Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2014, Blaðsíða 24
24 Umræða Helgarblað 5.–8. desember 2014 Atgervisskortur Umsjón: Henry Þór Baldursson Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni T ilefni skrifa þessara er ný- útkomin bók Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæsta- réttarlögmanns sem hann nefnir Í krafti sannfær- ingar og fjallar meðal annars um störf hans sem lögmaður og dóm- ari. Kynni mín af Jóni Steinari eru ekki önnur en þau að við sátum saman í lagadeildinni á sínum tíma, heilsumst á götu, en leiðir okkar hafa ekki legið saman á lífsleiðinni svo ég muni eftir. Á hinn bóginn hef ég lesið og á allt það sem Jón Steinar hefur látið frá sér fara á sviði lögfræðinnar. Hef- ur hann ávallt haft mjög ákveðn- ar skoðanir varðandi lögfræðina og verið óspar að láta þær í ljósi og jafnframt gagnrýnt lögfræðiskoð- anir annarra, ef þær eru á annan veg en hans. Hefur mörgum oft þótt nóg um fyrirferðina, þegar Jón Steinar hefur kennt minni spá- mönnum í lögfræðistétt hina einu og sönnu lögfræði, sem hann hefur jafnan á takteinum. Hefur hann þá oft þótt svo yfirþyrmandi í þessum efnum, að hann hefur stundum fengið á sig það ljóta orð að vera kallaður besserwisser og mörgum þótt nóg um sjálfbirgingsháttinn. Lögfræðingar hafa spurt sjálfa sig þeirrar spurningar, hvort laganám þeirra hafi eftir allt saman virki- lega engu skilað eftir að Jón Stein- ar hefur lokið við að tjá sig. Þeir sem hafa aðra skoðun á málum en Jón Steinar hafa oftast dregið það við sig að tjá sig eða standa í ritdeilum við hann þar sem Jón Steinar telur sig alltaf þurfa að eiga síðasta orðið. Þá brestur yfirleitt úthaldið, sérstaklega ef þeir telja sig ekki eiga mörg ár eftir ólifuð. Ekki á ég von á því að það breytist nú frekar en áður. Þrjár athugasemdir Bók Jóns Steinars er um margt fróðleg og athyglisverð aflestrar. Hann er opinskár að vanda og hreinskilinn og dregur ekkert und- an. Hann fjallar hispurslaust um meðbyr og mótlæti, sem hann hef- ur orðið fyrir í starfi eða leik og fær þá, eins og stundum vill gerast, bágt fyrir hreinskilnina. Ekki ætla ég mér þó að fjalla frekar um efni bókarinnar, en hvet alla til að lesa hana. Þess í stað vil ég leyfa mér að hneykslast fyrst og fremst á þrem- ur atriðum, sem koma fram í bók- inni. Í fyrsta lagi þetta fræga nafn- lausa bréf, „Einnota réttarfar“, þar sem hann gagnrýnir störf sam- dómara sinna, það er þeirra sem dæmdu í svonefndu Baugsmáli. Margir hafa þegar hneykslast á þessu framferði Jóns Steinars og væri því að bera í bakkafullan læk- inn að bæta einhverju þar við. Í öðru lagi fannst mér það með endemum og lýsa dóm- greindarskorti, svo maður leyfi sér að nota það orð, þegar sonur Jóns Steinars sendir forseta Hæstaréttar tölvupóst til þess að skamma hann fyrir að átta sig ekki á réttmæti sjónarmiða föðurins í ákveðnu sakamáli með tilheyr- andi grófum svigurmælum í garð forseta réttarins. Ég á ekki orð. Það var eins gott að barnabörnin og mamman komu ekki til. Það hefði verið félegur fjölskyldufund- ur uppi í Hæstarétti þegar dóm- ararnir hefðu verið teknir á teppið og fengið góða yfirhalningu. Í þriðja lagi lýsir Jón Steinar því þegar hann sótti um dómara- starf í Hæstarétti og lýsir viðhorf- um dómaranna til hans; hve mjög einstakir dómarar voru sérlega andvígir því að hann sækti um dómarastarf þar. Maður spyr: Færi maður að sækja um starf á vinnu- stað, þar sem fyrir lægi að starfs- mennirnir utan einn fengju græn- ar bólur við tilhugsunina um að fá mann í hópinn. En Jón Steinar lét sig hafa það. Þá má líka velta því fyrir sér, hvort einfari í lögfræði eins og Jón Steinar er, hafi yfirhöf- uð átt erindi í Hæstarétt, þar sem fjölskyldustemming gildir að