánanna. Í fyrstu er þetta ekki ljóst vegna þess að innstreymi fjármagnsins hækkar gengi krónunnar og veikleikar kerfisins eru duldir. Styrking gengisins vegur upp á mót lágum vöxtum. Á árunum fram að hrun­ inu leituðu menn uppi afleidd viðskiptatækifæri erlendis og fjár­ mögnuðu þau með allt of miklum lánum á háum vöxtum. Vandinn er sá að þegar peningar halda áfram að streyma inn þrýstir það genginu upp. Byrji menn að ef­ ast renna fjárfestingarsjóðir, sem gera út á vaxtamuninn, af hólmi og áhrifin verða þveröfug; geng­ ið fellur og veikleikar viðskipta sem borin eru uppi af stórfelldum lánum verða sýnilegir. Að lokum hrynur spilaborgin. Fall útvalinnar þjóðar Eftirfarandi er þýðing á broti úr 6. kafla bókarinnar þar sem fjallað er um hrunið og leitað skýringa gátum ekki tekið mið af því hvað þætti pólitískt óþægilegt. Ég veit ekki hvort svipað átti við um Bún­ aðarbankann. En það kæmi mér ekki á óvart. Við sátum fundi og smíðuðum ramma og þá komu hinir (S­hópurinn) og sögðu: Við viljum fá það sama.“ Seðlabankinn gagnrýndur Í bók sinni skýrir Björgólfur hrunið á Íslandi með vísan til alþjóð­ legu fjármálakreppunnar. Við­ brögð breskra stjórnvalda voru til að mynda hörð. Þegar kom að falli íslensku bankanna og starf­ semi þeirra í Bretlandi höfðu þau þegar bjargað tveimur til þremur bönkum frá falli og komið í veg fyr­ ir áhlaup á þá. En hvað með inn­ lendar og heimasmíðaðar orsakir hrunsins á Íslandi? „Ég veit ekki hvað gerðist í bak­ herbergjum en ég var á staðnum og upplifði þetta. Það er ekki að­ eins smæð þjóðarinnar sem get­ ur verið einn orsakaþátturinn og þar með takmarkaðri aðgangur að kunnáttu og þekkingu. Þetta á einnig rætur í því hversu ungt ís­ lenska ríkið er. Bretar fóru í gegn­ um kreppuna á fjórða áratug síð­ ustu aldar og hafa háð styrjaldir og fleira og fleira. Í þeirra skrif­ finnskukerfi liggur meiri þekking, kunnátta og jafnvel hefðir sem leiðbeina mönnum gegnum erfið­ leika. Þeir geta auðveldlega safn­ að til sín sérfræðingum og virkj­ að skipulag. Svo var auðvitað hitt að bankarnir voru orðnir gríðar­ lega stórir í samanburði við þjóða­ framleiðsluna og enginn gætti að hlutverki Seðlabankans í þessu samhengi. Segja má að nýju föt­ in keisarans hafi átt við um Seðla­ bankann. Hann hafði engin tök á að styðja þetta og virtist ekki hafa neinar áætlanir um að gera slíkt ef á reyndi. Eftir á að hyggja virðast menn hafa sagt: Látum þetta fara til fjandans allt saman og byrjum upp á nýtt með setningu neyðar­ laga. Það þýddi að það átti að láta alla bankana fara.“ Ráðaleysi og ógagnsæi Í bók Björgólfs Thors kemur fram að heimtur voru meiri í Lands­ bankanum en hinna bankanna tveggja eða yfir 50 prósent. Spyrja má hvort frekar hefði átt að veita honum lán en Kaupþingi á síðustu stundu. „Það er erfitt að segja ef og hefði eins og í fótboltanum. Hefði brasil­ íska liðið ekki hrunið í heimsmeist­ arakeppninni ef Neymar hefði leikið með? Mér finnst spurn­ ingin frekar vera þessi: Af hverju var einn banki látinn fá peninga en ekki annar? Báðir, Landsbank­ inn og Kaupþing, höfðu sterk rök fyrir því að fá lán á neyðarstundu. Ákvörðun Seðlabankans hefði get­ að verið sú að annaðhvort fengi hvorugur eða báðir lán. Er ekki til einhver jafnræðisregla? Þetta finnst mér vera mikilvæg spurning. Svo getur maður spurt sig hvort ekki hefði verið ráð að einbeita sér að lausn máls sem annars gæti valdið milliríkjadeilum. Er það ekki grundvallarregla í samskiptum sið­ aðra þjóða að koma í veg fyrir slíkar deilur ef hægt er? Átti ekki að setja það í forgang? Eða var mönnum al­ veg sama? Við fáum engin svör. Af hverju er ekki birt þetta samtal sem fram fór milli Geirs H. Haarde og Davíðs Oddssonar á þessari örlaga­ stundu?“ Björgólfur Thor vísar þarna til Icesave­deilunnar en það sýndi sig allfljótt að umtalsverðar eignir voru til í búi Landsbankans upp í Icesave­ kröfurnar. Málið olli gríðarlegum pólitískum átökum hér á Íslandi og milliríkjadeilum. Hefði ef til vill verið best að semja um málið í ljósi þess að eignirnar voru miklar og áhættan ekki eins mikil og sýndist í fyrstu? „Kannski og kannski ekki. Ég reyndi alltaf að koma því á framfæri í viðtölum og á öðrum vettvangi að menn ættu að skoða eignirnar. Menn ættu að skoða líkurnar á því hvort þetta væri bara ekki allt í lagi. Sú varð raunin og það kom nokkuð snemma fram. En það var eitthvað takmarkaður áhugi fyrir því. Það væri gaman að gera greiningu á því nú hvort það hefði skipt einhverju máli að semja um Icesave eða fara þá leið sem var farin. Mál geta blás­ ið út og það er ekkert við það að athuga, en ég held að það hafi tap­ ast mikil orka og tækifæri í Ice save­ fárinu. Þegar ljóst var að eignir voru til á móti Icesave­kröfunum var það mál greinilega ekki meginvandinn.