hans sögn og hann ekki þolir. Ekki geta þó allir alltaf leikið einleik á sama tíma í hljómsveit. Að bera harminn í hljóði Í DV þann 14. júní 2005 birtist viðtal við baráttumann einn og bátasmið, sem ég hef oft rýnt í síð- an. Af einhverjum ástæðum dettur mér oftast Jón Steinar í hug eftir lesturinn, þótt ég viti fullvel að hann hefði aldrei tekið nákvæm- lega svona til orða. Tilefni þessa viðtals við bátasmiðinn var, að hann hafði barið lögmann, sem ekki þótti orð á gerandi, en þegar hann sagði ljótt um annan lög- mann þá fékk hann strax á sig refsidóm, sem hann var síður en svo sáttur við. Fyrirsögn blaðsins var: „Segist of gáfaður fyrir Hæsta- rétt“. Í upphafi viðtalsins sagði bátasmiðurinn: „Ég er of mikil- vægur maður á heimsvísu til þess að láta svona smámál stöðva mig.“ Í lok viðtalsins vandaði hann ekki dómurum landsins kveðjurnar og sagði „Þetta eru menn sem skortir greind, ég bið fyrir þessum mönn- um. Sjálfur hef ég verið rannsak- aður og kom í ljós að ég væri langt fyrir ofan meðalgreind. Ég er of klár til að láta svona treggáfaða menn hafa slæm áhrif á mig.“ Sjálfur hef ég ekki verið greindarprófaður, enda vafalaust eftir litlu að slægjast og skiljast þar leiðir með mér og tvímenn- ingunum. Á hinn bóginn hef ég reynt að taka bátasmiðinn mér til fyrir myndar, hvernig hann lætur þó aldrei deigan síga, þrátt fyrir mótlæti og reynir alltaf að sjá hið jákvæða, þótt á móti blási. Þetta ætti Jón Steinar að gera líka, þegar vondu karlarnir í Hæstarétti eða aðrir svekkja hann, en bera ella harm sinn í hljóði. n Ekki elska mann allir „ Jón Steinar telur sig alltaf þurfa að eiga síðasta orðið. Í rit- deilum brestur hina yfir- leitt úthaldið eða draga við sig að hefja þær. Jónas Haraldsson lögfræðingur Aðsent Mynd SigtryggUr Ari „Fyrirgefið afsakið, ég er nett „paranojuð“ Þeir vilja kaupa hann svo hann verði ekki gerður opinber. Eigum við ekki að vera á undan og birta ALLTSAMAN!“ ingibjörg Hekla F. Ottesen treystir Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra ekki fyrir horn. „Mjög gott að þær séu komnar heim.“ Þóroddur ingi var einn þeirra fjölmörgu sem fögnuðu því að Aðalsteina Líf og Gunnhildur Svava væru komnar heim til Íslands. „Þetta er samt ekkert grín. Ég man vel eftir veðrinu 1991 þegar heilu húsþökin fuku af húsum, bílar og hjólhýsi tókust á loft. Bátar slitnuðu lausir og þakplötur flugu um allt eins og risavaxin rakvélarblöð. Tökum mark á viðvörunum og reynum að tryggja sem best að enginn slasist og að eignatjón verði sem minnst.“ Vilborg norðdahl lagði til að fólk tæki veðurspár alvarlega, í aðdraganda óveðursins um liðna helgi. „Að þessi maður tali um „misnotkun á fjölmiðli“ er eins að skjóta úr fallbyssu í glerhúsi …“ Jón Kristjánsson skrifaði athugasemdina við frétt um að Davíð Oddsson teldi að stjórn RÚV hefði misnotað miðilinn. „Þetta fólk virðist ekki skilja það, að það á ekki landið. Þótt erfitt sé fyrir sauðsvartan almúgann að sjá það á háttalagi Bjarna Benediktssonar þegar hann lætur það viðgangast að náfrændur hans fái ýmsar ríkiseignir á silfurfati.“ Kristbjörn Árnason um skipan nýs innanríkisráðherra. „Eru nógu margir ráðamenn og hliðarstjórnendur landssins og fleira voldugt kerfisfólk, sjálft á þessum listum ? Hvað annað útskýrir hikið að kaupa gögnin !? Fram kom að ávinningurinn hafi verð 100 faldur í Þýska landi, svo þetta er óskiljanlegt rugl og bull að bíða ! Nema þá að vilji sé til þess að menn komi fúlgum sínum undan a meðan verið er að ræða þetta fram og tilbaka. ?“ spyr Hjördís Vilhjálmsdóttir um hvort sett verði af stað söfnun til að kaupa lista yfir Íslendinga sem fela peninga sína í skattaskjólum. 24 19 13 15 13 10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.