“ Útgönguskattur Eignir erlendra kröfuhafa eru lok­ aðar inni í landinu vegna fjár­ magnshaftanna. Sú hugmynd hef­ ur komið fram hjá stjórnvöldum að leggja til dæmis 35 prósenta út­ gönguskatt á þær eignir sem eftir eru í slitabúum bankanna. „Ég hef litlar skoðanir á þessu nú. Ég hlakka til þess dags þegar ljóst verður hvernig á að afnema gjaldeyrishöftin. Ég veit ekki hvern­ ig á að gera þetta. Ég vona að það séu færir menn að fást við þetta. Þetta eru eignir sem fjöldi fjár­ festa hefur tapað á nú þegar. Þetta er spurning um eignatilfær­ slu. Menn segja: Við ætlum að fá hluta af þessum eignum og hvort það er gert í gegnum gengið eða með skattlagningu skiptir minna máli. Þetta mun allt hafa einhverj­ ar afleiðingar í framtíðinni. Það eru sjálfsagt einhverjir að fást við að leysa þetta. Þegar mér varð ljóst að Icesave myndi ekki lenda á íslensku þjóðinni og að þetta hafi allt reynst hálfgert bull fór ég að draga mig út úr þessu.“ Spilling ekki mikið minni en í Búlgaríu Björgólfur fjallar sums staðar í bók sinni um óheilbrigða pólitík, klíkuskap og spillingu á Íslandi. Hann hefur reynslu af viðskiptum í austanverðri Evrópu, Rússlandi og Búlgaríu til dæmis, sem hafa slíkt orð á sér. Er ástandið betra eða verra hér á Íslandi? „Þetta er ekki verra á Íslandi en í Búlgaríu. En þetta er ekki mikið betra. Þetta er bara öðruvísi á Íslandi. Þetta er vont kerfi sökum smæðar þjóðar­ innar og er þar af leiðandi kerfis­ vandi fámennrar þjóðar. Það er alltaf þessi blessaða meðvirkni á Ís­ landi. Eins og einn kunningi minn segir: Meðvirka Ísland hf. Menn eiga það til að láta sem ekkert sé þótt allt sé í rugli í kerfinu. Ýmsir pennar hafa líkt íslenska samfé­ laginu við ættbálkasamfélag. Það er mikið til í því. Ég kann ekki lausn­ ina á þessu. Í bókinni tala ég hisp­ urslaust út um þennan klíkuskap og kunningjaveldi. Þetta er mann­ skemmandi.“ Í þrot á undraskömmum tíma Björgólfur Thor greinir ítarlega frá því hvernig honum tókst að lok­ um að halda velli án þess að verða gjaldþrota. En þá átti hann aðeins 1 prósent eftir af veldi sínu eins og áður segir. „Mér taldist til að daginn sem ég skrifaði undir uppgjör skulda minna hafi verið um 30 til 40 milljónir dollara eftir af upphæð sem var 3.000 til 4.000 milljónir dollarar miðað við stöðu fyrirtækj­ anna þá. Staða þeirra hefði getað versnað eða batnað. Sem betur fer fékk ég umboð til þess að stýra því hvernig yrði leyst úr þessum mál­ um. Play í Póllandi hefur geng­ ið mjög vel en ég er búinn að vera með það í níu ár. Ég reikna með að það fari á hlutabréfamarkað innan tveggja ára. Actavis gerir það líka en þar er ég nú valdalaus lítill hlut­ hafi í mjög stóru fyrirtæki. Ég var að hugsa um þetta áður en við hófum þetta viðtal. Ég var búinn að vera 10 ár í fjárfestingum í Rússlandi, 15 ár með Actavis, 9 ár í Play og Nova í eitthvað um 8 ár svo nokkuð sé nefnt. Það fyndna við þetta er að öll þessi rússíbanareið með bankana tók bara fimm ár. Við fengum bréfin í Landsbankanum árið 2003 og árið 2008 voru þau tekin af okkur. Mér finnst þetta merkilegt því þetta var alls ekki langur tími sem lagðist að endingu svona þungt á mig af ýms­ um ástæðum.“ n Undraskjót endalok „Við fengum bréfin í Landsbankanum árið 2003 og árið 2008 voru þau tekin af okkur. Mér finnst þetta merkilegt því þetta var alls ekki langur tími sem lagðist að endingu svona þungt á mig af ýmsum ástæðum,“ segir Björgólfur Thor. Hann, Björgólfur Guðmundsson, faðir hans, og Magnús Þorsteinsson eignuðust ráðandi hlut í Landsbankanum. Mynd RóBeRt ReyniSSon „Segja má að nýju fötin keisarans hafi átt við um Seðla- bankann. Hann hafði engin tök á að styðja þetta og virtist ekki hafa neinar áætlanir um að gera slíkt ef á reyndi. Ómissandi hluti af Íslenskum jólum www.ommubakstur.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.